Kallar ritstjóra Morgunblaðsins gamlan kall sem sleikir botn á mykjuhaugi

Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra vandar ritstjóra Morgunblaðsins ekki kveðjurnar í dag vegna innihalds Staksteina blaðsins. Segir að sér hafi orðið óglatt við lesturinn.

Davíð Benedikt
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og for­maður Við­reisn­ar, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að Davíð Odds­son rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sé gam­all kall sem sleiki botn­inn á mykju­haugi.

Vísar Bene­dikt þar í Stak­steina blaðs­ins í dag þar sem end­ur­birtur er pist­ill Hall­dórs Jóns­son­ar, verk­fræð­ings og áhrifa­manns í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sem hann birti á Mogga­bloggi sínu og kallar „Dömu­frí“.

Þar vísar Hall­dór í ásk­anir á hendur Brett Kavanough dóma­efnis Trump vest­an­hafs um kyn­ferð­is­of­beldi, og ber þær saman við hvernig hann sjálfur reyndi að ving­ast við stúlkur á dansæf­ingum í Mennta­skól­anum í Reykja­vík á sínum tíma.

Auglýsing

„Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegð­aði sér á dansæf­ingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brenni­víni og Camels­móki bauð maður stelp­unum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að kom­ast í sleik,“ segir Hall­dór í pistli sínum og bætir við. „Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði sam­þykktur í emb­ætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawa­nough eða hvernig það er staf­að. Sá kall hegð­aði sér eitt­hvað svona á mennta­skóla­böllum fyrir einum þrjá­tíu árum. Nú ætla demókrat­arnir að nota það til að hindra að þessi dóni kom­ist í Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna.“

Kjarn­inn fjall­aði um ásak­an­irnar á hendur Kavan­augh hér.

„Ef bara hefðu verið dömu­frí í MR í gamla daga hefði mér lík­lega sjaldnar verið boðið upp en þeim mynd­ar­legri. Fyrir bragðið hefði ég lík­lega minna á sam­visk­unni varð­andi mögu­legt emb­ætt­is­gengi og færri stelpur hefði talið sig geta hankað mig á ein­hverju, þó svo að ég hafi ekki orðið var við mikla mót­spyrnu þeirra á þeim tíma .En kannski hef ég bara fattað þetta vit­laust eins og þeir í Orku­veit­unni. „Ef bara konur mættu hafa kyn­ferð­is­legt frum­kvæði í formi almenns dömu­frís  en ekki þessir ólaungröðu kallar sem vaða all­staðar uppi, bæði prelát­ar, para­graffistar og póli­tíkusar, þá yrðu kannski færri vand­ræði en nú ríða all­staðar hús­um,“ skrifar Hall­dór í færslu sinni sem Morg­un­blaðið birtir undir titl­inum „Sam­fé­lag heil­a­gra“.

Bene­dikt segir að sér verði óglatt af því að lesa þetta. „ Tveir ógeðs­legir gamlir karlar sleikja botn­inn á mykju­haugn­um, annar með því að halda að það sé snið­ugt að skrifa svona, hinn með því að halda að það sé snið­ugt að birta svona skrif.“

Enn einn dagur þar sem ég sé eftir að vera búinn að segja upp Mogg­an­um. Þá get ég ekki gert það í dag. Mér varð...

Posted by Bene­dikt Jóhann­es­son on Wed­nes­day, Sept­em­ber 19, 2018


Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent