Formaður SUS krefst lögbanns á vefinn Tekjur.is

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur farið fram á að lögbann verði sett á starfsemi vefs sem birtir upplýsingar úr landsmenn unnar upp úr skattskrá.

Tekjur.is Ingvar Smári
Auglýsing

Ingvar Smári Birg­is­son, for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna, hefur gert kröfu um að lög­bann verði sett á vef­inn Tekj­ur.­is. Auk þess hefur form­leg kvörtun borist Per­sónu­vernd frá almanna­tengl­inum Björg­vini Guð­munds­syni vegna máls­ins. 

Í yfir­lýs­ingu frá Ingvari Smára seg­ir: „Ég tel að birt­ing fjár­hags­upp­lýs­inga allra skatt­greið­enda á vefnum Tekj­ur.is ­feli í sér ómak­lega aðför að stjórn­ar­skrár­vörðum rétti almenn­ings til frið­helgis einka­lífs. Með starf­rækslu vefs­ins er að mínu mati farið út fyrir heim­ildir þeirra ákvæða sem hafa legið að baki opin­berri umfjöllun um laun og skatt­greiðslur Íslend­inga í gegnum árin. Í ljósi þess tel ég rétt að sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu leggi lög­bann við vinnslu Visku­brunns ehf. á fjár­hags­upp­lýs­ingum Íslend­inga og að félag­inu verði gert að afmá upp­lýs­ing­arnar af vef­síðu sinn­i, tekj­ur.is. Í kjöl­farið sé svo hægt að takast á við um lög­mæti lög­banns­ins fyrir dóm­stól­u­m.“

Í til­kynn­ingu frá Jóni R. Arn­ar­syni, stjórn­ar­for­manni Visku­brunns ehf. sem setti upp og rekur vef­inn, sem send var út á föstu­dag sagði að fyr­ir­tækið hafi verið stofnað til að „stuðla að gagn­sæi og sam­ræmi í umfjöllun um skatta­mál. Þannig eru ekki birtar upp­lýs­ingar um þröngan hóp val­inna ein­stak­linga, heldur er not­endum síð­unnar í sjálfs­vald sett hvaða upp­lýs­ingar þeir kynna sér. Upp­lýs­ing­arnar á Tekj­ur.is eru end­an­legar upp­lýs­ingar um fram­taldar tekj­ur. Þar eru ekki birtar bráða­birgða­upp­lýs­ingar eða áætl­anir eins og hingað til hefur tíðkast í tekju­blöð­u­m.“

Byggja á lögum frá 1984

Upp­lýs­ingar um það hvernig tekjur fólks skiptast, og tæm­andi upp­lýs­ingar um hverjir borga hvað í skatta, er hægt að finna í svo­kall­aðri skatt­skrá. Í vor var skatt­skráin fyrir árið 2017 gerð opin­ber. Í henni er að finna nið­ur­brot á öllum skatt­greiðslum ein­stak­linga – tekju­skatt, útsvar og fjár­magnstekju­skatt – vegna árs­ins 2016. Þessar upp­lýs­ing­ar, sem eru gerðar aðgengi­legar af rík­is­skatt­stjóra, er heim­ilt að birta opin­ber­lega sam­kvæmt annarri máls­grein 98. greinar laga um tekju­skatt sem sett voru 1984. Þar seg­ir: „Heimil er opin­ber birt­ing á þeim upp­lýs­ingum um álagða skatta, sem fram koma í skatt­skrá, svo og útgáfa þeirra upp­lýs­inga í heild eða að hluta.“

Auglýsing
Ingvar Smári er þessu ósam­mála og segir í yfir­lýs­ingu sinni að sterk rök megi „færa fyrir því að sala á aðgangi að gagna­grunni sem inni­heldur upp­lýs­ingar um skatt­greiðslur allra lands­manna sé lög­brot. Per­sónu­vernd hefur áður fall­ist á að birt­ing upp­lýs­inga úr skatt­skrá Rík­is­skatt­stjóra, mjög svipuð þeirri sem á sér stað á tekj­ur.is, sé ólög­mæt. Þá verður að hafa í huga að ákvæði það sem Visku­brunnur ehf. ber fyrir sig, 2. mgr. 98. gr. tekju­skatts­laga, var lög­fest fyrir tíma inter­nets­ins. Um er að ræða ákvæði sem felur í sér tak­mörkun á borg­ara­legum rétt­indum og því sé rétt að skýra það þröngt, þannig að gild­is­svið ákvæð­is­ins sé tak­markað sem mest. Enn fremur hefur rétt­ar­vernd almenn­ings gagn­vart notkun á per­sónu­upp­lýs­ingum þeirra verið styrkt til muna með til­komu nýrra laga um Per­sónu­vernd.

Verði ekki fall­ist á lög­bann verður tekið til skoð­unar að leita álits dóm­stóla á því hvort vegi hærra, réttur almenn­ings til frið­helgis einka­lífs eða réttur almenn­ings til þess að starf­rækja gagna­grunn á inter­net­inu sem inni­heldur upp­lýs­ingar um laun og skatt­greiðslur skatt­greið­enda.“

Tekju­hæstu borga ekki hæstu skatt­ana

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um efni skatt­skrá­ar­innar í frétta­skýr­ingu sem birt­ist síð­ast­lið­inn föstu­dag. Þar kom meðal ann­ars fram að 137 Íslend­ingar voru með fjár­magnstekjur yfir 100 millj­ónum króna á árinu 2016, 54 voru með yfir 200 millj­ónir króna í slíkar tekjur og 33 þén­uðu yfir 300 millj­ónir króna á þann hátt. Alls voru fjár­magnstekjur 22 ein­stak­linga yfir 400 millj­ónir króna á árinu 2016 og 16 voru með yfir hálfan millj­arð króna í slíkar tekj­ur.

Sex Íslend­ingar þén­uðu meira en millj­arð króna í fjár­magnstekjur á árinu 2016, þrír yfir tvo millj­arða króna og tveir voru með yfir þrjá millj­arða króna í fjár­magnstekj­ur.

Þorri þeirra sem voru með hæstar fjár­magnstekjur á árinu 2016 seldu hluti í fyr­ir­tækjum sem þau áttu í á því ári. Ef ein­stak­lingur er með þorra tekna sinna í formi fjár­magnstekna þá borgar hann mun minna hlut­fall af tekjum sínum til rík­is­sjóðs en ef hann er með þær í formi launa­tekna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021
Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.
Kjarninn 1. október 2020
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi
Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.
Kjarninn 1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
Kjarninn 1. október 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn hafa verið mismunandi sýnilegir vegna COVID-19. Svandís Svavarsdóttir nýtur nú meira trausts en áður, Katrín Jakobsdóttir stendur í stað en traust til Lilju Alfreðsdóttur hefur helmingast á rúmu ári.
Katrín nýtur mest trausts en traust til Lilju helmingast milli ára
Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins raða sér í þrjú efstu sætin yfir þá ráðherra sem landsmenn treysta síst. Þeim fækkar sem segjast treysta Lilju Alfreðsdóttur mest en fjölgar sem nefna Svandísi Svavarsdóttur eða Sigurð Inga Jóhannsson.
Kjarninn 1. október 2020
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent