Þinglýst eignarhald skilyrði skráningar heimagistingar

Til stendur að breyta lögum um heimagistingu en breytingarnar miða að því að bæta ferlið við skráningu og eftirlit og að samræma betur málsmeðferð og ákvörðun sekta milli leyfisskyldrar gististarfsemi og skráningarskyldrar heimagistingar.

7DM_3131_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Samkvæmt nýju frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald verður þinglýst eignarhald skilyrði skráningar heimagistingar. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra setur frumvarpið fram en það er komið í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til 24. október næstkomandi. 

Þar eru lagðar til þrenns konar breytingar, sem allar varða starfssvið leyfisveitanda, það er Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrsta lagi varðandi skráningu heimagistingar og í öðru lagi varðandi samræmingu á málsmeðferð og ákvörðun sekta milli skráningarskyldra og rekstrarleyfisskyldra aðila vegna leyfisskyldrar gististarfsemi annars vegar og skráningarskyldrar heimagistingar hins vegar. Í þriðja lagi er lögð til breyting varðandi eftirlit með skilum á nýtingaryfirlitum einstaklinga sem leigja út húsnæði sitt og skrá undir heimagistingu.

Í frumvapinu kemur fram að frá árinu 2017 hafi sýslumaður orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eignina til heimagistingar. Í frumvarpinu er jafnframt tekið dæmi: Rekstraraðilinn A er þinglýstur eigandi fasteignarinnar B. Eigandi A sækir um að færa lögheimili sitt á fasteignina B. Degi síðar skilar eigandi A inn umsókn til sýslumanns um skráningu heimagistingar á fasteignina B. 

Markmiðið með að binda skráningu heimagistingar við þinglýst eignarhald, auk lögheimilis, er að koma í veg fyrir slíkar lögheimilisskráningar til málamynda, samkvæmt því er kemur fram í frumvarpinu. 

Auglýsing

Breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald tóku gildi þann 1. janúar á síðasta ári. Löggjöfin fól í sér töluverðar breytingar á fyrirkomulagi leyfisveitinga fyrir veitinga- og gististaði, svo sem með tilkomu skráningarskyldu vegna heimagistingar, ótímabindingu rekstrarleyfa og afnámi leyfisskyldu fyrir tiltekinn flokk veitingastaða.

Heimild til útleigu fasteignar í skráðri heimagistingu í allt að 90 daga á ári hefur verið virk frá 1. janúar 2017. Þann 1. júní 2017 felldi umhverfis- og auðlindaráðuneytið niður kröfu um starfsleyfi heilbrigðisnefndar fyrir heimagistingu. Í kjölfarið varð töluverð aukning í nýtingu heimildar til heimagistingar og árið 2017 samþykkti Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 1059 skráningar á heimagistingu. Eftirliti með heimagistingu er eingöngu sinnt af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

54 mál send til ákærusviðs lögreglu árið 2017

Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni móttók embættið 339 ábendingar um óskráða eða leyfisskylda gististarfsemi árið 2017 og 120 áskoranir hafa verið sendar með stefnuvottum til einstaklinga og lögaðila vegna óskráðrar leyfisskyldrar starfsemi. Þá voru 54 mál send til ákærusviðs lögreglu árið 2017 þar sem um er að ræða rekstrarleyfisskylda starfsemi lögaðila sem ekki eru handhafar leyfis. 

Athugasemdir hafa verið gerðar vegna skorts á nægjanlegu eftirliti með heimagistingu einstaklinga. Þeim athugasemdum var mætt með auknu fjármagni til að efla svokallaða heimagistingarvakt sem starfrækt er á vegum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 

Einnig hafa verið gerðar athugasemdir vegna takmarkaðs eftirlits með leyfisskyldum rekstraraðilum, auk þess sem óhagræði og aukinn kostnaður sé talinn felast í því að ólögleg rekstrarleyfisskyld gististarfsemi í atvinnuskyni heyri undir átta embætti lögreglustjóra. 

Þær efnislegu breytingar sem lagðar eru til í þessu frumvarpi eru, eins og greint er frá hér að ofan, þrenns konar og eru allar til komnar vegna áskorana tengdum heimild til starfrækslu heimagistingar sem tók gildi þann 1. janúar á síðasta ári. Sem fyrr segir varða breytingarnar allar starfssvið Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og miða annars vegar að því að bæta ferlið við skráningu og eftirlit með heimagistingu og hins vegar að samræma betur málsmeðferð og ákvörðun sekta milli leyfisskyldrar gististarfsemi og skráningarskyldrar heimagistingar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent