Kristinn Hrafnsson skipaður ritstjóri WikiLeaks

Julian Assange stígur til hliðar sem ritstjóri en verður áfram útgefandi vegna „óvenjulegra aðstæðna“.

r350863_5041432_16436599548_o.jpg
Auglýsing

Krist­inn Hrafns­son hefur verið skip­aður rit­stjóri Wiki­Leaks. Frá þessu er greint á Twitt­er-­síðu sam­tak­ana. Julian Assange, stofn­andi og frá­far­andi rit­stjóri Wiki­Leaks, verður áfram útgef­andi sam­tak­anna.

Krist­inn er marg­reyndur blaða­maður sem starf­aði meðal ann­ars hjá Stöð 2, við frétta­skýr­inga­þátt­inn Kompás og hjá RÚV. Árið 2010 tók hann þátt í vinnslu frétta sem byggðu á gögnum frá Wiki­Leaks sem köll­uð­ust „Colla­teral Murder“. Fyrir það hlaut Krist­inn sín þriðju blaða­manna­verð­laun hér­lend­is. Frá 2010 og til 2016 var Krist­inn tals­maður Wiki­Leaks.

Í til­kynn­ing­unni sem birt er á Twitt­er-­síðu Wiki­Leaks segir að skipan Krist­ins í rit­stjóra­stól sé til­komin vegna óvenju­legra kring­um­stæðna sem gera það að verkum að Assange hefur ekki getað tjáð sig í hálft ár, nema þegar lög­fræð­ingar hans heim­sækja hann í sendi­ráðið í London, þar sem hann hefur dvalið árum sam­an.

Auglýsing

Þar er einnig haft erfir Kristni að hann for­dæmi með­ferð­ina á Assange sem hafi leitt til nýja starfs hans, en að hann fagni þeirri ábyrgð sem fylgi því að halda áfram því mik­il­væga starfi sem Wiki­Leaks sinni.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent