Félagsbústaðir endurskoða starfsemi sína og innra eftirlit

Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti félagsins í kjölfar úttektar sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á 53 íbúðum Félagsbústaða við Írabakka í Reykjavík.

Írabakki
Írabakki
Auglýsing

Stjórn Félags­bú­staða hefur ákveðið að ráð­ast í gagn­gerar end­ur­bætur á starf­semi og innra eft­ir­liti félags­ins í kjöl­far úttektar sem gerð var vegna umfram­kostn­aðar við end­ur­bætur á 53 íbúðum Félags­bú­staða við Íra­bakka í Reykja­vík.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Félags­bú­stöðum sem send var út í dag. 

Í maí 2016 ósk­uðu stjórn og fram­kvæmda­stjóri Félags­bú­staða eftir því við innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borgar að hún gerði úttekt á við­halds­verk­efni félags­ins við Íra­bakka 2-16 á árunum 2012 til 2016. Fyrir lá að ýmsar brotala­mir höfðu verið á fram­kvæmd og skipu­lagi verk­efn­is­ins, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Skýrsla Innri end­ur­skoð­unar var nýlega kynnt fyrir stjórn og komu þar fram alvar­legar athuga­semdir við stjórn­hætti í tengslum við umrætt verk­efni. „Þrátt fyrir að und­an­farin ár hafi stjórn félag­ins átt í góðu sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra um marg­þættar úrbætur á rekstri félags­ins hefur fram­kvæmda­stjóri, í ljósi þeirra athuga­semda sem fram komu í skýrslu Innri end­ur­skoð­un­ar, kosið að segja starfi sínu lausu í þeirri von að sátt skap­ist um rekstur félags­ins og svig­rúm til frek­ari end­ur­bóta.“

Úttektin leiddi í ljós að á fjög­urra ára tíma­bili sem hún tók til sam­þykkti stjórn fram­kvæmdir fyrir 398 millj­ónir króna árið 2012 var farið af stað með við­halds­verk­efni upp á 44 millj­ónir króna til að skipta út glugg­um, ofnum og tré­verki á Íra­bakka 2-16, en fljót­lega kom í ljós að mun meira við­halds var þörf. Því sam­þykkti stjórn næstu fjögur ár fram­kvæmdir fyrir 398 millj­ónir króna. 

Heild­ar­kostn­aður 330 millj­ónir króna umfram heim­ildir

Heild­ar­kostn­aður Félags­bú­staða vegna þess­ara fram­kvæmda reynd­ist að lokum 728 millj­ónir króna sem er 330 millj­ónir króna umfram þær heim­ildir sem stjórnin veitti á fram­kvæmda­tím­anum og felur í sér 83 pró­sent fram­úr­keyrslu. Úttektin leiðir í ljós að skerpa þarf á verk­ferlum og setur Innri end­ur­skoðun Reykja­víkur fram marg­vís­legar ábend­ingar um hvernig bæta má innra eft­ir­lit Félags­bú­staða.

Stjórn Félags­bú­staða telur ábend­ingar Innri end­ur­skoð­unar gagn­legar og hefur sam­þykkt að vinna að úrbótum í sam­ræmi við þær. Sig­rún Árna­dótt­ir, fyrrum bæj­ar­stjóri í Sand­gerði og áður fram­kvæmda­stjóri Rauða kross Íslands, hefur verið ráð­inn sem starf­andi fram­kvæmda­stjóri þar til ráð­inn verður nýr fram­kvæmda­stjóri í kjöl­far aug­lýs­ing­ar. Hlut­verk Sig­rúnar verður að vinna með stjórn félags­ins að því að bæta verk­ferla og að hrinda úrbótum í fram­kvæmd sem koma fram í úttekt Innri end­ur­skoð­un­ar, segir jafn­framt í til­kynn­ing­unn­i. 

Meðal ábend­inga sem Innri end­ur­skoðun setur fram er að þegar fyr­ir­séð eru mikil frá­vik frá sam­þykktum áætl­unum beri að sækja form­lega um við­bót­ar­fjár­heim­ildir til stjórnar áður en stofnað er til útgjalda. Enn­fremur er áréttað að Félags­bú­stöðum beri að hlíta lögum um opin­ber inn­kaup og koma á inn­kaupa­ferli sem felur meðal ann­ars í sér að fram fari útboð þegar kostn­að­ar­á­ætlun fer yfir við­mið­un­ar­fjár­hæð­ir. Þá er bent á að stjórn Félags­bú­staða þurfi að setja félag­inu inn­kaupa­stefnu til að stuðla að góðri inn­kaupa­stjórn og eyða óvissu um verk­lag við inn­kaup.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent