Gylfi Arnbjörnsson kveður

Forseti ASÍ flutti setningarræðu sína í morgun og bað hann félaga sambandsins að hafa í huga að mesti árangurinn og stærstu sigrarnir hafi ekki einungis unnist með verkföllum heldur með átakalausum kjarasamningum.

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson.
Auglýsing

„Á þessum bar­áttu­degi stendur íslenskt sam­fé­lag ekki ein­ungis frammi fyrir þeirri áskorun að jafna hlut kynj­anna í sam­fé­lagi okkar heldur stendur Alþýðu­sam­band Íslands og sam­fé­lagið allt einnig frammi fyrir miklum áskor­unum nú þegar und­ir­bún­ingur kjara­samn­inga stendur sem hæst og efna­hags­upp­sveiflan náð hámarki sín­u,“ segir Gylfi Arn­björns­son, frá­far­andi for­seti ASÍ í setn­ing­ar­ræðu sinni á 43. þingi sam­bands­ins í dag.  

„Reynslan kennir okkur að við slíkar aðstæður getur orðið vanda­samt að sam­ræma vænt­ingar félags­manna okkar um kjara­bætur við þær aðstæður sem fyr­ir­tækin í land­inu búa við,“ segir hann og bætir því við að Íslend­ing­ar lifi því á spenn­andi átaka­tím­um.

Í kringum 300 full­­trúar frá 48 stétt­­ar­­fé­lögum munu kjósa nýja for­yst­u­­menn Alþýð­u­­sam­­band Íslands í dag en á þing­inu verður jafn­framt mótuð stefna sam­­bands­ins til næstu tveggja ára. Drífa Snæ­dal og Sverrir Mar Alberts­son bjóða sig fram til for­seta ASÍ. 

Gylfi tók við sem for­seti Alþýðu­sam­bands­ins fyrir nákvæm­lega 10 árum síðan þann 24. októ­ber 2008, nokkru eftir að Geir Haarde hafði beðið Guð að blessa Ísland, sama dag og stjórn­völd sóttu um neyð­ar­að­stoð Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og eld­arnir fóru að loga á Aust­ur­velli.

Hann segir að ljóst sé að deilur séu uppi um það hvort Alþýðu­sam­bandið hafi risið undir hlut­verki sínu síð­ast­liðin 10 ár og sitt kann hverjum að finn­ast um það. „En við skulum samt hafa það í huga að ekk­ert sam­fé­lag í hinum vest­ræna heimi og engin verka­lýðs­hreyf­ing hafði áður staðið frammi fyrir öðru eins.“

Gylfi er ekki sam­mála þeim sem haldið hafa því fram að þetta afl, sem Alþýðu­sam­bandið er, hafi ekki verið notað árin eftir hrun, vegna þess að með kjara­samn­ingum og þrí­hliða sam­starfi við stjórn­völd og atvinnu­rek­endur hafi þau ná að hrinda í fram­kvæmd mörgum sam­fé­lags­úr­bótum sem erlendir kollegar þeirra hafi öfundað þau af.

Auglýsing

Gylfi segir að allan þann árangur sem náðst hefur í gegnum árin sé fyrst og síð­ast að þakka sam­stöðu fólks­ins og stefnu­festu sem byggi og hafi alltaf byggt á því að það beiti afli sínu í þágu þeirra þeirra félaga sem veikast standa, trú því sem ein­kennir fán­ann okkar þar sem óslitin keðja hverf­ist um nafnið okk­ar, keðja sem aldrei verður sterk­ari en veikasti hlekkur henn­ar.

„Staðan er ein­fald­lega sú, að þrátt fyrir að verka­lýðs­hreyf­ing­unni hafi með sam­stöðu sinni tek­ist að hækka lægstu laun langt umfram almenna launa­þró­un, hefur það ekki leitt til þeirra bættu lífs­kjara þess­ara hópa sem að var stefn­t. Á­stæðan er sú að stjórn­völd hafa með aðgerðum sínum og aðgerð­ar­leysi á unda­förnum árum hirt lung­ann af þeim ávinn­ingi sem kjara­samn­ingar hafa tryggt þeim tekju­lægstu.

Við erum að tala um skerð­ingu skatt­leys­is­marka, lækkun barna­bóta, lækkun vaxta- og hús­næð­is­bóta á sama tíma og stjórn­völd hafa van­rækt hlut­verk sitt á hús­næð­is­mark­aði og fast­eigna­verð og húsa­leiga hækkar upp úr öllu valdi. Fólk veigrar sér við að leita læknis vegna hárrar gjald­töku í heil­brigð­is­kerf­inu. Skerð­ingar á greiðslum almanna­trygg­inga með miklum tekju­teng­ingum gagn­vart greiðslum líf­eyr­is­sjóð­anna eru enn eitt dæmið um hvernig ríkið hefur höggvið þar sem hlífa skyld­i,“ segir Gylfi. 

Hann nefnir einnig að til við­bótar komi síðan skefja­laus sjálf­taka ofur­launa­að­als­ins á svim­andi launa­hækk­unum sem magni hina rétt­látu reiði enn frek­ar. Hann segir að stjórn­mála­menn beri á þessu fulla ábyrgð. „Krafan um að þeir og dek­ur­börnin þeirra deili kjörum með þjóð­inni er krafa um rétt­læti og jöfn­uð.“

Því miður er það svo, að í áætlun rík­is­stjórn­ar­innar til næstu fimm ára stendur ekki til að rétta hag þeirra lægst laun­uðu þegar kemur að vel­ferð­ar- og skatta­mál­um.

„Til þess að bíta höf­uðið af skömminni lét rík­is­stjórnin síðan ólög­legar nið­ur­stöður Kjara­ráðs standa og heykt­ist við að taka til baka ofur­hækk­anir stjórn­mála­manna og æðstu emb­ætt­is­manna. ­Til­laga ASÍ var sam­staða allra um nýjan þjóð­ar­sátt­mála, þar sem auknum tekjum ríkis og sveit­ar­fé­laga af hag­vexti yrði varið til efl­ingar vel­ferð­ar- og félags­mála. Því miður var rík­is­stjórn­in, undir for­sæti Vinstri Grænna, ekki til­búin til þess þessa verks og því var mið­stjórn ASÍ nauð­ugur sá kostur að hafna þátt­töku í þjóð­hags­ráði sem átti að vera sam­ráðs­vett­vangur aðila til þess að tryggja hér efna­hags­legan og félags­legan stöð­ug­leika. Í allri þess­ari umræðu hefur það alltaf legið ljóst fyr­ir, að ASÍ myndi aldrei sætta sig við aukin ójöfnuð og mis­rétt­i,“ segir hann. 

Gylfi telur að þetta vera rót þeirrar reiði sem birt­ist í sam­fé­lag­inu og segir hann hana ná inn í raðir ASÍ þrátt fyrir þann árangur sem Alþýðu­sam­bandið hafi náð á und­an­förnum árum. 

„Ég geri þetta þvert á móti kæru félagar að umtals­efni til þess koma því skýrt til skila, að sam­staðan er það afl sem skilar okkur árangri og gerð kjara­samn­inga er sú leið og sú aðferð sem við höfum til þess að móta sam­fé­lag okkar og berj­ast gegn ójöfn­uði. En til þess að ná slíkum árangri verðum við bæði að vera praktísk og skyn­söm nestuð sterkri hug­sjón um jöfnuð og jöfn tæki­færi, en jafn­framt axla mikla ábyrgð á því að vera þátt­tak­andi í mótun hug­mynda og til­lagna,“ segir hann. 

Að lokum segir Gylfi að bera þurfi að hafa í huga að mesti árang­ur­inn og stærstu sigr­arnir hafi ekki ein­ungis unn­ist með verk­föllum heldur með átaka­lausum kjara­samn­ing­um, sem lokið sé á breiðum grund­velli í kjöl­far lýð­ræð­is­legs og ein­lægs sam­ráðs og sam­starfs við und­ir­bún­ing og gerð kjara­samn­inga.

Setningarræða forseta ASÍ

Ágætu þing­full­trú­ar, ráð­herra og góðir gest­ir.

Ég vil byrja á því að óska konum og raunar okkur öllum hjart­an­lega til ham­ingju með bar­áttu­dag­inn, 24. októ­ber sem er orð­inn jafn mik­il­vægur í bar­áttu kvenna fyrir jafn­rétti og jafn­stöðu á vinnu­mark­aði og 1. maí er fyrir okkur öll.

Á þessum bar­áttu­degi stendur íslenskt sam­fé­lag ekki ein­ungis frammi fyrir þeirri áskorun að jafna hlut kynj­anna í sam­fé­lagi okkar heldur stendur Alþýðu­sam­band Íslands og sam­fé­lagið allt einnig frammi fyrir miklum áskor­unum nú þegar und­ir­bún­ingur kjara­samn­inga stendur sem hæst og efna­hags­upp­sveiflan náð hámarki sínu.

Reynslan kennir okkur að við slíkar aðstæður getur orðið vanda­samt að sam­ræma vænt­ingar félags­manna okkar um kjara­bætur við þær aðstæður sem fyr­ir­tækin í land­inu búa við.

Við lifum því góðir félagar á spenn­andi átaka­tím­um.

Ég tók við sem for­seti Alþýðu­sam­bands­ins fyrir nákvæm­lega 10 árum síðan þann 24. októ­ber 2008, nokkru eftir að Geir Haarde hafði beðið Guð að blessa Ísland, sama dag og stjórn­völd sóttu um neyð­ar­að­stoð Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og eld­arnir fóru að loga á Aust­ur­velli.

Mán­uð­ina, miss­erin og árin þar á eftir urðu félags­menn okkar fyrir miklu tjóni sem aldrei verður metið til fulls og sem eng­inn fær skilið nema þeir sem lentu í því sjálf­ir. En það voru ekki ein­ungis heim­ili og efna­hagur félaga okkar sem hrundi í októ­ber 2008 heldur hrundi að mörgu leiti íslenskt sam­fé­lag sem verið hafði í greipum frjáls­hyggj­unnar um ára­bil. At­vinnu­lífið stóð á brún hengiflugs­ins og þús­undir félags­manna stóðu skyndi­lega ekki ein­asta frammi fyrir eigna tapi heldur einnig for­dæma­lausri kaup­mátt­ar­skerð­ingu, missi atvinnu og lífs­við­ur­væris og í full­kominni óvissu um hvort þeir sjóðir og þær stofn­anir vinnu­mark­að­ar­ins og sam­fé­lags­ins sem tryggja áttu vel­ferð félags­manna við áföll gætu valdið hlut­verki sínu. Aldrei áður hafði atvinnu­leysi vaxið eins hratt og þá og fall kaup­máttar var af stærð­argráðu sem við höfðum ekki séð í langan tíma.

Það er alveg ljóst að við deildum þá og deilum að sumu leiti enn kæru félagar um það hvort Alþýðu­sam­bandið hafi risið undir hlut­verki sínu og sitt kann hverjum að finn­ast um það. En við skulum samt hafa það í huga að ekk­ert sam­fé­lag í hinum vest­ræna heimi og engin verka­lýðs­hreyf­ing hafði áður staðið frammi fyrir öðru eins.

Þetta var sá kaleikur sem að mér var réttur sem for­seta ykkar á þessum örlaga tímum haustið 2008 og ég ásamt mið­stjórn og for­ystu­mönnum aðild­ar­fé­lag­anna stóðum frammi fyrir for­dæma­lausri stöðu sem krafð­ist fum­lausra og sam­stilltra við­bragða. Mér finnst því rétt nú á 10 ára afmæli hruns­ins, þegar ég stíg til hlið­ar, að horfa aðeins yfir þetta tíma­bil og að við veltum í leið­inni fyrir okkur með hvaða hætti við sem sam­tök og brjóst­vörn íslenskrar alþýðu brugð­umst við.

Val­kost­irnir voru ekki margir og þeir voru allir erf­ið­ir. Rík­is­sjóður var ekki bara tóm­ur, heldur var halla­rekst­ur­inn af óþekktu umfangi og ljóst að geta hans til að axla miklar byrðar var lítil sem eng­in. En það var eitt og aðeins eitt sem kom aldrei til greina og það var að leggja árar í bát og láta hrekj­ast undan fár­viðr­inu.

Saman ákváðum við að stinga okkur í gegnum brim­skafl­inn, stinga okkur á kaf inn í það verk­efni að tryggja fram­færslu, atvinnu og afkomu okkar félags­manna og leggja grunn að þeim ráð­stöf­unum í atvinnu­líf­inu og í rík­is­fjár­málum sem tryggt gætu end­ur­reisn þess og freista þess að ná okkar sann­gjarna hlut til baka. Til þess að þetta mætti takast þurftu allir að leggj­ast á eitt. Og þá góðir félag­ar, kom í ljós hinn raun­veru­legi styrkur Alþýðu­sam­bands Íslands og allra þeirra hund­raða félags­manna í stjórnum og ráðum aðild­ar­fé­lag­anna sem saman mynda Alþýðu­sam­band­ið.

Ég vil leyfa mér að full­yrða að sá styrkur birt­ist ekki í því hverjir fóru fremstir í átök­unum og mót­mæl­unum á Aust­ur­velli. Þar kom gras­rótin sam­an, íslensk alþýða og þjóðin öll, sýndi styrk sinn og kall­aði til póli­tískrar ábyrgðar þá sem ábyrgð áttu að bera. Þar skil­aði íslensk alþýða skömminni til stjórn­mál­anna og þeirra sjó­ræn­ingja sem stýrðu íslenska fjár­mála­kerf­inu við strand­högg þeirra hér á landi og erlend­is. Al­þýðu­sam­bandið og for­ysta þess hefur verið gagn­rýnd fyrir að gera sig ekki gild­andi á Aust­ur­velli og ég get alveg við­ur­kennt hér að það kom svo sann­ar­lega til álita á sínum tíma. Þegar málið var tekið upp við þá sem stóðu að mót­mæl­unum á Aust­ur­velli – Hörð Torfa­son og félaga – vorum við ein­fald­lega beðin um að halda okkur fjarri! Þetta var og átti að vera vett­vangur gras­rót­ar­innar en ekki skipu­lagðra sam­taka, hvort sem það væru stjórn­mála­flokkar eða verka­lýðsfélög. Við sem skip­uðum for­ystu­sveit ASÍ þá féll­umst ein­fald­lega á þessa nálg­un, því okkar beið annað hlut­verk og engu minna.

Vænt­ing­arnar til okkar voru af allt öðrum toga og eins og ég sagði áðan sýndum við styrk Alþýðu­sam­bands­ins og íslenskrar verka­lýðs­hreyf­ingar með öðrum hætti.

Sá styrkur grund­vall­ast á því að fá ef nokkur verka­lýðs­hreyf­ing í heim­inum getur státað af því að yfir 90% launa­manna séu aðilar að stétt­ar­fé­lögum og þar með kerfi sem tryggir öllu launa­fólki grund­vall­ar­rétt­indi skv. kjara­samn­ing­um. Þetta er afl sem tryggir okkur jafn­stöðu á við atvinnu­rek­endur og sam­tök þeirra og sterka stöðu í þrí­hliða við­ræðum verka­lýðs­hreyf­ing­ar, atvinnu­rek­enda og stjórn­valda um aðgerðir og lausn­ir. Það er þessi sterka staða og þetta afl sem tryggði og tryggir okkur áhrif á mótun sam­fé­lags­ins til fram­tíðar og er stærsti lær­dóm­ur­inn sem sem alþjóða­sam­fé­lagið og okkar nor­rænu, evr­ópsku og alþjóð­legu sam­tök hafa haldið á lofti eftir hrun í glímunni við stofn­anir á borð við G7, G20, AGS, OECD, Alþjóða­bank­ann og fleiri.

Við sem Alþýðu­sam­band erum og eigum að vera stór og áhrifa­mikil sam­tök í íslensku sam­fé­lagi. Við höfum ein­ungis eina hags­muni og eitt póli­tískt mark­mið og það er að tryggja vel­ferð, menntun og öryggi alls vinn­andi fólks og þeirra félaga okkar sem misst hafa vinnu, örkuml­ast eða hverfa af vinnu­mark­aði sökum ald­ur­s. Að því leiti erum við stjórn­mála­afl en við erum ekki og eigum ekki að vera stjórn­mála­flokk­ur. Innan okkar raða eru stuðn­ings­menn og and­stæð­ingar allra stjórn­mála­flokka en sem sam­ein­ast innan okkar raða sem sam­stæður hópur vegna þess að þeir vilja vinna að þeim grund­vall­ar­hags­munum sem við eigum saman þvert á alla stjórn­mála­flokka og stefn­ur.

Aflið sem við höf­um, sækjum við ekki í kosn­ingar á 4 ára fresti heldur í þá sam­stöðu sem verður til við gerð kjara­samn­inga og vit­und atvinnu­rek­enda og stjórn­valda um að þau vopn sem við búum yfir eru öfl­ug, þurfi að grípa til þeirra.

En ágætu félag­ar.

Því hefur verið haldið fram að þetta afl hafi ekki verið notað árin eftir hrun. Ég er ekki sam­mála því mati, því með kjara­samn­ingum og þrí­hliða sam­starfi við stjórn­völd og atvinnu­rek­endur náðum við að hrinda í fram­kvæmd mörgum sam­fé­lags­úr­bótum sem erlendir kollegar okkar hafa öfundað okkar af.

Mig langar að nefna nokkur dæmi þó fjarri lagi sé um ein­hverja tæm­andi taln­ingu a ræða.

• Eftir hrun var bóta­tíma­bili í atvinnu­leysi lengt úr 3 árum í 4 ár og fram­lög til mennt­unnar þeirra sem misstu vinn­una og virkra vinnu­mark­aðsúr­ræða aukin veru­lega frá því sem áður var. Þetta var fyrst og fremst okkar verk með sam­komu­lagi við atvinnu­rek­endur og öfl­ugum stuðn­ingi stjórn­valda.

• Hvergi í heim­inum tókst betur til við að verja við­kvæm­ustu hluta heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerf­is­ins í end­ur­reisn rík­is­fjár­mála, m.a. vegna þess að veiga­miklir þættir til­færslu- og afkomu­trygg­ing­ar­kerf­inu eru í kjara­samn­ingum en ekki hjá rík­is­sjóði.

• Vorið 2008 höfðum við samið um stofnun VIRK – starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóðs undir yfir­skrift­inni ,,við skiljum engan eft­ir‘‘ og okkur tókst að tryggja far­sæla upp­bygg­ingu kerfis raun­hæfra úrræða fyrir þá sem lenda í veik­indum og alvar­legum slysum í gegnum allt hrun­ið.

• Veru­legar úrbætur náð­ust á laga­legri stöðu skuldugra heim­ila bæði hvað varðar óhóf­legan inn­heimtu­kostnað lög­manna en sú laga­breyt­ing fædd­ist á skrif­stofum ASÍ en ekki síður með sér­stökum lög um afskriftir óraun­hæfra skulda í gegnum 110% leið­ina og greiðslu­að­lög­un, mál sem ASÍ setti á dagsrá löngu fyrir hrun.

• Sam­komu­lagi um end­ur­reisn félags­lega hús­næð­is­kerf­is­ins með 30% stofn­kostn­að­ar­styrkjum og stofnun Bjargs íbúða­fé­lags þannig að aldrei aftur þurfi lág­launa­fólk að steypa sér í ofur­skuldir til þess að njóta hús­næð­is­ör­yggis sem er hluti af grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um.

• Við lögðum grunn að auknum hag­vexti og fjölgun starfa og gerðum kjara­samn­inga sem bæði tryggðu að félags­menn okkar næðu kaup­mætti sínum til baka, og meira til, ásamt því að lyfta þeim tekju­lægstu veru­lega. Það hefur svo sann­ar­lega gengið eftir eins og alkunna er meðan félagar okkar austan hafs og vestan eru langt frá því að ná sömu stöðu fyrir launa­fólk í sínum heima­ríkjum og líta til okkar og þeirra úrræða sem við gripum til.

• Okkur hefur tek­ist á ná fram þeirri ára­tuga­gömlu kröfu Alþýðu­sam­bands­ins að jafna ávinnslu líf­eyr­is­rétt­inda á milli almenna- og opin­bera mark­að­ar­ins, aðgerð sem mun skila yngri félags­mönnum okkar sér­stak­lega, mun betri líf­eyr­is­kjörum en þeim sem við flest búum við.

• Við tvö­föld­uðum fram­lög atvinnu­rek­enda í starfs­mennta­sjóði almenns launa­fólks og jukum fram­boð af nýjum námstæki­færum fyrir þá sem litla menntun hafa.

• Við höfum náð sam­komu­lagi við atvinnu­rek­endur og stjórn­völd um veru­legar breyt­ingar á rétt­ar­stöðu erlendra starfs­manna með auknu aðhaldi að starfs­manna­leigum og fyr­ir­tækjum sem fá til sín útsenda starfs­menn. Eins og skýrt hefur komið fram á síð­ustu vikum er það verka­lýðs­hreyf­ingin undir merk­inu „Einn réttur – ekk­ert svindl“ sem hefur staðið vakt­ina í þessum efnum með öfl­ugu og vel skipu­lögðu vinnu­staða­eft­ir­liti, eft­ir­liti sem stjórn­völd höfðu mikið til van­rækt. Það hefur leitt til þess að stofn­anir rík­is­ins og stjórn­völd eru að vakna til verka og hefði þó mátt vera fyrr. Enn eigum við þó langt í land í þessum efnum en vinnum hörðum höndum að úrbótum í sam­starfi við atvinnu­rek­endur og stjórn­völd.

Ég gæti haldið svona lengi áfram að telja það upp sem okkur tókst að ná fram á árunum eftir hrun en vil segja að lokum þetta, allan þann árangur er fyrst og síð­ast að þakka sam­stöðu ykkar og stefnu­festu sem byggir og hefur alltaf byggt á því að við beitum afli okkar í þágu þeirra þeirra félaga okkar sem veikast standa, trú því sem ein­kennir fán­ann okkar þar sem óslitin keðja hverf­ist um nafnið okk­ar, keðja sem aldrei verður sterk­ari en veikasti hlekkur henn­ar.

Við þetta verður þó ekki skilist án þess að fjalla aðeins um það kallað hefur verið SALEK en umræða um þann þátt í starfi okkar hefur bæði verið afbökuð og rang­færð. SALEK verk­efnið sem við komumst vel á veg með, fólst fyrst og fremst í því að tryggja félags­mönnum okkar öruggan lífs­kjara­bata með skil­yrð­is­lausu sam­hengi milli efna­hags­stefnu stjórn­valda á hverjum tíma og vel­ferð­ar­kerf­is­ins, sem til fram­tíðar myndi tryggja ekki bara efna­hags­legan stöð­ug­leika heldur fyrst og síð­ast félags­legan stöð­ug­leika. Þannig yrði aukin vel­ferð félags­manna okkar í fyr­ir­rúmi í stað þess að almennt launa­fólk væri annað af tvennu fórn­ar­lömb efna­hags­legra afglapa stjórn­valda líkt og gerð­ist við hrunið eða fórn­ar­lömb þeirra sem trúa brauð­mola­kenn­ingum frjáls­hyggj­unnar og boða lækkun skatta og einka­væð­ingu sam­fé­lags­þjón­ust­unn­ar.

Þessu verk­efni lukum við ekki en öll grunn­vinna og stefnu­mótun liggur fyrir og ég trúi því að sá dagur muni koma að þráð­ur­inn verði að nýju tek­inn upp.

En í tengslum við þetta verk­efni okkar og í umræð­unni um það kemur það fram sem ég hef kostið kýs að kalla rót reið­inn­ar. ­Staðan er ein­fald­lega sú, að þrátt fyrir að verka­lýðs­hreyf­ing­unni hafi með sam­stöðu sinni tek­ist að hækka lægstu laun langt umfram almenna launa­þró­un, hefur það ekki leitt til þeirra bættu lífs­kjara þess­ara hópa sem að var stefn­t. Á­stæðan er sú að stjórn­völd hafa með aðgerðum sínum og aðgerð­ar­leysi á unda­förnum árum hirt lung­ann af þeim ávinn­ingi sem kjara­samn­ingar hafa tryggt þeim tekju­lægstu.

Við erum að tala um skerð­ingu skatt­leys­is­marka, lækkun barna­bóta, lækkun vaxta- og hús­næð­is­bóta á sama tíma og stjórn­völd hafa van­rækt hlut­verk sitt á hús­næð­is­mark­aði og fast­eigna­verð og húsa­leiga hækkar upp úr öllu valdi. Fólk veigrar sér við að leita læknis vegna hárrar gjald­töku í heil­brigð­is­kerf­inu. Skerð­ingar á greiðslum almanna­trygg­inga með miklum tekju­teng­ingum gagn­vart greiðslum líf­eyr­is­sjóð­anna eru enn eitt dæmið um hvernig ríkið hefur höggvið þar sem hlífa skyldi.

Til við­bótar kemur síðan skefja­laus sjálf­taka ofur­launa­að­als­ins á svim­andi launa­hækk­unum sem magnar hina rétt­látu reiði enn frek­ar.

Stjórn­mála­menn bera á þessu fulla ábyrgð. Krafan um að þeir og dek­ur­börnin þeirra deili kjörum með þjóð­inni er krafa um rétt­læti og jöfn­uð.

Því miður er það svo, að í áætlun rík­is­stjórn­ar­innar til næstu fimm ára stendur ekki til að rétta hag þeirra lægst laun­uðu þegar kemur að vel­ferð­ar- og skatta­mál­um.

Til þess að bíta höf­uðið af skömminni lét rík­is­stjórnin síðan ólög­legar nið­ur­stöður Kjara­ráðs standa og heykt­ist við að taka til baka ofur­hækk­anir stjórn­mála­manna og æðstu emb­ætt­is­manna. ­Til­laga ASÍ var sam­staða allra um nýjan þjóð­ar­sátt­mála, þar sem auknum tekjum ríkis og sveit­ar­fé­laga af hag­vexti yrði varið til efl­ingar vel­ferð­ar- og félags­mála. Því miður var rík­is­stjórn­in, undir for­sæti Vinstri Grænna, ekki til­búin til þess þessa verks og því var mið­stjórn ASÍ nauð­ugur sá kostur að hafna þátt­töku í þjóð­hags­ráði sem átti að vera sam­ráðs­vett­vangur aðila til þess að tryggja hér efna­hags­legan og félags­legan stöð­ug­leika. Í allri þess­ari umræðu hefur það alltaf legið ljóst fyr­ir, að ASÍ myndi aldrei sætta sig við aukin ójöfnuð og mis­rétti.

Þetta kæru félagar er rót þeirrar reiði sem birt­ist í sam­fé­lag­inu og nær inn í okkar raðir þrátt fyrir þann mikla árangur sem Alþýðu­sam­bandið hefur náð á und­an­förnum árum. Árangri sem ég geri hér að umræðu­efni, ekki til þess að hreykja mér af þó hann hafi náðst á minni vakt sem for­ystu­maður ykkar því þennan heiður eigið þið öll sem hér eruð.

Ég geri þetta þvert á móti kæru félagar að umtals­efni til þess koma því skýrt til skila, að sam­staðan er það afl sem skilar okkur árangri og gerð kjara­samn­inga er sú leið og sú aðferð sem við höfum til þess að móta sam­fé­lag okkar og berj­ast gegn ójöfn­uði. En til þess að ná slíkum árangri verðum við bæði að vera praktísk og skyn­söm nestuð sterkri hug­sjón um jöfnuð og jöfn tæki­færi, en jafn­framt axla mikla ábyrgð á því að vera þátt­tak­andi í mótun hug­mynda og til­lagna.

En eitt er víst og það er, að við gerðum örugg­lega ekki allt rétt og vafa­laust hefðum við getað gert betur í sumu, en það breytir ekki því ein­læga mati mínu að við sem heild gerðum bæði okkar besta og náðum meiri og betri árangri en okkur er ef til vill ennþá orðið ljóst. Af þeim árangri eigum við að vera stolt líkt og við getum verið stolt af þeim sigrum sem við höfum unnið í 100 ára sögu sam­bands­ins.

Er þá skemmst að minn­ast rétt­inda á vinnu­mark­aði og aðbún­aður á vinnu­stöðum sem er óvíða betri en hér á landi. Veik­inda­rétt­ur, líf­eyr­is­mál, orlofs­rétt­ur, atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar, sjúkra­sjóðir sem veita allskyns styrki auk sjúkra­dag­pen­inga og svo mætti áfram telja. Og list­inn er miklu lengri góðir félagar og við getum verið stolt af þeim árangri sem við höfum náð. En veltum því aðeins fyrir okkur hver sé sá lær­dómur sem við getum af þessu dregið en hann er bæði ein­faldur og flók­inn. Ein­faldur vegna þess að verkin tala og segja okkur að þegar okkur auðn­ast að mynda sterka sam­stöðu stoppar okkur ekk­ert en hann er líka flók­inn vegna þess að hann segir einnig að það er órofa­sam­band milli vel­ferðar launa­fólks, kjara­samn­inga við atvinnu­rek­endur og þrí­hliða­sam­starfs við öll stjórn­völd á öllum tím­um.

Og höfum þá í huga að mesti árang­ur­inn og stærstu sigr­arnir hafa ekki ein­ungis unn­ist með verk­föllum heldur með átaka­lausum kjara­samn­ing­um, sem lokið er á breiðum grund­velli í kjöl­far lýð­ræð­is­legs og ein­lægs sam­ráðs og sam­starfs við und­ir­bún­ing og gerð kjara­samn­inga.

Þar hefur alltaf verið haft eitt sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi og það er að sá hópur félags­manna sem lægst hefur launin fái hlut­falls­lega mestar hækk­an­ir. Og krafa okkar á stjórn­völd er og hefur alltaf verið sú að þau tryggi með skipu­lagi og fjár­mögnun vel­ferð­ar­innar að sá hópur sé vernd­aður gegn nið­ur­skurði og tekju­teng­ing­um.

Því miður er það svo að stjórn­völd hafa ítrekað gengið bak orða sinna í því efni og við þurfum sem hreyf­ing að íhuga alvar­lega hvernig tryggja megi að efndir fylgi orðum og að lof­orðin séu bæði fjár­mögnuð og skýr en það er annað mál. Að lokum góðir félag­ar.

Eins og ég sagði í upp­hafi ræðu minnar þá stendur Alþýðu­sam­band Íslands og íslenskt sam­fé­lag frammi fyrir miklum áskor­unum nú þegar und­ir­bún­ingur kjara­samn­inga stendur sem hæst og toppi hag­sveifl­unnar hefur verið náð.

Í þeirri bar­áttu sem framundan er megum við ekki missa sjónar af þeim grund­vall­ar­at­riðum sem ég hef fjallað um hér að framan og reynslan hefur kennt okk­ur, hvort sem mönnum líkar það betur eða ver, að síg­andi lukka og auk­inn kaup­máttur lægstu launa á grund­velli kjara­samn­inga sem gerðir eru í sam­hengi við stöðu atvinnu­veg­anna á hverjum tíma hafa fært okkur mestan árang­ur. Af þeirri bar­áttu­að­ferð í kjöl­far efna­hags­hruns­ins 2008 njótum við í dag. En staðan er við­kvæm og ýmsar vís­bend­ingar á lofti um að við stefnum í nýja efna­hagslægð. Við þær aðstæður er það skylda okkar að koma ein­huga og fum­laust að verki, líkt og við gerðum fyrir 10 árum.

En allt er breyt­ingum háð og margt bendir til þess að áherslur og bar­áttu­að­ferðir stærstu aðild­ar­sam­taka ASÍ verði með nokkuð öðrum hætti en verið hefur um lagt skeið. Það er ekki mitt að dæma um hvort það muni verða félags­mönnum Alþýðu­sam­bands­ins og fjöl­skyldum þeirra til heilla í fram­tíð­inni, nú þegar ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem for­seti ASÍ, en svo notuð séu fleyg orð Sókratesar úr málsvörn sinni í síð­ustu sam­ræðu hans við félaga sína:

„Nú skilj­ast leiðir en hvor fer betri för er öllum hulið nema guð­in­um.“

Kæru félag­ar, takk fyrir stuðn­ing ykkar á síð­ustu 10 árum í þessu vanda­sama verk­efni og ég færi ykkur ein­lægar þakkir fyrir að hafa leyft mér að þjóna ykkur og sinna verk­efnum sem hafa verið mér hjart­ans mál.

Nú skilja leiðir við lok þessa þings og ég fer sáttur frá borði og treysti ykk­ur, gras­rót þess­arar hreyf­ingar sem hér komið saman sem full­trúar yfir 120 þús­und félags­manna, til þess að halda stolt merki Alþýðu­sam­bands Íslands og íslenskrar verka­lýðs­hreyf­ingar á lofti, ég segi 43. þing Alþýðu­sam­bands Íslands sett.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent