Alls segjast 43 prósent þeirra landsmanna sem taka afstöðu gagnvart því hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB) að nýju. Stuðningurinn hefur aukist um tvö og hálft prósentustig á einu ári. Það þýðir að 57 prósent landsmanna sem taka afstöðu eru á móti aðild. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland.
Þar kemur fram að yngsti aldurshópur landsmanna, 18 til 24 ára, er sá sem er líklegastur til að kjósa með aðild ef það yrði gert í dag, en 49 prósent aðspurðra í þeim hópi sögðust vera fylgjandi aðild.
Þeim sem vilja taka upp aðildarviðræður að nýja fjölgar líka og nú segjast 40 prósent allra sem svöruðu því játandi. Rúmlega 44 prósent voru andvígir því að hefja viðræður að nýju og um 15 prósent sögðust vera hlutlausir.
Mun fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru sem gjaldmiðil hérlendis (46 prósent) en á móti (36 prósent). Í tilkynningu frá Já Íslandi segir að þetta sé í fyrsta sinn frá því að hafið var að kanna viðhorf almennings til gjaldmiðilsins að fleiri eru fylgjandi því að taka upp evru heldur en að halda í krónuna.