Félagsbústaðir endurskoða starfsemi sína og innra eftirlit

Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti félagsins í kjölfar úttektar sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á 53 íbúðum Félagsbústaða við Írabakka í Reykjavík.

Írabakki
Írabakki
Auglýsing

Stjórn Félags­bú­staða hefur ákveðið að ráð­ast í gagn­gerar end­ur­bætur á starf­semi og innra eft­ir­liti félags­ins í kjöl­far úttektar sem gerð var vegna umfram­kostn­aðar við end­ur­bætur á 53 íbúðum Félags­bú­staða við Íra­bakka í Reykja­vík.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Félags­bú­stöðum sem send var út í dag. 

Í maí 2016 ósk­uðu stjórn og fram­kvæmda­stjóri Félags­bú­staða eftir því við innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borgar að hún gerði úttekt á við­halds­verk­efni félags­ins við Íra­bakka 2-16 á árunum 2012 til 2016. Fyrir lá að ýmsar brotala­mir höfðu verið á fram­kvæmd og skipu­lagi verk­efn­is­ins, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Skýrsla Innri end­ur­skoð­unar var nýlega kynnt fyrir stjórn og komu þar fram alvar­legar athuga­semdir við stjórn­hætti í tengslum við umrætt verk­efni. „Þrátt fyrir að und­an­farin ár hafi stjórn félag­ins átt í góðu sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra um marg­þættar úrbætur á rekstri félags­ins hefur fram­kvæmda­stjóri, í ljósi þeirra athuga­semda sem fram komu í skýrslu Innri end­ur­skoð­un­ar, kosið að segja starfi sínu lausu í þeirri von að sátt skap­ist um rekstur félags­ins og svig­rúm til frek­ari end­ur­bóta.“

Úttektin leiddi í ljós að á fjög­urra ára tíma­bili sem hún tók til sam­þykkti stjórn fram­kvæmdir fyrir 398 millj­ónir króna árið 2012 var farið af stað með við­halds­verk­efni upp á 44 millj­ónir króna til að skipta út glugg­um, ofnum og tré­verki á Íra­bakka 2-16, en fljót­lega kom í ljós að mun meira við­halds var þörf. Því sam­þykkti stjórn næstu fjögur ár fram­kvæmdir fyrir 398 millj­ónir króna. 

Heild­ar­kostn­aður 330 millj­ónir króna umfram heim­ildir

Heild­ar­kostn­aður Félags­bú­staða vegna þess­ara fram­kvæmda reynd­ist að lokum 728 millj­ónir króna sem er 330 millj­ónir króna umfram þær heim­ildir sem stjórnin veitti á fram­kvæmda­tím­anum og felur í sér 83 pró­sent fram­úr­keyrslu. Úttektin leiðir í ljós að skerpa þarf á verk­ferlum og setur Innri end­ur­skoðun Reykja­víkur fram marg­vís­legar ábend­ingar um hvernig bæta má innra eft­ir­lit Félags­bú­staða.

Stjórn Félags­bú­staða telur ábend­ingar Innri end­ur­skoð­unar gagn­legar og hefur sam­þykkt að vinna að úrbótum í sam­ræmi við þær. Sig­rún Árna­dótt­ir, fyrrum bæj­ar­stjóri í Sand­gerði og áður fram­kvæmda­stjóri Rauða kross Íslands, hefur verið ráð­inn sem starf­andi fram­kvæmda­stjóri þar til ráð­inn verður nýr fram­kvæmda­stjóri í kjöl­far aug­lýs­ing­ar. Hlut­verk Sig­rúnar verður að vinna með stjórn félags­ins að því að bæta verk­ferla og að hrinda úrbótum í fram­kvæmd sem koma fram í úttekt Innri end­ur­skoð­un­ar, segir jafn­framt í til­kynn­ing­unn­i. 

Meðal ábend­inga sem Innri end­ur­skoðun setur fram er að þegar fyr­ir­séð eru mikil frá­vik frá sam­þykktum áætl­unum beri að sækja form­lega um við­bót­ar­fjár­heim­ildir til stjórnar áður en stofnað er til útgjalda. Enn­fremur er áréttað að Félags­bú­stöðum beri að hlíta lögum um opin­ber inn­kaup og koma á inn­kaupa­ferli sem felur meðal ann­ars í sér að fram fari útboð þegar kostn­að­ar­á­ætlun fer yfir við­mið­un­ar­fjár­hæð­ir. Þá er bent á að stjórn Félags­bú­staða þurfi að setja félag­inu inn­kaupa­stefnu til að stuðla að góðri inn­kaupa­stjórn og eyða óvissu um verk­lag við inn­kaup.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent