ASÍ: Rýrt innlegg ríkisstjórnar inn í kjaraviðræður

Samkvæmt ályktun miðstjórnar ASÍ gefur fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem framundan eru.

Kröfuganga 1. maí 2018.
Kröfuganga 1. maí 2018.
Auglýsing

Mið­stjórn ASÍ hefur sent frá sér ályktun um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar sem kynnt var í síð­ustu viku. Segir í henni að fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur gefi ekki til­efni til mik­illar bjart­sýni í þeim kjara­við­ræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfir­lýs­ingar stjórn­valda í sam­skiptum við verka­lýðs­hreyf­ing­una um aukna áherslu á félags­legan stöð­ug­leika. 

„ASÍ hefur und­an­farin ár gagn­rýnt stjórn­völd harð­lega fyrir að þyngja skatt­byrði þeirra tekju­lægstu stöðugt á sama tíma og þeir tekju­hærri hafa notið skatta­lækk­ana. Í fjár­laga­frum­varp­inu fyrir næsta ár er reyndar skorið á sjálf­virka skatta­lækkun hinna rík­ari, sem er jákvætt, en það er hins vegar dap­ur­legt að rík­is­stjórnin ríg­haldi í það fyr­ir­komu­lag að þyngja skatt­byrði þeirra verst settu með sjálf­virkum hætti. Verka­lýðs­hreyf­ingin mun ekki horfa aðgerð­ar­laus á þessa þró­un,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Kemur enn fremur fram að hús­næð­is- og vaxta­bætur séu áfram skertar þrátt fyrir þá alvar­legu stöðu sem er á hús­næð­is­mark­aði, sem bitni verst á þeim sem hafa minnst handa á milli. „Það er ánægju­legt að barna­bætur hækka sam­kvæmt frum­varp­inu, en á sama tíma er aukið við tekju­teng­ingu á milli­tekju­fólk og jað­ar­skattar þess hækk­aðir með auknum skerð­ing­um. Það eru kaldar kveðjur rík­is­stjórn­ar­innar til ungs fólks sem vill stofna fjöl­skyldu, koma sér þaki yfir höf­uðið og eign­ast börn.“

Auglýsing

„ASÍ hefur lengi vakið athygli stjórn­valda á því, að þeir sem eru með minnsta menntun eru lík­legir til að missa fyrstir vinn­una í fjórðu iðn­bylt­ing­unni sem nú bankar á dyrn­ar. Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar sér þess engan stað að til standi styðja og styrkja lág­tekju­fólk svo það fái annað tæki­færi til náms, þrátt fyrir mikla umræðu í sam­ráðs­ferli vinnu­mark­að­ar­ins við stjórn­völd und­an­farna mán­uði. Þannig er Fræðslu­sjóður enn einu sinni svelt­ur. Kinn­roða­laust stillir rík­is­stjórnin lág­launa­fólki með litla menntun í fremstu víg­línu and­spænis þeim breyt­ingum sem eru yfir­vof­andi á vinnu­mark­aði. Hún skilar auðu.

Það má finna ýmis­legt jákvætt í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, eins og aukið fé til rétt­inda launa­fólks í vinnu­mark­aðs­sjóð­unum og ýmsa þætti heil­brigð­is­kerf­is­ins o.fl., en þau atriði sem hér er drepið á eru ekki sæm­andi sam­fé­lagi sem vill láta kenna sig við vel­ferð og jöfn­uð,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent