Formaður SUS krefst lögbanns á vefinn Tekjur.is

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur farið fram á að lögbann verði sett á starfsemi vefs sem birtir upplýsingar úr landsmenn unnar upp úr skattskrá.

Tekjur.is Ingvar Smári
Auglýsing

Ingvar Smári Birg­is­son, for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna, hefur gert kröfu um að lög­bann verði sett á vef­inn Tekj­ur.­is. Auk þess hefur form­leg kvörtun borist Per­sónu­vernd frá almanna­tengl­inum Björg­vini Guð­munds­syni vegna máls­ins. 

Í yfir­lýs­ingu frá Ingvari Smára seg­ir: „Ég tel að birt­ing fjár­hags­upp­lýs­inga allra skatt­greið­enda á vefnum Tekj­ur.is ­feli í sér ómak­lega aðför að stjórn­ar­skrár­vörðum rétti almenn­ings til frið­helgis einka­lífs. Með starf­rækslu vefs­ins er að mínu mati farið út fyrir heim­ildir þeirra ákvæða sem hafa legið að baki opin­berri umfjöllun um laun og skatt­greiðslur Íslend­inga í gegnum árin. Í ljósi þess tel ég rétt að sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu leggi lög­bann við vinnslu Visku­brunns ehf. á fjár­hags­upp­lýs­ingum Íslend­inga og að félag­inu verði gert að afmá upp­lýs­ing­arnar af vef­síðu sinn­i, tekj­ur.is. Í kjöl­farið sé svo hægt að takast á við um lög­mæti lög­banns­ins fyrir dóm­stól­u­m.“

Í til­kynn­ingu frá Jóni R. Arn­ar­syni, stjórn­ar­for­manni Visku­brunns ehf. sem setti upp og rekur vef­inn, sem send var út á föstu­dag sagði að fyr­ir­tækið hafi verið stofnað til að „stuðla að gagn­sæi og sam­ræmi í umfjöllun um skatta­mál. Þannig eru ekki birtar upp­lýs­ingar um þröngan hóp val­inna ein­stak­linga, heldur er not­endum síð­unnar í sjálfs­vald sett hvaða upp­lýs­ingar þeir kynna sér. Upp­lýs­ing­arnar á Tekj­ur.is eru end­an­legar upp­lýs­ingar um fram­taldar tekj­ur. Þar eru ekki birtar bráða­birgða­upp­lýs­ingar eða áætl­anir eins og hingað til hefur tíðkast í tekju­blöð­u­m.“

Byggja á lögum frá 1984

Upp­lýs­ingar um það hvernig tekjur fólks skiptast, og tæm­andi upp­lýs­ingar um hverjir borga hvað í skatta, er hægt að finna í svo­kall­aðri skatt­skrá. Í vor var skatt­skráin fyrir árið 2017 gerð opin­ber. Í henni er að finna nið­ur­brot á öllum skatt­greiðslum ein­stak­linga – tekju­skatt, útsvar og fjár­magnstekju­skatt – vegna árs­ins 2016. Þessar upp­lýs­ing­ar, sem eru gerðar aðgengi­legar af rík­is­skatt­stjóra, er heim­ilt að birta opin­ber­lega sam­kvæmt annarri máls­grein 98. greinar laga um tekju­skatt sem sett voru 1984. Þar seg­ir: „Heimil er opin­ber birt­ing á þeim upp­lýs­ingum um álagða skatta, sem fram koma í skatt­skrá, svo og útgáfa þeirra upp­lýs­inga í heild eða að hluta.“

Auglýsing
Ingvar Smári er þessu ósam­mála og segir í yfir­lýs­ingu sinni að sterk rök megi „færa fyrir því að sala á aðgangi að gagna­grunni sem inni­heldur upp­lýs­ingar um skatt­greiðslur allra lands­manna sé lög­brot. Per­sónu­vernd hefur áður fall­ist á að birt­ing upp­lýs­inga úr skatt­skrá Rík­is­skatt­stjóra, mjög svipuð þeirri sem á sér stað á tekj­ur.is, sé ólög­mæt. Þá verður að hafa í huga að ákvæði það sem Visku­brunnur ehf. ber fyrir sig, 2. mgr. 98. gr. tekju­skatts­laga, var lög­fest fyrir tíma inter­nets­ins. Um er að ræða ákvæði sem felur í sér tak­mörkun á borg­ara­legum rétt­indum og því sé rétt að skýra það þröngt, þannig að gild­is­svið ákvæð­is­ins sé tak­markað sem mest. Enn fremur hefur rétt­ar­vernd almenn­ings gagn­vart notkun á per­sónu­upp­lýs­ingum þeirra verið styrkt til muna með til­komu nýrra laga um Per­sónu­vernd.

Verði ekki fall­ist á lög­bann verður tekið til skoð­unar að leita álits dóm­stóla á því hvort vegi hærra, réttur almenn­ings til frið­helgis einka­lífs eða réttur almenn­ings til þess að starf­rækja gagna­grunn á inter­net­inu sem inni­heldur upp­lýs­ingar um laun og skatt­greiðslur skatt­greið­enda.“

Tekju­hæstu borga ekki hæstu skatt­ana

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um efni skatt­skrá­ar­innar í frétta­skýr­ingu sem birt­ist síð­ast­lið­inn föstu­dag. Þar kom meðal ann­ars fram að 137 Íslend­ingar voru með fjár­magnstekjur yfir 100 millj­ónum króna á árinu 2016, 54 voru með yfir 200 millj­ónir króna í slíkar tekjur og 33 þén­uðu yfir 300 millj­ónir króna á þann hátt. Alls voru fjár­magnstekjur 22 ein­stak­linga yfir 400 millj­ónir króna á árinu 2016 og 16 voru með yfir hálfan millj­arð króna í slíkar tekj­ur.

Sex Íslend­ingar þén­uðu meira en millj­arð króna í fjár­magnstekjur á árinu 2016, þrír yfir tvo millj­arða króna og tveir voru með yfir þrjá millj­arða króna í fjár­magnstekj­ur.

Þorri þeirra sem voru með hæstar fjár­magnstekjur á árinu 2016 seldu hluti í fyr­ir­tækjum sem þau áttu í á því ári. Ef ein­stak­lingur er með þorra tekna sinna í formi fjár­magnstekna þá borgar hann mun minna hlut­fall af tekjum sínum til rík­is­sjóðs en ef hann er með þær í formi launa­tekna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent