Eðlilegt og jákvætt að halda áfram Borgarlínu

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegt að vera meðvitaður um kostnað við Borgarlínu. Hildur var gestur Aðfararinnar ásamt Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur formanni skipulagsráðs og borgarfulltrúa Pírata.

Aðförin
Auglýsing

Hildur Björns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins segir að það verði alltaf ódýr­ast fyrir borg­ina að fjár­festa í almenn­ings­sam­göng­um. Þetta sagði Hildur í podcast þætt­inum Aðförin á Kjarn­anum sem nálg­ast má hér.

Hildur var gestur þátt­ar­ins ásamt Sig­ur­borgu Ósk Har­alds­dóttur borg­ar­full­trúa Pírata og for­manni skipu­lags­ráðs borg­ar­innar og voru skipu­lags og umferð­ar­mál rædd á víðum grunni í þætt­in­um.

Sig­ur­borg sagði að ljóst væri að ekki kæmust fleiri bílar fyrir á stofn­vega­kerf­inu í dag. Það væri ekki hægt að þenja það meira út. „Stofn­vega­kerfið er ekk­ert sér­lega gott að mínu mat­i.“ Sig­ur­borg sagði Borg­ar­línu tíma­mót í sam­göngu­málum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að ekki væri hægt að nota nægi­lega sterk orð yfir það hversu miklu línan mun breyta. „Þetta mun hafa áhrif á hvernig við byggj­um, þetta mun hafa áhrif á þétt­leika, þetta mun hafa áhrif á lífs­gæði og það sem mun breyt­ast mest það er við­horf­ið. Þegar við sjáum hlut­ina raun­ger­ast og mun breyta fram­gangi sam­gangna í borg­inni til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Hildur sagði pláss vera tak­mörkuð gæði. „Við sjáum ofboðs­lega mikið af fólki sem keyrir um á stórum sjö sæta bíl­um, hver um sig einn í hverjum bíl. Eng­inn sem hugsar um hversu mikð pláss við­kom­andi er að taka fyrir sig ein­an. Þessu sama fólki finnst gjarnan eðli­legt að notað sé skattfé til að tryggja að það fái að hafa þetta pláss og að það kom­ist algjör­lega leiðar sinn­ar,“ sagði Hildur sem telur eðli­legt og jákvætt að halda áfram vinnu við Borg­ar­línu.

Hildur segir margar borgir hafa lært að það virki ekki að fjölga akreinum og mis­lægum gatna­mótum og þess í stað hafi þær farið að ein­beita sér að almenn­ings­sam­göng­um. Hún vilji hins vegar vera með­vituð um nákvæman kostnað við Borg­ar­lín­una. „Ég er svona ráð­deild­ar­söm hús­frú, vil vita hvað þetta kost­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent