Vilja auka eftirlitsheimildir vegna brotastarfsemi á vinnumarkaði

Ásmundur Einar Daðason vonast til að ný lög muni torvelda markvissa brotastarfsemi á vinnumarkaði.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, seg­ist binda vonir við að ný lög sem auka heim­ildir Vinnu­eft­ir­lits­ins og Vinnu­mála­stofn­unar við eft­ir­lit á vinnu­stöðum og veita víð­tæk­ari heim­ildir til að miðla upp­lýs­ingum sín á milli og til rík­is­skatt­stjóra og lög­reglu, muni tor­velda mark­vissa brota­starf­semi á vinnu­mark­aði. Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins.  

Ráð­herra segir að hátt­semi af því tagi, sem lýst var í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik í gær­kvöldi, verði að stöðva og draga þá sem brotin fremja til ábyrgð­ar.

Lögin sem ráð­herra vísar til eru lög um breyt­ingu á lögum um rétt­indi og skyldur erlendra fyr­ir­tækja sem senda starfs­menn tíma­bundið til Íslands og fleiri lögum sem sam­þykkt voru á Alþingi í júní síð­ast­liðnum og tóku gildi að fullu 1. ágúst. 

Auglýsing

Mark­mið lag­anna er að tryggja að laun og önnur starfs­kjör starfs­manna sem erlend fyr­ir­tæki senda tíma­bundið hingað til lands séu í sam­ræmi við íslensk lög og kjara­samn­inga og einnig að bæta yfir­sýn stjórn­valda yfir eðli og umfang þess­ara mála.

Nýju lögin eru sögð afrakstur sam­starfs stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins þar sem farið hafi verið yfir helstu brotala­mir sem eft­ir­lits­að­ilar höfðu rekið sig á við vinnu­staða­eft­ir­lit. Með þeim sé skerpt á heim­ildum Vinnu­mála­stofn­unar til eft­ir­lits með starfs­manna­leigum og ábyrgð þeirra sem nýta sér þær hér á landi, meðal ann­ars á lág­marks­launum auk­in. Auk þess sé kveðið á um greið­ari upp­lýs­inga­gjöf milli Vinnu­mála­stofn­unar og Vinnu­eft­ir­lits­ins og auknar heim­ildir þeirra til að miðla upp­lýs­ingum til rík­is­skatt­stjóra og lög­reglu þegar grunur leikur á félags­legum und­ir­boð­um.

Ásmundur Einar segir það hafa komið glöggt fram í frétta­skýr­inga­þætti RÚV í gær hvað þeir aðilar sem hafa skýran ásetn­ing um að brjóta á vinn­andi fólki beiti til þess marg­vís­legum aðferð­um. Brotin séu marg­vís­leg og sönn­un­ar­færslan geti verið flók­in. 

Í frétt ráðu­neyt­is­ins kemur fram að til þess að eft­ir­litið sé árang­urs­ríkt þurfi virkt sam­starf á mörgum svið­um, þvert á stofn­anir og milli margra ólíkra aðila. Ráð­herra segir það liggja ljóst fyrir að full­trúar atvinnu­rek­enda og launa­fólks séu á einu máli um að brot eins og hér um ræðir verði ekki liðin og vilj­inn til sam­starfs sé skýr. Hann seg­ist hafa vakið athygli á stöðu þess­ara mála í rík­is­stjórn þann 14. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og hafa gert til­lögu um aukna sam­vinnu eft­ir­lits­að­ila til að sporna gegn félags­legum und­ir­boðum á íslenskum vinnu­mark­aði.

Til sam­starfs í þessu skyni hefur ráð­herra kallað til Alþýðu­sam­band Ísland, atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti, Banda­lag háskóla­manna, BSRB, dóms­mála­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, Emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga, Sam­tök atvinnu­lífs­ins, Vinnu­eft­ir­litið og Vinnu­mála­stofn­un. 

Hlut­verk hóps­ins verður meðal ann­ars að leggja til leiðir sem væn­legar eru til árang­urs­rík­ara eft­ir­lits. Hópnum er einnig ætlað að leggja til sam­eig­in­leg mark­mið eft­ir­lits­að­ila á vinnu­mark­aði og skil­greina mæli­kvarða til að meta árang­ur­inn af þeim aðgerðum sem lagðar verða til. Gert er ráð fyrir að sam­starfs­hóp­ur­inn skili ráð­herra skýrslu fyrir 1. febr­úar á næsta ári, segir í frétt­inn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent