Bankasýsla ríkisins hótaði Arion banka lögbanni

Bankasýsla taldi arðgreiðslu á hlutabréfum Arion Banka til hluthafa brjóta í bágu við samningbundinn rétt ríksins.

20767550659_6c281d78d4_o.jpg
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins skoð­aði alvar­lega í byrjun árs­ins að krefj­ast lög­banns á arð­greiðslum á hluta­bréfum Arion banka í Valitor til hlut­hafa bank­ans. Stofn­unin taldi arð­greiðsl­una brjóta í bága við samn­ings­bund­inn rétt rík­is­ins sam­kvæmt hlut­hafa­sam­komu­lagi frá 2009. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylg­i­­riti Frétta­­blaðs­ins um við­­skipti og efna­hags­­mál, í dag. Er meðal ann­­ars vitnað til minn­is­­blaðs um þessi mál, sem blaðið fékk afhent frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu á grund­velli upp­­lýs­inga­laga.

­Banka­sýsla skrif­aði minn­is­blaðið til Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra þann 15. jan­úar síð­ast­lið­inn. Í minn­is­blað­inu segir að það hafi verið mat Banka­sýsl­unnar að fjár­festa­hóp­ur­inn sem keypti um 30 pró­senta hlut í Arion Banka í mars í fyrra- Gold­man Sachs og vog­un­ar­sjóð­irnir Attesor, Och- Ziff og Tacon­ic- hafi haft auga­stað á Valitor og „hafi með kaupum sínum á hlutum í Arion þegar farið að huga að því hvernig unnt væri að ná und­ir­tökum í Valitor“. Í öðru minn­is­blaði frá ráð­herra frá 14. febr­úar segir Banka­sýslan að Arion banki gæti verið að fara á mis við 20 til 40 pró­sent af virði eign­ar­hlutar síns í Valitor með því að greiða hluta­bréf sín að stærstum hluta út í formi arðs í stað þess að selja allt hlutafé bank­ans í Valitor í opnu ferli líkt og ákjós­an­legt væri.  

Auglýsing


Í umfjöllun Mark­að­ar­ins kemur fram að meiri­hluti hlut­hafa Arion banka, Kaup­þings og fyrr­nefnds fjár­festa­hóp höfðu áform um að aðgreina korta­fyr­ir­tækið frá banka­sam­stæð­unni áður en kæmi að hluta­fjár­út­boði og skrán­ingu bank­ans á mark­aði en and­staða innan stjórn­kerf­is­ins varð til þess að sú áform urðu að engu. Í bréfi sem Paul Cop­ley, for­stjóri Kaup­þings, skrif­aði Katrínu Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna fjár­mála­ráð­herra 14. mars síð­ast­lið­inn kemur fram að Kaup­þing telur stuðn­ing ríks­ins nauð­syn­legan til að tryggja vel heppn­aða aðgrein­ingu í þess­ari stöðu. Vegna áhyggna stjórn­valda af arð­greiðsl­unni hefði Kaup­þing því breytt afstöðu sinni og styddi ekki lengur áform­in.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Banka­sýsla rík­is­ins gerir athuga­semdir við sölu­ferli Arion Banka en full­trúi Banka­sýslu ríks­ins í Arion banka krafð­ist þess í des­em­ber síð­ast­liðnum að innri end­ur­skoð­andi Arion banka yrði falið að gera form­lega athugun á sölu bank­ans á hlut sínum í breska mat­væla­fram­leið­and­anum Bakka­vör. Banka­­sýsla rík­­is­ins mat svo að rík­­is­­sjóður hafi tapað 2,6 millj­­örðum króna vegna þess hvernig staðin var að söl­unni, í gegnum óbeinan eign­­ar­hlut sinn í Arion banka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent