Bankasýsla ríkisins hótaði Arion banka lögbanni

Bankasýsla taldi arðgreiðslu á hlutabréfum Arion Banka til hluthafa brjóta í bágu við samningbundinn rétt ríksins.

20767550659_6c281d78d4_o.jpg
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins skoð­aði alvar­lega í byrjun árs­ins að krefj­ast lög­banns á arð­greiðslum á hluta­bréfum Arion banka í Valitor til hlut­hafa bank­ans. Stofn­unin taldi arð­greiðsl­una brjóta í bága við samn­ings­bund­inn rétt rík­is­ins sam­kvæmt hlut­hafa­sam­komu­lagi frá 2009. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylg­i­­riti Frétta­­blaðs­ins um við­­skipti og efna­hags­­mál, í dag. Er meðal ann­­ars vitnað til minn­is­­blaðs um þessi mál, sem blaðið fékk afhent frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu á grund­velli upp­­lýs­inga­laga.

­Banka­sýsla skrif­aði minn­is­blaðið til Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra þann 15. jan­úar síð­ast­lið­inn. Í minn­is­blað­inu segir að það hafi verið mat Banka­sýsl­unnar að fjár­festa­hóp­ur­inn sem keypti um 30 pró­senta hlut í Arion Banka í mars í fyrra- Gold­man Sachs og vog­un­ar­sjóð­irnir Attesor, Och- Ziff og Tacon­ic- hafi haft auga­stað á Valitor og „hafi með kaupum sínum á hlutum í Arion þegar farið að huga að því hvernig unnt væri að ná und­ir­tökum í Valitor“. Í öðru minn­is­blaði frá ráð­herra frá 14. febr­úar segir Banka­sýslan að Arion banki gæti verið að fara á mis við 20 til 40 pró­sent af virði eign­ar­hlutar síns í Valitor með því að greiða hluta­bréf sín að stærstum hluta út í formi arðs í stað þess að selja allt hlutafé bank­ans í Valitor í opnu ferli líkt og ákjós­an­legt væri.  

Auglýsing


Í umfjöllun Mark­að­ar­ins kemur fram að meiri­hluti hlut­hafa Arion banka, Kaup­þings og fyrr­nefnds fjár­festa­hóp höfðu áform um að aðgreina korta­fyr­ir­tækið frá banka­sam­stæð­unni áður en kæmi að hluta­fjár­út­boði og skrán­ingu bank­ans á mark­aði en and­staða innan stjórn­kerf­is­ins varð til þess að sú áform urðu að engu. Í bréfi sem Paul Cop­ley, for­stjóri Kaup­þings, skrif­aði Katrínu Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna fjár­mála­ráð­herra 14. mars síð­ast­lið­inn kemur fram að Kaup­þing telur stuðn­ing ríks­ins nauð­syn­legan til að tryggja vel heppn­aða aðgrein­ingu í þess­ari stöðu. Vegna áhyggna stjórn­valda af arð­greiðsl­unni hefði Kaup­þing því breytt afstöðu sinni og styddi ekki lengur áform­in.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Banka­sýsla rík­is­ins gerir athuga­semdir við sölu­ferli Arion Banka en full­trúi Banka­sýslu ríks­ins í Arion banka krafð­ist þess í des­em­ber síð­ast­liðnum að innri end­ur­skoð­andi Arion banka yrði falið að gera form­lega athugun á sölu bank­ans á hlut sínum í breska mat­væla­fram­leið­and­anum Bakka­vör. Banka­­sýsla rík­­is­ins mat svo að rík­­is­­sjóður hafi tapað 2,6 millj­­örðum króna vegna þess hvernig staðin var að söl­unni, í gegnum óbeinan eign­­ar­hlut sinn í Arion banka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent