Sprengjubúnaður fannst í pósti sem sendur var á skrifstofu fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Baracks Obama og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Þetta kemur frétt The New York Times.
Búnaðurinn er samkvæmt fréttinni svipaður þeim sem fannst síðastliðinn mánudag heima hjá George Soros fjárfesti.
Samkvæmt bandarísku leyniþjónustunni voru pakkarnir merktir Clinton og Obama en hvorugt þeirra hafði fengið pakkana afhenta. Þeir voru uppgötvaðir við hefðbundið eftirlit en grunsemdir vöknuðu um að þeir innihéldu sprengiefni.
Auglýsing