Upplýsa ferðamenn um íslenskt vatn

Verkefnið „Hreint vatn í krana“ snýst um kynningu til ferðamanna sem koma til Íslands um óþarfa þess að kaupa vatn í einnota umbúðum hér á landi.

Krani
Auglýsing

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið og Umhverf­is­stofnun gerðu nýlega með sér samn­ing um verk­efni sem ætlað er að draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum plast­notk­unar en ráðu­neytið greiðir Umhverf­is­stofnun 3,5 millj­ónir króna vegna verk­efn­anna. Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Ann­ars vegar er um að ræða verk­efnið „Hreint vatn í krana“ sem snýst um kynn­ingu til ferða­manna sem koma til Íslands um óþarfa þess að kaupa vatn í einnota umbúðum hér á land­i. 

Vatn á Íslandi sé nán­ast alls staðar hreint og öruggt til neyslu og af notkun og flutn­ingi plast­flaskna hljót­ist óþarfa lofts­lags­á­hrif og önnur nei­kvæð umhverf­is­á­hrif. Hannað verður kynn­ing­ar­efni í takt við átakið „Turn the tap on“ og gert ráð fyrir að verk­efnið verði unnið í sam­starfi við atvinnu­líf­ið, frjáls félaga­sam­tök, sveit­ar­fé­lög, veitu­stofn­anir og fleiri.

Auglýsing

Hins vegar er um að ræða verk­efni sem snýr að kynn­ingu og fræðslu um ofnotkun á einnota plasti. Útbúið verður kynn­ing­ar- og fræðslu­efni fyrir vef- og sam­fé­lags­miðla með skila­boð­unum „Not­aðu fjöl­nota“.

Verk­efnin tvö tengj­ast úrgangs­for­varn­ar­stefnu umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, Saman gegn sóun, sem gildir til árs­ins 2027 og hefur það meg­in­mark­mið að draga úr myndun úrgangs. Áhersla er lögð á nægju­semi – að nýta betur og minnka sóun – og á fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent