Upplýsa ferðamenn um íslenskt vatn

Verkefnið „Hreint vatn í krana“ snýst um kynningu til ferðamanna sem koma til Íslands um óþarfa þess að kaupa vatn í einnota umbúðum hér á landi.

Krani
Auglýsing

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið og Umhverf­is­stofnun gerðu nýlega með sér samn­ing um verk­efni sem ætlað er að draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum plast­notk­unar en ráðu­neytið greiðir Umhverf­is­stofnun 3,5 millj­ónir króna vegna verk­efn­anna. Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Ann­ars vegar er um að ræða verk­efnið „Hreint vatn í krana“ sem snýst um kynn­ingu til ferða­manna sem koma til Íslands um óþarfa þess að kaupa vatn í einnota umbúðum hér á land­i. 

Vatn á Íslandi sé nán­ast alls staðar hreint og öruggt til neyslu og af notkun og flutn­ingi plast­flaskna hljót­ist óþarfa lofts­lags­á­hrif og önnur nei­kvæð umhverf­is­á­hrif. Hannað verður kynn­ing­ar­efni í takt við átakið „Turn the tap on“ og gert ráð fyrir að verk­efnið verði unnið í sam­starfi við atvinnu­líf­ið, frjáls félaga­sam­tök, sveit­ar­fé­lög, veitu­stofn­anir og fleiri.

Auglýsing

Hins vegar er um að ræða verk­efni sem snýr að kynn­ingu og fræðslu um ofnotkun á einnota plasti. Útbúið verður kynn­ing­ar- og fræðslu­efni fyrir vef- og sam­fé­lags­miðla með skila­boð­unum „Not­aðu fjöl­nota“.

Verk­efnin tvö tengj­ast úrgangs­for­varn­ar­stefnu umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, Saman gegn sóun, sem gildir til árs­ins 2027 og hefur það meg­in­mark­mið að draga úr myndun úrgangs. Áhersla er lögð á nægju­semi – að nýta betur og minnka sóun – og á fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Þórólfur Matthíasson
Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir
Kjarninn 15. nóvember 2019
Björgólfur reiknar ekki með að sitja sem forstjóri Samherja lengi
Sitjandi forstjóri Samherja kallar sjónvarpsþátt Kveiks um fyrirtækið „einhliða“. Ýjað hafi verið að því að Samherji „hefði brotið gegn lögum og sýnt slæmt siðferði í viðskiptum.“
Kjarninn 15. nóvember 2019
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent