Vilja auka eftirlitsheimildir vegna brotastarfsemi á vinnumarkaði

Ásmundur Einar Daðason vonast til að ný lög muni torvelda markvissa brotastarfsemi á vinnumarkaði.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, seg­ist binda vonir við að ný lög sem auka heim­ildir Vinnu­eft­ir­lits­ins og Vinnu­mála­stofn­unar við eft­ir­lit á vinnu­stöðum og veita víð­tæk­ari heim­ildir til að miðla upp­lýs­ingum sín á milli og til rík­is­skatt­stjóra og lög­reglu, muni tor­velda mark­vissa brota­starf­semi á vinnu­mark­aði. Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins.  

Ráð­herra segir að hátt­semi af því tagi, sem lýst var í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik í gær­kvöldi, verði að stöðva og draga þá sem brotin fremja til ábyrgð­ar.

Lögin sem ráð­herra vísar til eru lög um breyt­ingu á lögum um rétt­indi og skyldur erlendra fyr­ir­tækja sem senda starfs­menn tíma­bundið til Íslands og fleiri lögum sem sam­þykkt voru á Alþingi í júní síð­ast­liðnum og tóku gildi að fullu 1. ágúst. 

Auglýsing

Mark­mið lag­anna er að tryggja að laun og önnur starfs­kjör starfs­manna sem erlend fyr­ir­tæki senda tíma­bundið hingað til lands séu í sam­ræmi við íslensk lög og kjara­samn­inga og einnig að bæta yfir­sýn stjórn­valda yfir eðli og umfang þess­ara mála.

Nýju lögin eru sögð afrakstur sam­starfs stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins þar sem farið hafi verið yfir helstu brotala­mir sem eft­ir­lits­að­ilar höfðu rekið sig á við vinnu­staða­eft­ir­lit. Með þeim sé skerpt á heim­ildum Vinnu­mála­stofn­unar til eft­ir­lits með starfs­manna­leigum og ábyrgð þeirra sem nýta sér þær hér á landi, meðal ann­ars á lág­marks­launum auk­in. Auk þess sé kveðið á um greið­ari upp­lýs­inga­gjöf milli Vinnu­mála­stofn­unar og Vinnu­eft­ir­lits­ins og auknar heim­ildir þeirra til að miðla upp­lýs­ingum til rík­is­skatt­stjóra og lög­reglu þegar grunur leikur á félags­legum und­ir­boð­um.

Ásmundur Einar segir það hafa komið glöggt fram í frétta­skýr­inga­þætti RÚV í gær hvað þeir aðilar sem hafa skýran ásetn­ing um að brjóta á vinn­andi fólki beiti til þess marg­vís­legum aðferð­um. Brotin séu marg­vís­leg og sönn­un­ar­færslan geti verið flók­in. 

Í frétt ráðu­neyt­is­ins kemur fram að til þess að eft­ir­litið sé árang­urs­ríkt þurfi virkt sam­starf á mörgum svið­um, þvert á stofn­anir og milli margra ólíkra aðila. Ráð­herra segir það liggja ljóst fyrir að full­trúar atvinnu­rek­enda og launa­fólks séu á einu máli um að brot eins og hér um ræðir verði ekki liðin og vilj­inn til sam­starfs sé skýr. Hann seg­ist hafa vakið athygli á stöðu þess­ara mála í rík­is­stjórn þann 14. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og hafa gert til­lögu um aukna sam­vinnu eft­ir­lits­að­ila til að sporna gegn félags­legum und­ir­boðum á íslenskum vinnu­mark­aði.

Til sam­starfs í þessu skyni hefur ráð­herra kallað til Alþýðu­sam­band Ísland, atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti, Banda­lag háskóla­manna, BSRB, dóms­mála­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, Emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga, Sam­tök atvinnu­lífs­ins, Vinnu­eft­ir­litið og Vinnu­mála­stofn­un. 

Hlut­verk hóps­ins verður meðal ann­ars að leggja til leiðir sem væn­legar eru til árang­urs­rík­ara eft­ir­lits. Hópnum er einnig ætlað að leggja til sam­eig­in­leg mark­mið eft­ir­lits­að­ila á vinnu­mark­aði og skil­greina mæli­kvarða til að meta árang­ur­inn af þeim aðgerðum sem lagðar verða til. Gert er ráð fyrir að sam­starfs­hóp­ur­inn skili ráð­herra skýrslu fyrir 1. febr­úar á næsta ári, segir í frétt­inn­i. 

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent