ASÍ: Rýrt innlegg ríkisstjórnar inn í kjaraviðræður

Samkvæmt ályktun miðstjórnar ASÍ gefur fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem framundan eru.

Kröfuganga 1. maí 2018.
Kröfuganga 1. maí 2018.
Auglýsing

Mið­stjórn ASÍ hefur sent frá sér ályktun um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar sem kynnt var í síð­ustu viku. Segir í henni að fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur gefi ekki til­efni til mik­illar bjart­sýni í þeim kjara­við­ræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfir­lýs­ingar stjórn­valda í sam­skiptum við verka­lýðs­hreyf­ing­una um aukna áherslu á félags­legan stöð­ug­leika. 

„ASÍ hefur und­an­farin ár gagn­rýnt stjórn­völd harð­lega fyrir að þyngja skatt­byrði þeirra tekju­lægstu stöðugt á sama tíma og þeir tekju­hærri hafa notið skatta­lækk­ana. Í fjár­laga­frum­varp­inu fyrir næsta ár er reyndar skorið á sjálf­virka skatta­lækkun hinna rík­ari, sem er jákvætt, en það er hins vegar dap­ur­legt að rík­is­stjórnin ríg­haldi í það fyr­ir­komu­lag að þyngja skatt­byrði þeirra verst settu með sjálf­virkum hætti. Verka­lýðs­hreyf­ingin mun ekki horfa aðgerð­ar­laus á þessa þró­un,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Kemur enn fremur fram að hús­næð­is- og vaxta­bætur séu áfram skertar þrátt fyrir þá alvar­legu stöðu sem er á hús­næð­is­mark­aði, sem bitni verst á þeim sem hafa minnst handa á milli. „Það er ánægju­legt að barna­bætur hækka sam­kvæmt frum­varp­inu, en á sama tíma er aukið við tekju­teng­ingu á milli­tekju­fólk og jað­ar­skattar þess hækk­aðir með auknum skerð­ing­um. Það eru kaldar kveðjur rík­is­stjórn­ar­innar til ungs fólks sem vill stofna fjöl­skyldu, koma sér þaki yfir höf­uðið og eign­ast börn.“

Auglýsing

„ASÍ hefur lengi vakið athygli stjórn­valda á því, að þeir sem eru með minnsta menntun eru lík­legir til að missa fyrstir vinn­una í fjórðu iðn­bylt­ing­unni sem nú bankar á dyrn­ar. Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar sér þess engan stað að til standi styðja og styrkja lág­tekju­fólk svo það fái annað tæki­færi til náms, þrátt fyrir mikla umræðu í sam­ráðs­ferli vinnu­mark­að­ar­ins við stjórn­völd und­an­farna mán­uði. Þannig er Fræðslu­sjóður enn einu sinni svelt­ur. Kinn­roða­laust stillir rík­is­stjórnin lág­launa­fólki með litla menntun í fremstu víg­línu and­spænis þeim breyt­ingum sem eru yfir­vof­andi á vinnu­mark­aði. Hún skilar auðu.

Það má finna ýmis­legt jákvætt í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, eins og aukið fé til rétt­inda launa­fólks í vinnu­mark­aðs­sjóð­unum og ýmsa þætti heil­brigð­is­kerf­is­ins o.fl., en þau atriði sem hér er drepið á eru ekki sæm­andi sam­fé­lagi sem vill láta kenna sig við vel­ferð og jöfn­uð,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent