Netflix vex og vex

Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.

netflix
Auglýsing

Net­flix kom fjár­festum í opna skjöldu í dag með nýjum tölum sem sýndu mik­inn vöxt áskrif­enda. Þeir eru nú orðnir tæp­lega 140 millj­ónir um allan heim. 

Tæp­lega sjö millj­ónir áskrif­enda bætt­ust við frá júlí og fram til loka sept­em­ber, að því er segir í umfjöllun Wall Street Journal

Mark­aðsvirði félags­ins hefur auk­ist ævin­týra­lega á und­an­förnum árum, en það er nú tæp­lega 160 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 20 þús­und millj­örðum króna. 

Auglýsing

Net­flix hyggst halda áfram miklum vexti þegar kemur að fram­leiðslu á sjón­varps­þáttum og kvik­mynd­um, en í heild verður vöxt­ur­inn meira en 4 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 500 millj­örðum króna, á þessu ári. Það þýðir að Net­flix er nú farið að nálg­ast umfang fram­leiðsl­unnar hjá Amazon og HBO, helstu keppi­naut­unum þegar kemur að efn­isveit­u­m. 

Net­flix var upp­haf­lega stofnað árið 1997 hefur hin síð­ari ár, vaxið hratt eftir að fyr­ir­tækið hóf að sækja á alþjóða­markað með ein­falda vöru; áskrift að efn­isveitu á net­inu, þar sem finna má fjöl­breytt sjón­varps­efn­i. 

Eitt vin­sælasta efnið sem Net­flix hefur fram­leitt eru þættir um fíkni­efna­stríðið í Kol­umbíu, Narcos. Fjórða sería er nú vænt­an­leg, 17. nóv­em­ber.Tug­þús­undir áskrif­enda efn­isveit­unnar eru á Íslandi, en kann­anir hafa sýnt að allt að 80 þús­und séu með áskrift af Net­fl­ix.

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiErlent