Primera Air sagt á leið í þrot

Flugfélagið Primera Air er á leið í gjaldþrot, en rekstrarumhverfi flugfélaga hefur versnað verulega að undanförnu.

Primera_Air_737-7Q8_TF-JXG.jpg
Auglýsing

Íslenska flug­fé­lagið Pri­mera Air er á leið í gjald­þrot, sam­kvæmt umfjöllun vefs­ins Avi­ation.be, sem fjallar mikið um mál­efni flug­fé­laga. Tölvu­póstur til starfs­fólks er birtur á vefn­um.

Segir í umfjöllun vefs­ins að félagið muni óska eftir gjald­þrota­skiptum á morg­un. 

Félagið hefur verið umsvifa­mikið í ferða­þjón­ustu á Norð­ur­löndum og Eystra­salts­lönd­um, með höf­uð­stöðvar í Dan­mörku, en for­stjóri félags­ins og stærsti eig­andi er Andri Már Ing­ólfs­son.

Auglýsing

Stutt er síðan Andri Már sagði að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins hafi lok­ið, en í við­tali við Frétta­blaðið 12. sept­em­ber síð­ast­lið­inn sagði hann meðal ann­ars áfram­hald­andi vöxtur félags­ins sé í kort­un­um. „Það tók heilu ári lengur að inn­leiða nýtt sölu- og bók­un­ar­kerfi en upp­haf­lega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvö­föld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostn­aði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breyt­ingum er nú lokið og er horft til 8 pró­senta vaxtar á árinu 2018 og um 15 pró­senta vaxtar á árinu 2019, þar sem mögu­leikar til vefsölu verða full­nýtt­ir,“ sagði Andri Már meðal ann­ars í við­tali við Frétta­blað­ið, þar sem fjallað var um hluta­fjár­aukn­ingu félags­ins upp á 2,4 millj­arða króna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent