Bráðabirgðaleyfi fyrir fiskeldi verði möguleiki

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leggur fram frumvarp sem á að höggva á hnúta fyrir fiskeldi í sjó.

Kristján Þór Júlíusson
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, mun leggja fram á Alþingi frum­varp til laga um breyt­ingar á lögum um fisk­eldi, en sam­kvæmt því mun verða mögu­legt að veita rekstr­ar­leyfi til bráða­birgða fyrir fisk­eld­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu, en frum­varpið var kynnt á rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun. „Frum­varp­inu er ætlað að lag­færa ­með almennum hætti ann­marka á lögum um fisk­eldi til fram­tíð­ar. Sá ann­marki birt­ist í því að sam­kvæmt gild­andi lögum er eina úrræði Mat­væla­stofn­unar í þeim til­vikum sem rekstr­ar­leyfi fisk­eld­is­stöðvar er fellt úr gildi að stöðva starf­semi henn­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála felldi úr gildi rekstr­ar­leyfi og starfs­leyfi Fjarð­ar­lax og Arctic Sea til lax­eldis í sjó­kvíum í Pat­reks­firði og Tálkna­firði og vís­aði einnig frá beiðni fyr­ir­tækja um frestun rétt­ar­á­hrifa. Sam­tals voru leyfin upp á um 17.500 tonn, en sveit­ar­fé­lögin á starfs­svæði fyr­ir­tækj­anna hafa mót­mælt stöð­unni sem komin er upp og kraf­ist aðgerða. 

Auglýsing

Sam­kvæmt gild­andi lögum er rekstr­ar­leyfi Mat­væla­stofn­unar skil­yrði fyrir starf­rækslu fisk­eld­is­stöðva, sbr. 1. mgr. 4. gr. a. laga um fisk­eldi. Sam­kvæmt 21. gr. c. sömu laga skal Mat­væla­stofnun stöðva starf­semi fisk­eld­is­stöðvar sem rekin er án þess að rekstr­ar­leyfi sé í gildi.

Í til­kynn­ing­unni segir að með frum­varp­inu sé verið að gæta með­al­hófs.

„Rétt­ar­á­hrif þess að rekstr­ar­leyfi er fellt úr gildi, m.a. með nýlegum úrskurðum úrskurða­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála, eru því þau að Mat­væla­stofnun ber að stöðva þá starf­semi sem byggj­ast á leyfum sem úrskurð­irnir lutu að. Ákvæðið í 21. gr. c. er for­taks­laust. Til­gangur þess virð­ist, m.a. með hlið­sjón af orða­lagi þess, fyrst og fremst sá að tryggja Mat­væla­stofnun örugg stjórn­tæki til við­bragða ef fisk­eld­is­stöð yrði sett á fót án þess að leyfa fyrir starf­semi hennar hefði verið afl­að. Hin for­taks­lausa regla í 21. gr. c. á hins vegar ekki vel við ef rekstr­ar­leyfi fellur úr gildi m.a. vegna ann­marka á stjórn­sýslu leyf­is­út­gáf­unn­ar. Í slíkum til­vikum standa þvert á móti sterk rök til þess, m.a. sjón­ar­mið um með­al­hóf og um að kom­ist sé hjá óaft­ur­kræfri og hugs­an­lega óþarfri sóun verð­mæta, að stjórn­völdum sé með lögum veitt svig­rúm til að meta þá hags­muni sem um ræðir og m.a. hvaða úrræði eru best til þess fallin að ná fram réttri nið­ur­stöðu máls að lög­um. Frum­varpið gerir ráð fyrir að í þeim til­vikum er rekstr­ar­leyfi er fellt úr gildi geti ráð­herra að feng­inni umsögn Mat­væla­stofn­un­ar, enda mæli ríkar ástæður með, gefið út rekstr­ar­leyfi til bráða­birgða til allt að tíu mán­aða. Þá kemur fram í frum­varp­inu að ráð­herra geti sett rekstr­ar­leyfi til bráða­birgða þau skil­yrði sem þörf er á svo til­gangur leyf­is­ins náist, m.a. um sam­drátt þeirrar starf­semi sem þegar er fyrir hendi, um tíma­fresti vegna úrbóta eða ef um með­ferð máls fyrir dóm­stólum er að ræða,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent