Leggja til skýrari reglur um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna

Markmiðið með nýju frumvarpi er að kveða á um að meginreglan sé sú að opinberir starfsmenn njóti tjáningarfrelsis og að það verði aðeins takmarkað þegar þörf krefur og þá samkvæmt skýrum og fyrirsjáanlegum lagaákvæðum.

Suss
Auglýsing

Nýtt frum­varp liggur nú fyrir þar sem lagt er til að settar verði skýrar reglur um tján­ing­ar­frelsi og þagn­ar­skyldu opin­berra starfs­manna í sér­stökum kafla sem bæt­ist við stjórn­sýslu­lög­in. Mark­miðið er að kveða á um að meg­in­reglan sé sú að opin­berir starfs­menn njóti tján­ing­ar­frels­is. Það verði aðeins tak­markað þegar þörf krefur og þá sam­kvæmt skýrum og fyr­ir­sjá­an­legum laga­á­kvæð­um. Frum­varpið hefur einnig að geyma nýmæli um það hvenær stjórn­völdum er heim­ilt að miðla per­sónu­upp­lýs­ingum sem þagn­ar­skylda ríkir um til ann­arra stjórn­valda.

Frum­varpið er komið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda en umsagn­ar­frestur er til 12. nóv­em­ber næst­kom­and­i. 

Í frum­varp­inu segir að mark­mið þess sé ekki að auka við þagn­ar­skyldu eða leggja á frek­ari þagn­ar­skyldu. Með frum­varp­inu sé fyrst og fremst stefnt að því að þagn­ar­skyldu­reglur verði skýr­ari, sam­ræmd­ari og ein­fald­ari. Flóknar og óljósar þagn­ar­skyldu­reglur geti gert opin­berum starfs­mönnum erfitt um vik að nýta tján­ing­ar­frelsi sitt og eru skýrar þagn­ar­skyldu­reglur því mik­il­væg for­senda tján­ing­ar­frels­is.

Auglýsing

Frelsi til að tjá sig opin­ber­lega

Lagt er til að hver sá, sem starfar á vegum ríkis eða sveit­ar­fé­laga, hafi frelsi til að tjá sig opin­ber­lega um atriði er tengj­ast starfi hans, svo fremi sem þagn­ar­skylda eða trún­að­ar- og holl­ustu­skyldur standi því ekki í vegi. Undir þagn­ar­skyldu falli ekki upp­lýs­ingar um lög­brot eða aðra ámæl­is­verða hátt­semi starfs­manna stjórn­valda.

Enn fremur er lagt til að hver sá, sem starfar á vegum ríkis eða sveit­ar­fé­laga, sé bund­inn þagn­ar­skyldu um upp­lýs­ingar sem auð­kenndar eru sem trún­að­ar­mál á grund­velli laga eða ann­arra reglna, eða þegar það er að öðru leyti nauð­syn­legt að halda þeim leyndum til að vernda veru­lega opin­bera- eða einka­hags­muni.

Fimm frum­vörpum skilað til for­sæt­is­ráð­herra

Fimm frum­vörpum til laga um umbætur á lög­gjöf á sviði tján­ing­ar-, fjöl­miðla- og upp­lýs­inga­frels­is hefur verið skilað til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra en sér­stök nefnd sem vann að mál­unum kynnti afrakstur vinnu sinnar í fyrri áfanga nefnd­ar­starfs­ins á blaða­manna­fundi í dag í Þjóð­minja­safn­inu.

Nefnd­ina skipa: 

  • Eiríkur Jóns­son, pró­fess­or, for­mað­ur.

  • Páll Þór­halls­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, vara­for­mað­ur.

  • Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður International Modern Media Ini­ti­ati­ve.

  • Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands.

  • Sig­ríður Rut Júl­í­us­dótt­ir, hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur.

  • Elísa­bet Gísla­dótt­ir, lög­fræð­ingur í dóms­mála­ráðu­neyt­inu.

  • Þröstur Freyr Gylfa­son, sér­fræð­ingur í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu.

  • Elísa­bet Pét­urs­dótt­ir, lög­fræð­ingur í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu.

Var nefnd­inni meðal ann­ars falið að vinna frekar afurðir stýri­hóps sem skip­aður var í kjöl­far þings­á­lykt­unar um að Ísland skapi sér afger­andi laga­lega sér­stöðu varð­andi vernd tján­ing­ar- og upp­lýs­inga­frels­is. Þá skyldi nefndin fara yfir fyr­ir­liggj­andi til­lögur á þessu sviði, auk þess að meta hverjar aðrar laga­breyt­ingar kunni að vera æski­leg­ar. 

Gert var ráð fyrir því að nefndin skil­aði einkum af sér í formi laga­frum­varpa og eftir atvikum ann­arra und­ir­bún­ings­skjala laga­setn­ing­ar. Var henni falið að skila af sér í tveimur skref­um. Þannig skyldi til­teknum þáttum lokið fyrir 1. októ­ber á þessu ári en öðrum fyrir 1. mars á því næsta. Þann 26. sept­em­ber síð­ast­lið­inn skil­aði nefndin af sér fyrri hluta vinnu sinn­ar. Meðal afurð­anna var frum­varp til laga um tján­ing­ar­frelsi og þagn­ar­skyldu opin­berra starfs­manna.

Vildu huga að vernd heim­ilda­manna

Mat flutn­ings­manna fyrr­nefndrar þings­á­lykt­un­ar­til­lögu var að nauð­syn­legt væri að gera til­teknar laga­breyt­ingar til að hrinda efni til­lög­unnar í fram­kvæmd, þar á meðal að huga að vernd heim­ild­ar­manna, sem er eitt af grund­vall­ar­skil­yrðum þess að fjöl­miðlar geti lagt sitt af mörkum til lýð­ræð­is­þjóð­fé­lags­ins og einn af horn­steinum tján­ing­ar­frelsis þeirra. 

Enn fremur var lagt til að gerðar yrðu til­lögur um vernd afhjúpenda en fyr­ir­mynd að slíkri lög­gjöf sé að finna í ýmsum nágranna­ríkjum Íslands. Til­gang­ur­inn með slíkri vernd er að vernda afhjúpendur þegar þeir koma fram með upp­lýs­ingar sem eiga erindi til alls almenn­ings. Tóku flutn­ings­menn fram að til greina kæmi að breyta ákvæðum um þagn­ar­skyldu í lögum um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins í því skyn­i. 

„Skýrar reglur um þagn­ar­skyldu opin­berra starfs­manna eru mik­il­vægur liður í því að tryggja fram­an­greind atriði og stöðu afhjúpenda og brýnt er að afmarka nánar til hvaða atriða þagn­ar­skylda opin­berra starfs­manna nær hverju sinn­i,“ segir í frum­varp­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent