Engri beiðni um fóstureyðingu synjað á síðasta ári

Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi var þrettán einstaklingum heimilað að rjúfa þungun eftir 16. viku meðgöngu árið 2017.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Engri beiðni um fóst­ur­eyð­ingu var synjað á síð­asta ári en þrettán ein­stak­lingum var heim­ilað að rjúfa þungun eftir 16. viku með­göngu. Engri beiðni um fóst­ur­eyð­ingu var synjað á árinu.

Þetta kemur fram í svari Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Olgu Mar­gréti Cilia um þung­un­ar­rof sem birt­ist á vef Alþingis í dag.

Eins og fram hefur komið í fréttum þá hyggst ráð­herra leggja fram frum­varp til laga um þung­un­ar­rof á yfir­stand­andi þingi. Í svar­inu kemur fram að við gerð þess hafi verið höfð hlið­sjón af skýrslu nefndar um heild­ar­end­ur­skoðun lag­anna. Áætlað er að frum­varpið verði lagt fram í októ­ber, segir í svar­inu.

Auglýsing

Olga spurði jafn­framt hverjar helstu ástæður þess væru að úrskurð­ar­nefnd um fóst­ur­eyð­ingar og ófrjó­sem­is­að­gerðir synjar ein­stak­lingum um að rjúfa þung­un. Ráð­herra segir að í lögum komi fram að fóst­ur­eyð­ing sé leyfi­leg eftir 16 vikur séu miklar líkur á van­sköp­un, erfða­göllum eða sköddun fóst­urs. Öllum málum er varða fóst­ur­eyð­ingu eftir 16 vikur sé vísað til úrskurð­ar­nefndar um fóst­ur­eyð­ingar og ófrjó­sem­is­að­gerðir og fjalli nefndin um hvort skil­yrði lag­anna séu upp­fyllt.

„Kom­ist nefndin að þeirri nið­ur­stöðu að skil­yrði lag­anna séu ekki upp­fyllt er beiðni um fóst­ur­eyð­ingu synj­að, en sam­kvæmt for­manni úrskurð­ar­nefnd­ar­innar hefur í gegnum árin helsta ástæða synj­unar verið þegar óskað hefur verið eftir fóst­ur­eyð­ingu vegna félags­legra ástæðn­a,“ segir í svar­inu.

Þung­un­ar­rof verði heim­ilt fram að 19. viku

Í frum­varp­inu, sem til stendur að leggja fram í haust, segir að mark­miðið sé að tryggja að sjálfs­for­ræði kvenna verði virt með öruggum aðgangi að heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir þær konur sem óska eftir þung­un­ar­rofi. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörð­un­ar­vald um það hvort hún elur barn fram að lokum 18. viku þung­un­ar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja kon­unn­ar. 

Þá er lagt til að sér­stak­lega verði kveðið á um rétt kvenna á full­komn­ustu heil­brigð­is­þjón­ustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita í tengslum við þung­un­ar­rof og að tryggja skuli aðgang að þung­un­ar­rofi í öllum heil­brigð­is­um­dæmum lands­ins, sbr. lög um heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Einnig er lagt til ákvæði um fram­kvæmd þung­un­ar­rofs þar sem fram kemur að þung­un­ar­rof með lækn­is­að­gerð skuli fram­kvæmt á sjúkra­húsi undir hand­leiðslu læknis sem sé sér­fræð­ingur á sviði kven­lækn­inga en einnig skuli heim­ilt að fram­kvæma þung­un­ar­rof með lyfja­gjöf á starfs­stöðvum lækna sem sæta eft­ir­liti land­lækn­is. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent