Netflix vex og vex

Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.

netflix
Auglýsing

Net­flix kom fjár­festum í opna skjöldu í dag með nýjum tölum sem sýndu mik­inn vöxt áskrif­enda. Þeir eru nú orðnir tæp­lega 140 millj­ónir um allan heim. 

Tæp­lega sjö millj­ónir áskrif­enda bætt­ust við frá júlí og fram til loka sept­em­ber, að því er segir í umfjöllun Wall Street Journal

Mark­aðsvirði félags­ins hefur auk­ist ævin­týra­lega á und­an­förnum árum, en það er nú tæp­lega 160 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 20 þús­und millj­örðum króna. 

Auglýsing

Net­flix hyggst halda áfram miklum vexti þegar kemur að fram­leiðslu á sjón­varps­þáttum og kvik­mynd­um, en í heild verður vöxt­ur­inn meira en 4 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 500 millj­örðum króna, á þessu ári. Það þýðir að Net­flix er nú farið að nálg­ast umfang fram­leiðsl­unnar hjá Amazon og HBO, helstu keppi­naut­unum þegar kemur að efn­isveit­u­m. 

Net­flix var upp­haf­lega stofnað árið 1997 hefur hin síð­ari ár, vaxið hratt eftir að fyr­ir­tækið hóf að sækja á alþjóða­markað með ein­falda vöru; áskrift að efn­isveitu á net­inu, þar sem finna má fjöl­breytt sjón­varps­efn­i. 

Eitt vin­sælasta efnið sem Net­flix hefur fram­leitt eru þættir um fíkni­efna­stríðið í Kol­umbíu, Narcos. Fjórða sería er nú vænt­an­leg, 17. nóv­em­ber.Tug­þús­undir áskrif­enda efn­isveit­unnar eru á Íslandi, en kann­anir hafa sýnt að allt að 80 þús­und séu með áskrift af Net­fl­ix.

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiErlent