Eðlilegt og jákvætt að halda áfram Borgarlínu

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegt að vera meðvitaður um kostnað við Borgarlínu. Hildur var gestur Aðfararinnar ásamt Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur formanni skipulagsráðs og borgarfulltrúa Pírata.

Aðförin
Auglýsing

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að það verði alltaf ódýrast fyrir borgina að fjárfesta í almenningssamgöngum. Þetta sagði Hildur í podcast þættinum Aðförin á Kjarnanum sem nálgast má hér.

Hildur var gestur þáttarins ásamt Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur borgarfulltrúa Pírata og formanni skipulagsráðs borgarinnar og voru skipulags og umferðarmál rædd á víðum grunni í þættinum.

Sigurborg sagði að ljóst væri að ekki kæmust fleiri bílar fyrir á stofnvegakerfinu í dag. Það væri ekki hægt að þenja það meira út. „Stofnvegakerfið er ekkert sérlega gott að mínu mati.“ Sigurborg sagði Borgarlínu tímamót í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki væri hægt að nota nægilega sterk orð yfir það hversu miklu línan mun breyta. „Þetta mun hafa áhrif á hvernig við byggjum, þetta mun hafa áhrif á þéttleika, þetta mun hafa áhrif á lífsgæði og það sem mun breytast mest það er viðhorfið. Þegar við sjáum hlutina raungerast og mun breyta framgangi samgangna í borginni til framtíðar.

Auglýsing

Hildur sagði pláss vera takmörkuð gæði. „Við sjáum ofboðslega mikið af fólki sem keyrir um á stórum sjö sæta bílum, hver um sig einn í hverjum bíl. Enginn sem hugsar um hversu mikð pláss viðkomandi er að taka fyrir sig einan. Þessu sama fólki finnst gjarnan eðlilegt að notað sé skattfé til að tryggja að það fái að hafa þetta pláss og að það komist algjörlega leiðar sinnar,“ sagði Hildur sem telur eðlilegt og jákvætt að halda áfram vinnu við Borgarlínu.

Hildur segir margar borgir hafa lært að það virki ekki að fjölga akreinum og mislægum gatnamótum og þess í stað hafi þær farið að einbeita sér að almenningssamgöngum. Hún vilji hins vegar vera meðvituð um nákvæman kostnað við Borgarlínuna. „Ég er svona ráðdeildarsöm húsfrú, vil vita hvað þetta kostar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent