Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sé ekki í hans liði. Hann lét þau orð fala í viðtali við Hill.TV, sem vitnað er til á vef breska ríkisútvarpsins BBC, að hann væri í raun ekki með neinn dómsmálaráðherra.
Hann sagði Sessions ekki fara eftir því sem hann vildi, og að það væri veikleiki á hans liði og stefnu.
Sessions hefur sagt að á meðan hann sé dómsmálaráðherra þá muni hann ekki skipta sér af rannsóknum sem unnið er að hjá undirstofnunum ráðuneytisins, þar á meða CIA og FBI.
“Lisa Page Testimony- NO EVIDENCE OF COLLUSION BEFORE MUELLER APPOINTMENT.” @FoxNews by Catherine Herridge. Therefore, the case should never have been allowed to be brought. It is a totally illegal Witch Hunt!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 17, 2018
Trump er sagður vilja stöðva rannsókn Roberts Mueller á tengslum Rússa við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016, og þá ekki síst framboð Trumps. Hann hefur kallað rannsóknina nornaveiðar og hefur með öllu neitað því að nokkuð óeðlilegt eða ólöglegt hafi átt sér stað í hans framboði.
Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, er yfirmaður rannsókna innan dómsmálaráðuneytisins, en hann hefur sagt að dómsmálaráðuneytið muni virða mikilvægi þess að rannsóknir séu sjálfstæðar. Engin afskipti verið af rannsóknum eða aðferðum sem beitt er hverju sinni.