„Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal“

Stjórnendur síðunnar Karlar gera merkilega hluti hafa sent frá sér yfirlýsingu.

jón steinar og hildur
Auglýsing

Stjórn­endur face­book-­síð­unnar Karlar gera merki­lega hluti hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem fram kemur að síð­an sé lif­andi vett­vangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kven­læg­um. Þar sé nú á tíunda þús­und kvenna sem í lang­flestum til­fellum gera góð­lát­legt grín að frétta­mati fjöl­miðla þar sem hver karla­hóp­ur­inn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og bolta­spark á meðan fram­lag kvenna til sam­fé­lags­ins er sjaldan til umfjöll­un­ar.

Undir yfir­lýs­ing­una skrif­a ­Sóley Tóm­as­dótt­ir, Hildur Lilli­endahl Vigg­ós­dóttir og Sæunn Ingi­björg Mar­in­ós­dótt­ir.

For­saga máls­ins er sú að Jón Steinar Gunn­laugs­son hæsta­rétt­ar­lög­maður lýsti í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í gær nei­kvæðum ummælum sem sögð eru um hann í rúm­lega níu þús­und manna lok­uðum hópi á Face­book. Þar væri hann nafn­greindur og meðal ann­ars kall­aður við­bjóður og kvik­indi. Þá væri það sagt til­efni til að skála í kampa­víni ef hann deyr. Þeir sem skrifa í hópnum koma fram undir nafni.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að í stórum og virkum hópi séu inn­legg og ummæli mis­fyndin og mis­við­eig­andi eins og gengur og rit­stjórnir fjöl­miðla með athuga­semda­kerfi ættu að þekkja mæta­vel. „Í umfjöllun um hóp­inn und­an­farna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óvið­eig­andi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna við­tals þar sem þekktur verj­andi kyn­ferð­is­af­brota­manna ætl­að­ist til þess að þolendur fyr­ir­gæfu ger­endum sín­um. 

Í við­tal­inu kom Jón Steinar Róbert Dow­ney til varn­ar, en hann var dæmdur fyrir kyn­ferð­is­brot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum. Kannski ætti lög­mað­ur­inn að prófa sitt eigið meðal og fyr­ir­gefa kon­unum sem tala um hann á inter­net­inu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöð­in,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Auglýsing

Ætla að gæta að umræðan sé innan sið­ferð­is­marka

Þær telja að síðan Karlar gera merki­lega hluti sé mik­il­vægur og vald­efl­andi vett­vangur en til­vist hans verði hvorki útskýrð eða rök­rædd við mann sem skrifar feðra­veldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „ör­uggt svæði“ er.

„Við munum hér eftir sem hingað til leggja okkur fram um að stýra þessum hóp og gæta þess að þar sé umræða innan sið­ferð­is­marka þó vissu­lega geti eitt­hvað farið fram­hjá okkur eins og ein­staka ummæli sem birt hafa verið í fjöl­miðlum að und­an­förnu sýna,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Yfir­lýs­ing frá stjórn­endum Karlar gera merki­lega hlut­i Karlar gera merki­lega hluti er lif­andi vett­vangur fyrir kon­ur...

Posted by Hildur Lilli­endahl Vigg­ós­dóttir on Sat­ur­day, Oct­o­ber 20, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent