Kínverjar hafa svarað nýjustu tollum Bandaríkjastjórnar, á innfluttar vörur frá Kína, með því að hækka tolla á vöruinnflutning frá Bandaríkjunum sem tekur til samtals um 60 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 6.500 milljörðum króna.
Þetta gerðu Kínverjar eftir að Bandaríkin tilkynntu um viðskiptatolla upp á meira en 200 milljarða Bandaríkjadala til viðbótar við það sem áður hafði verið lagt á. Í fyrstu verða tollarnir um 10 prósent, frá og með 24. september, en frá áramótum hækka þeir í 25 prósent.
Kínverjar hyggjast setja á 5 prósent tolla sem síðan geta hækkað í 10 prósent, en þeir munu ná til mörg þúsund vörutegunda.
Stjórnvöld í Kína hafa mótmælt viðskiptatollum Bandaríkjanna og segja þá vera í mótsögn við alþjóðasamninga Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og segja þá auk þess grafa undan efnahag bæði Kína og Bandaríkjanna. Auk þess sem afleidd áhrif geta fundist um allan heim.
Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótunum ekki síst að allri fjöldaframleiðslu á raftækjum, þar á meðal símum, en tæplega 50 milljarðar af þeim 200 sem viðskiptatollarnir munu ná til, teljast til vöruflokka raftækja.
China has openly stated that they are actively trying to impact and change our election by attacking our farmers, ranchers and industrial workers because of their loyalty to me. What China does not understand is that these people are great patriots and fully understand that.....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 18, 2018
Í umfjöllun Bloomberg kemur fram að fjárfestar í Bandaríkjunum óttist að tollastríðið muni hafa alvarleg áhrif á alþjóðaviðskipti, ef fram heldur sem horfir. Donald Trump segist fullviss um að stefna hans sé sú eina rétt. Hann sakaði Kínverja auk þess um að skipta sér af kosningunum í Kína, ekki síst með því að ýta undir andúð bænda í Bandaríkjunum á fyrrnefndum tollum, en þeir gætu bitnað hart á útflutningi á ýmsum vörum bænda til Kína.
.....China has been taking advantage of the United States on Trade for many years. They also know that I am the one that knows how to stop it. There will be great and fast economic retaliation against China if our farmers, ranchers and/or industrial workers are targeted!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 18, 2018