Telur túlkun Innri endurskoðunar villandi

Fráfarandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða telur túlkun Innri endurskoðunar ekki vera í samræmi við þær áætlanir sem kynntar voru fyrir stjórn árin 2015 og 2016, þar sem gerð hafi verið grein fyrir stöðu verkefnisins við endurbætur á íbúðum við Írabakka.

Auðun Freyr Ingvarsson
Auðun Freyr Ingvarsson
Auglýsing

Auðun Freyr Ingv­ars­son, frá­far­andi fram­kvæmda­stjóri Félags­bú­staða, seg­ist ekki sjá ákveðin atrið­i, ­sem koma fram í úttekt sem gerð var vegna umfram­­kostn­aðar við end­­ur­bætur á 53 íbúðum Félags­­­bú­­staða við Íra­bakka í Reykja­vík­, ­sömu augum og Innri end­ur­skoð­un. Frá þessu greinir hann á Face­book-­síðu sinni í dag. 

Auðun segir að ein al­var­leg­asta nið­ur­staða skýrsl­unnar sé sú að stjórnin hafi ekki veitt heim­ild til fram­kvæmda fyrir nema um 400 millj­ónum króna vegna verk­efn­is­ins við Íra­bakka. Enn fremur sé því haldið fram að fram­kvæmda­kostn­aður upp á 728 millj­ónir hafi farið ríf­lega 83 pró­sent fram úr kostn­að­ar­á­ætl­un. Þessu virð­ist haldið fram án þess að sann­reynt hafi verið að skiln­ingur stjórnar á þessum tíma væri sá sami, segir hann.

„Þessa túlkun innri end­ur­skoð­unar tel ég vill­andi og hún er ekki í sam­ræmi við þær áætl­anir sem kynntar voru fyrir stjórn fyrir árið 2015 og aftur árið 2016 þar sem gerð var grein fyrir stöðu verk­efn­is­ins og jafn­framt greint frá því að heild­ar­kostn­aður sé áætl­aður 625 millj­ón­ir,“ segir hann í stöðu­upp­færslu sinn­i. 

Auglýsing

Til að taka af öll tví­mæli um skiln­ing stjórnar á stöðu verk­efn­is­ins bendir Auðun á að í skýrslu hennar til eig­anda, sem aðgengi­leg er á heima­síðu Félags­bú­staða, hafi stjórnin upp­lýst í árs­skýrslu fyrir árið 2016 að heild­ar­kostn­aður verk­efn­is­ins hafi stefnt í að verða um 600 millj­ónir króna. „Fram­úr­keyrsla m.v. upp­færðar áætl­anir sem kynntar voru stjórn og eig­anda var því nær 21 pró­sent eða um 125 millj­ón­ir. Það er umtals­verð fjár­hæð en þó ekki með öllu óeðli­legt fyrir verk­efni af þess­ari stærð og gerð hjá félagi sem síð­ustu ár hefur fjár­fest fyrir 2.000 til 3.000 millj­ónir króna á hverju ári,“ segir hann.

Ekki nægi­lega vel staðið að und­ir­bún­ingi og inn­kaupum

Auðun segir að rétti­lega sé bent á það í skýrsl­unni að ekki hafi verið nægj­an­lega vel staðið að und­ir­bún­ingi og inn­kaupum í umræddri fram­kvæmd. „Þrátt fyrir að það hafi verið mér kapps­mál að standa rétt og vel að inn­kaupum fyrir Félags­bú­staði, virð­ast hafa verið ákveðnar brotala­mir á umgjörð þessa verk­efnis sem ég gerði mér ekki nógu fljótt grein fyr­ir. Á því axla ég ábyrgð.“

Hann segir jafn­framt að allar aðrar stærri verk­fram­kvæmdir sem félagið hefur staðið fyrir síðan hann hóf störf sem fram­kvæmda­stjóri hafi farið í útboðs­ferli og áætl­anir hafi í öllum aðal­at­riðum stað­ist.

Með því að stíga til hliðar á þessum tíma­punkti seg­ist hann vilja ábyrgð á hlutum sem betur hefðu mátt fara á hans vakt og veita stjórn og nýjum stjórn­endum svig­rúm til að takast á við þær áskor­anir sem felist í því að halda úti stóru og öfl­ugu þjón­ustu­fyr­ir­tæki í opin­berri eigu.

Varð ljóst að kostn­aður færi veru­lega yfir sam­þykkta áætlun

Auðun rifjar upp að dag­inn sem hann hóf störf hjá Félags­bú­stöðum hafi í stjórn verið sam­þykkt fjár­hags­á­ætlun árs­ins 2014 sem meðal ann­ars hafi falið í sér áætlun vegna fram­kvæmda við Íra­bakka en unnið hafði verið að end­ur­bótum húss­ins frá árinu 2012. „Áætl­unin sem gerð var við upp­haf verks­ins gerði ráð fyrir fram­kvæmd upp á 200 millj­ón­ir, sem fólust meðal ann­ars í end­ur­bótum vegna leka og vegna bruna­varna. Eins og margir þekkja, sem staðið hafa í við­haldi fast­eigna, getur reynst erfitt að áætla með vissu kostnað end­ur­bóta. Sífellt koma upp nýir hlutir sem hag­kvæmt er að takast á við þegar verið er að fram­kvæma á annað borð. Þegar svo ber undir eru áætl­anir upp­færðar eftir því sem verkið þró­ast og því vindur fram.“

Þegar leið á árið 2014, hans fyrsta ár í starfi, varð honum ljóst að kostn­aður við fram­kvæmdir var að fara veru­lega yfir sam­þykkta áætlun fyrir verk­ið. Fram­kvæmdir við Íra­bakka hafi því fengið sér­staka athygli og umfjöllun í áætlun fyrir árið 2015 þar sem stjórn félags­ins hafi verið kynnt stað­an. Gerð hafi verið grein fyrir raun­kostn­aði á árunum 2012 til 2014, áætl­uðum kostn­aði fyrir sama tíma­bil og upp­færðri áætlun um fram­kvæmda­kostn­aði á árunum 2015 til 2016. Heild­ar­kostn­aður verks­ins hafi verið áætl­aður 625 millj­ón­ir, eða 500 millj­ónir án virð­is­auka­skatts.

„Kostn­aður við verkið fór þrátt fyrir þetta nokkuð fram úr áætlun á árinu 2015 en þegar ljóst var að frammúr­keyrsla yrði veru­lega árið 2016 ákvað ég í maí það ár, í sam­vinnu við stjórn­ar­for­mann félags­ins, að óska eftir því að innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borgar færi yfir mál­ið. Það var ljóst að ákveðnar brotala­mir höfðu komið fram í áætl­un­ar­gerð, stjórnun og eft­ir­liti verk­efn­is­ins og heppi­legt var talið að fá aðstoð frá innri end­ur­skoðun við að fara yfir verk­lag og gera til­lögur að úrbót­u­m,“ segir Auð­un.

Stöðuuppfærsla Auðuns Freys

Kæru vinir

Eins og mörgum ykkar er kunn­ugt hef ég ákveðið að láta af störfum sem fram­kvæmda­stjóri Félags­bú­staða hf. Ég réð mig til félags­ins í des­em­ber árið 2013, en mér fannst starf­semi félags­ins áhuga­verð/­mik­il­væg og sá ýmis tæki­færi til úrbóta sem mig lang­aði að vera virkur þátt­tak­andi í að hrinda í fram­kvæmd. Und­an­farin ár hef ég því leitt og tekið þátt í fjöl­mörgum úrbóta- og þró­un­ar­verk­efnum bæði fyrir félagið og í umhverfi þess. Nú þegar ég læt af störfum finnst mér rétt að útskýra fyrir ykkur sem standið mér næst ástæður þess­arar ákvörð­unar minn­ar.

Dag­inn sem ég hóf störf hjá Félags­bú­stöðum var í stjórn sam­þykkt fjár­hags­á­ætlun árs­ins 2014 sem meðal ann­ars fól í sér áætlun vegna fram­kvæmda við Íra­bakka, en unnið hafði verið að end­ur­bótum húss­ins frá árinu 2012. Áætl­unin sem gerð var við upp­haf verks­ins gerði ráð fyrir fram­kvæmd upp á 200 millj­ón­ir, sem fólust meðal ann­ars í end­ur­bótum vegna leka og vegna bruna­varna. Eins og margir þekkja, sem staðið hafa í við­haldi fast­eigna, getur reynst erfitt að áætla með vissu kostnað end­ur­bóta. Sífellt koma upp nýir hlutir sem hag­kvæmt er að takast á við þegar verið er að fram­kvæma á annað borð. Þegar svo ber undir eru áætl­anir upp­færðar eftir því sem verkið þró­ast og því vindur fram.

Þegar leið á árið 2014, mitt fyrsta ár í starfi, varð mér ljóst að kostn­aður við fram­kvæmdir var að fara veru­lega yfir sam­þykkta áætlun fyrir verk­ið. Fram­kvæmdir við Íra­bakka fengu því sér­staka athygli og umfjöllun í áætlun fyrir árið 2015 þar sem stjórn félags­ins var kynnt stað­an. Gerð var grein fyrir raun­kostn­aði á árunum 2012-2014, áætl­uðum kostn­aði fyrir sama tíma­bil og upp­færðri áætlun um fram­kvæmda­kostn­aði á árunum 2015-2016. Heild­ar­kostn­aður verks­ins var áætl­aður 625 millj­ónir (500 millj­ónir án VSK).

Kostn­aður við verkið fór þrátt fyrir þetta nokkuð fram úr áætlun á árinu 2015 en þegar ljóst var að frammúr­keyrsla yrði veru­lega árið 2016 ákvað ég í maí það ár, í sam­vinnu við stjórn­ar­for­mann félags­ins, að óska eftir því að innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borgar færi yfir mál­ið. Það var ljóst að ákveðnar brotala­mir höfðu komið fram í áætl­un­ar­gerð, stjórnun og eft­ir­liti verk­efn­is­ins og heppi­legt var talið að fá aðstoð frá innri end­ur­skoðun við að fara yfir verk­lag og gera til­lögur að úrbót­um.

Í upp­hafi þessa mán­aðar var svo skýrsla innri end­ur­skoð­unar um fram­kvæmdir við Íra­bakka kynnt fyrir nýrri stjórn félags­ins. Þó að skýrslan bær­ist ansi seint var hún ágæt­lega unnin í flesta staði og stað­festi margt af því sem grunur lék á að betur hefði mátt fara í verk­efn­inu. Í ljósi þess að 2,5 ár eru liðin frá því að kallað var eftir skýrsl­unni er hjá Félags­bú­stöðum búið að laga, eða unnið að úrbót­um, hvað varðar lang­flest þau atriði sem bent er á í skýrsl­unni.

Eitt kom þó á óvart í skýrslu innri end­ur­skoð­un­ar, sem þrátt fyrir ábend­ingar var ekki lag­fært. Ein alvar­leg­asta nið­ur­staða skýrsl­unnar er sú að stjórn hafi ekki veitt heim­ild til fram­kvæmda fyrir nema um 400 millj­ónum króna vegna verk­efn­is­ins við Íra­bakka. Enn­fremur er því haldið fram að fram­kvæmda­kostn­aður upp á 728 millj­ónir hafi farið ríf­lega 83% fram úr kostn­að­ar­á­ætl­un. Þessu virð­ist haldið fram án þess að hafa sann­reynt að skiln­ingur stjórnar á þessum tíma hafi verið sá sami.

Þetta lyk­il­at­riði sé ég ekki sömu augum og innri end­ur­skoð­un. Þessa túlkun innri end­ur­skoð­unar tel ég vill­andi og hún er ekki í sam­ræmi við þær áætl­anir sem kynntar voru fyrir stjórn fyrir árið 2015 og aftur árið 2016 þar sem gerð var grein fyrir stöðu verk­efn­is­ins og jafn­framt greint frá því að heild­ar­kostn­aður sé áætl­aður 625 millj­ón­ir.

Til að taka af öll tví­mæli um skiln­ing stjórnar á stöðu verk­efn­is­ins bendi ég á að í skýrslu hennar til eig­anda, sem aðgengi­leg er á heima­síðu Félags­bú­staða, upp­lýsir stjórn í árs­skýrslu fyrir árið 2016 að heild­ar­kostn­aður verk­efn­is­ins stefnir í að vera um 600 millj­ónir króna. Fram­úr­keyrsla m.v. upp­færðar áætl­anir sem kynntar voru stjórn og eig­anda var því nær 21% eða um 125 millj­ón­ir. Það er umtals­verð fjár­hæð en þó ekki með öllu óeðli­legt fyrir verk­efni af þess­ari stærð og gerð hjá félagi sem síð­ustu ár hefur fjár­fest fyrir 2.000 – 3.000 millj­ónir króna á hverju ári.

Rétti­lega er bent á það í skýrsl­unni að ekki var nægj­an­lega vel staðið að und­ir­bún­ingi og inn­kaupum í umræddri fram­kvæmd. Þrátt fyrir að það hafi verið mér kapps­mál að standa rétt og vel að inn­kaupum fyrir Félags­bú­staði, virð­ast hafa verið ákveðnar brotala­mir á umgjörð þessa verk­efnis sem ég gerði mér ekki nógu fljótt grein fyr­ir. Á því axla ég ábyrgð.

Allar aðrar stærri verk­fram­kvæmdir sem félagið hefur stað fyrir síðan ég hóf störf sem fram­kvæmda­stjóri hafa farið í útboðs­ferli og áætl­anir hafa í öllum aðal­at­riðum stað­ist.

Með því að stíga til hliðar á þessum tíma­punkti vil ég axla ábyrgð á hlutum sem betur hefðu mátt fara á minni vakt og veita stjórn og nýjum stjórn­endum svig­rúm til að takast á við þær áskor­anir sem fel­ast í því að halda úti stóru og öfl­ugu þjón­ustu­fyr­ir­tæki í opin­berri eigu.

Nú þegar þessu kafla er lokið og nýr um það bil að hefj­ast er mér efst í huga þakk­læti fyrir að hafa kynnts þeim góða hópi fólks sem ég hef unnið með í tengslum við störf mín fyrir Félags­bú­staði og Reykja­vík­ur­borg. Ég óska starfs­fólki og stjórn Félags­bú­staða góðs gengis í þeim verk­efnum sem framundan eru.

Auðun Freyr

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent