Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupir þrjár Bónusverslanir

Samningur vegna kaupa á þremur Bónusverslununum á Hallveigarstíg, í Faxafeni og Skeifunni hefur verið undirritaður og vinnur Samkeppniseftirlitið nú að því að meta hæfi kaupenda að eignunum.

bónus afgreiðslufólk
Auglýsing

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, er að ganga frá kaupum á þremur Bónusverslunum á höfuðborgarsvæðinu af smásölurisanum Högum. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins í dag.  

Í fréttinni segir að til standi að halda þar áfram sambærilegum rekstri en ekki liggi fyrir undir hvaða merki verslanirnar verða reknar.

„Þær Bónusverslanir sem um ræðir eru staðsettar á Hallveigarstíg, í Faxafeni og Skeifunni. Sala á verslunum var á meðal þeirra fjölmörgu skilyrða Samkeppniseftirlitsins sem Hagar samþykktu að undirgangast í síðasta mánuði í tengslum við kaup félagsins á Olís. Þá setti Samkeppniseftirlitið kaupunum einnig þau skilyrði að Högum yrði gert að selja fimm eldsneytisstöðvar Olís og ÓB,“ segir í fréttinni. 

Auglýsing

Samningur vegna kaupanna á Bónusverslununum hefur þegar verið undirritaður, samkvæmt fréttinni, en segir jafnframt að Samkeppniseftirlitið vinni nú að því að meta hæfi kaupenda að eignunum. Vonir standi til að því hæfismati verði lokið í síðasta lagi um miðjan nóvember næstkomandi.

Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleigenda 365 miðla en félaginu er einnig stýrt af eiginmanni hennar, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Í frétt Frétta­blaðs­ins frá því í gær segir að 365 miðlar hafi keypt ríf­lega þriggja pró­senta hlut í Högum og greitt fyrir það tæp­lega 1,8 millj­arða króna. Félög Ingi­bjargar áttu fyrir meira en tveggja pró­senta hlut í Hög­um. Frétta­blaðið segir að þau kaup hafi verið fjár­mögnuð af Kviku banka.

Hagar er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi. Krúnudjásn félagsins eru Bónusverslanirnar, sem eru með stærstu markaðshlutdeild í dagvöru á Íslandi. Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes Jónsson stofnuðu Bónus árið 1989 en misstu Haga úr höndum eftir hrunið og gjaldþrot Baugs Group, fjárfestingafélags fjölskyldunnar.

Kjarninn fjallaði ítarlega um endurkomu hjónanna inn í hluthafahóp Haga í fréttaskýringu fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent