Franskur dómstóll hefur fyrirskipað öfgahægri leiðtoganum Marine Le Pen að gangast undir geðrannsókn. Eru þessar aðgerðir hluti af málarekstri í tengslum við myndbirtingum Le Pen á Twitter þar sem hún deildi myndum af vígamönnum íslamska ríkisins.
Var Le Pen, sem er leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, svipt þinghelgi svo hægt væri að höfða mál gegn henni vegna myndbirtinganna en dómstóllinn vill með geðmatinu fá úr því skorið hvort hún þjáist af geðsjúkdómi eða hvort hún sé fær um að skilja ummæli og svara spurningum.
Le Pen segist sjálf nú vera farin að óttast stjórnvöld. Þessi vinnubrögð séu hættuleg.
C'est proprement HALLUCINANT. Ce régime commence VRAIMENT à faire peur. MLP pic.twitter.com/WCX6WBCgi4
— Marine Le Pen (@MLP_officiel) September 20, 2018
Hún er ákærð fyrir að hafa dreift skilaboðum sem hvetja til hryðjuverka eða stríða gegn mannlegri reis, en myndunum deildi Le Pen í desember árið 2015, skömmu eftir að 130 manns voru myrtir í París af hryðjuverkamönnum íslamska ríkisins.