Kristinn Hrafnsson skipaður ritstjóri WikiLeaks

Julian Assange stígur til hliðar sem ritstjóri en verður áfram útgefandi vegna „óvenjulegra aðstæðna“.

r350863_5041432_16436599548_o.jpg
Auglýsing

Krist­inn Hrafns­son hefur verið skip­aður rit­stjóri Wiki­Leaks. Frá þessu er greint á Twitt­er-­síðu sam­tak­ana. Julian Assange, stofn­andi og frá­far­andi rit­stjóri Wiki­Leaks, verður áfram útgef­andi sam­tak­anna.

Krist­inn er marg­reyndur blaða­maður sem starf­aði meðal ann­ars hjá Stöð 2, við frétta­skýr­inga­þátt­inn Kompás og hjá RÚV. Árið 2010 tók hann þátt í vinnslu frétta sem byggðu á gögnum frá Wiki­Leaks sem köll­uð­ust „Colla­teral Murder“. Fyrir það hlaut Krist­inn sín þriðju blaða­manna­verð­laun hér­lend­is. Frá 2010 og til 2016 var Krist­inn tals­maður Wiki­Leaks.

Í til­kynn­ing­unni sem birt er á Twitt­er-­síðu Wiki­Leaks segir að skipan Krist­ins í rit­stjóra­stól sé til­komin vegna óvenju­legra kring­um­stæðna sem gera það að verkum að Assange hefur ekki getað tjáð sig í hálft ár, nema þegar lög­fræð­ingar hans heim­sækja hann í sendi­ráðið í London, þar sem hann hefur dvalið árum sam­an.

Auglýsing

Þar er einnig haft erfir Kristni að hann for­dæmi með­ferð­ina á Assange sem hafi leitt til nýja starfs hans, en að hann fagni þeirri ábyrgð sem fylgi því að halda áfram því mik­il­væga starfi sem Wiki­Leaks sinni.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent