Formaður SUS krefst lögbanns á vefinn Tekjur.is

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur farið fram á að lögbann verði sett á starfsemi vefs sem birtir upplýsingar úr landsmenn unnar upp úr skattskrá.

Tekjur.is Ingvar Smári
Auglýsing

Ingvar Smári Birg­is­son, for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna, hefur gert kröfu um að lög­bann verði sett á vef­inn Tekj­ur.­is. Auk þess hefur form­leg kvörtun borist Per­sónu­vernd frá almanna­tengl­inum Björg­vini Guð­munds­syni vegna máls­ins. 

Í yfir­lýs­ingu frá Ingvari Smára seg­ir: „Ég tel að birt­ing fjár­hags­upp­lýs­inga allra skatt­greið­enda á vefnum Tekj­ur.is ­feli í sér ómak­lega aðför að stjórn­ar­skrár­vörðum rétti almenn­ings til frið­helgis einka­lífs. Með starf­rækslu vefs­ins er að mínu mati farið út fyrir heim­ildir þeirra ákvæða sem hafa legið að baki opin­berri umfjöllun um laun og skatt­greiðslur Íslend­inga í gegnum árin. Í ljósi þess tel ég rétt að sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu leggi lög­bann við vinnslu Visku­brunns ehf. á fjár­hags­upp­lýs­ingum Íslend­inga og að félag­inu verði gert að afmá upp­lýs­ing­arnar af vef­síðu sinn­i, tekj­ur.is. Í kjöl­farið sé svo hægt að takast á við um lög­mæti lög­banns­ins fyrir dóm­stól­u­m.“

Í til­kynn­ingu frá Jóni R. Arn­ar­syni, stjórn­ar­for­manni Visku­brunns ehf. sem setti upp og rekur vef­inn, sem send var út á föstu­dag sagði að fyr­ir­tækið hafi verið stofnað til að „stuðla að gagn­sæi og sam­ræmi í umfjöllun um skatta­mál. Þannig eru ekki birtar upp­lýs­ingar um þröngan hóp val­inna ein­stak­linga, heldur er not­endum síð­unnar í sjálfs­vald sett hvaða upp­lýs­ingar þeir kynna sér. Upp­lýs­ing­arnar á Tekj­ur.is eru end­an­legar upp­lýs­ingar um fram­taldar tekj­ur. Þar eru ekki birtar bráða­birgða­upp­lýs­ingar eða áætl­anir eins og hingað til hefur tíðkast í tekju­blöð­u­m.“

Byggja á lögum frá 1984

Upp­lýs­ingar um það hvernig tekjur fólks skiptast, og tæm­andi upp­lýs­ingar um hverjir borga hvað í skatta, er hægt að finna í svo­kall­aðri skatt­skrá. Í vor var skatt­skráin fyrir árið 2017 gerð opin­ber. Í henni er að finna nið­ur­brot á öllum skatt­greiðslum ein­stak­linga – tekju­skatt, útsvar og fjár­magnstekju­skatt – vegna árs­ins 2016. Þessar upp­lýs­ing­ar, sem eru gerðar aðgengi­legar af rík­is­skatt­stjóra, er heim­ilt að birta opin­ber­lega sam­kvæmt annarri máls­grein 98. greinar laga um tekju­skatt sem sett voru 1984. Þar seg­ir: „Heimil er opin­ber birt­ing á þeim upp­lýs­ingum um álagða skatta, sem fram koma í skatt­skrá, svo og útgáfa þeirra upp­lýs­inga í heild eða að hluta.“

Auglýsing
Ingvar Smári er þessu ósam­mála og segir í yfir­lýs­ingu sinni að sterk rök megi „færa fyrir því að sala á aðgangi að gagna­grunni sem inni­heldur upp­lýs­ingar um skatt­greiðslur allra lands­manna sé lög­brot. Per­sónu­vernd hefur áður fall­ist á að birt­ing upp­lýs­inga úr skatt­skrá Rík­is­skatt­stjóra, mjög svipuð þeirri sem á sér stað á tekj­ur.is, sé ólög­mæt. Þá verður að hafa í huga að ákvæði það sem Visku­brunnur ehf. ber fyrir sig, 2. mgr. 98. gr. tekju­skatts­laga, var lög­fest fyrir tíma inter­nets­ins. Um er að ræða ákvæði sem felur í sér tak­mörkun á borg­ara­legum rétt­indum og því sé rétt að skýra það þröngt, þannig að gild­is­svið ákvæð­is­ins sé tak­markað sem mest. Enn fremur hefur rétt­ar­vernd almenn­ings gagn­vart notkun á per­sónu­upp­lýs­ingum þeirra verið styrkt til muna með til­komu nýrra laga um Per­sónu­vernd.

Verði ekki fall­ist á lög­bann verður tekið til skoð­unar að leita álits dóm­stóla á því hvort vegi hærra, réttur almenn­ings til frið­helgis einka­lífs eða réttur almenn­ings til þess að starf­rækja gagna­grunn á inter­net­inu sem inni­heldur upp­lýs­ingar um laun og skatt­greiðslur skatt­greið­enda.“

Tekju­hæstu borga ekki hæstu skatt­ana

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um efni skatt­skrá­ar­innar í frétta­skýr­ingu sem birt­ist síð­ast­lið­inn föstu­dag. Þar kom meðal ann­ars fram að 137 Íslend­ingar voru með fjár­magnstekjur yfir 100 millj­ónum króna á árinu 2016, 54 voru með yfir 200 millj­ónir króna í slíkar tekjur og 33 þén­uðu yfir 300 millj­ónir króna á þann hátt. Alls voru fjár­magnstekjur 22 ein­stak­linga yfir 400 millj­ónir króna á árinu 2016 og 16 voru með yfir hálfan millj­arð króna í slíkar tekj­ur.

Sex Íslend­ingar þén­uðu meira en millj­arð króna í fjár­magnstekjur á árinu 2016, þrír yfir tvo millj­arða króna og tveir voru með yfir þrjá millj­arða króna í fjár­magnstekj­ur.

Þorri þeirra sem voru með hæstar fjár­magnstekjur á árinu 2016 seldu hluti í fyr­ir­tækjum sem þau áttu í á því ári. Ef ein­stak­lingur er með þorra tekna sinna í formi fjár­magnstekna þá borgar hann mun minna hlut­fall af tekjum sínum til rík­is­sjóðs en ef hann er með þær í formi launa­tekna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent