Atvinnuleysi mælist nú 3,7 prósent í Bandaríkjunum og hefur ekki mælst minna í tæplega 50 ár, eða frá því árið 1969.
Í september mánuði urðu til 134 þúsund ný störf í Bandaríkjunum og hefur atvinnuleysi nú lækkað úr 4 prósent í 3,7 prósent á þremur mánuðum.
Samkvæmt umfjöllun New York Times þá gerir atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna ráð fyrir áframhaldandi kröftugum hagvexti í Bandaríkjunum.
Just out: 3.7% Unemployment is the lowest number since 1969!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti var fljótur að stökkv til að tísta um málið á Twitter aðgangi sínum, eins og hann hefur gert ítrekað undanförnu mánuði, en lítið atvinnuleysi í Bandaríkjunum og góðar hagvaxtarhorfur hafa verið honum ofarlega í huga undanfarið.