Bankasýsla ríkisins hótaði Arion banka lögbanni

Bankasýsla taldi arðgreiðslu á hlutabréfum Arion Banka til hluthafa brjóta í bágu við samningbundinn rétt ríksins.

20767550659_6c281d78d4_o.jpg
Auglýsing

Bankasýsla ríkisins skoðaði alvarlega í byrjun ársins að krefjast lögbanns á arðgreiðslum á hlutabréfum Arion banka í Valitor til hluthafa bankans. Stofnunin taldi arðgreiðsluna brjóta í bága við samningsbundinn rétt ríkisins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá 2009. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um við­skipti og efna­hags­mál, í dag. Er meðal ann­ars vitnað til minn­is­blaðs um þessi mál, sem blaðið fékk afhent frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu á grund­velli upp­lýs­inga­laga.

Bankasýsla skrifaði minnisblaðið til Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra þann 15. janúar síðastliðinn. Í minnisblaðinu segir að það hafi verið mat Bankasýslunnar að fjárfestahópurinn sem keypti um 30 prósenta hlut í Arion Banka í mars í fyrra- Goldman Sachs og vogunarsjóðirnir Attesor, Och- Ziff og Taconic- hafi haft augastað á Valitor og „hafi með kaupum sínum á hlutum í Arion þegar farið að huga að því hvernig unnt væri að ná undirtökum í Valitor“. Í öðru minnisblaði frá ráðherra frá 14. febrúar segir Bankasýslan að Arion banki gæti verið að fara á mis við 20 til 40 prósent af virði eignarhlutar síns í Valitor með því að greiða hlutabréf sín að stærstum hluta út í formi arðs í stað þess að selja allt hlutafé bankans í Valitor í opnu ferli líkt og ákjósanlegt væri.  
Auglýsing

Í umfjöllun Markaðarins kemur fram að meirihluti hluthafa Arion banka, Kaupþings og fyrrnefnds fjárfestahóp höfðu áform um að aðgreina kortafyrirtækið frá bankasamstæðunni áður en kæmi að hlutafjárútboði og skráningu bankans á markaði en andstaða innan stjórnkerfisins varð til þess að sú áform urðu að engu. Í bréfi sem Paul Copley, forstjóri Kaupþings, skrifaði Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna fjármálaráðherra 14. mars síðastliðinn kemur fram að Kaupþing telur stuðning ríksins nauðsynlegan til að tryggja vel heppnaða aðgreiningu í þessari stöðu. Vegna áhyggna stjórnvalda af arðgreiðslunni hefði Kaupþing því breytt afstöðu sinni og styddi ekki lengur áformin.


Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bankasýsla ríkisins gerir athugasemdir við söluferli Arion Banka en fulltrúi Bankasýslu ríksins í Arion banka krafðist þess í desember síðastliðnum að innri endurskoðandi Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í breska matvælaframleiðandanum Bakkavör. Banka­sýsla rík­is­ins mat svo að rík­is­sjóður hafi tapað 2,6 millj­örðum króna vegna þess hvernig staðin var að söl­unni, í gegnum óbeinan eign­ar­hlut sinn í Arion banka.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent