Stefnir allt í sögulegt Alþýðusambandsþing

Í dag hefst þing Alþýðusambands Íslands þar sem um 300 fulltrúar frá 48 stéttarfélögum móta stefnu sambandsins til næstu tveggja ára. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á föstudag.

ASÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
ASÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Í kringum 300 full­trúar frá 48 stétt­ar­fé­lögum munu kjósa nýja for­ystu­menn Alþýðu­sam­band Íslands á 43. þingi ASÍ í dag. Á þing­inu verður mótuð stefna sam­bands­ins til næstu tveggja ára en þingið er haldið annað hvert ár. Stefnt er að ræða fimm mál­efni sér­stak­lega, tekju­skipt­ing og jöfn­uð­ur, jafn­vægi atvinnu­þátt­töku og einka­lífs, tækni­þróun og skipu­lag vinn­unn­ar, heil­brigð­is­þjón­usta og vel­ferð­ar­kerfið og loks hús­næð­is­mál. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Drífa Snædal, fram­kvæmda­stjóri S­GS, og Sverrir Már Alberts­son, fram­kvæmd­ar­stjóri og stjórn­ar­maður Afls, eru í fram­boði til for­seta ASÍ. Krist­ján Þórður Snæ­björns­son, for­mað­ur­ R­SÍ, Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, og Vil­hjálmur Birg­is­son, for­mað­ur­ VLFA, bjóða sig fram í emb­ætti vara­for­seta.

Þetta verður ákveð­ið ­tíma­móta ­þing ASÍ, að mati Sum­ar­liði Ísleifs­son­ar, lekt­ors við sagn­fræði og heim­speki­deild Há­skóla Íslands. Sum­ar­liði hefur skrifað mikið um sögu ASÍ og þekkir því vel sögu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hann segir í sam­talið við Morg­un­blaðið að svo miklar breyt­ingar á for­ystu ASÍ í einu hafi ekki gerst lengi. Hann segir ástandið í verka­lýðs­hreyf­ing­unni nú minna að sumu leyti á stöð­una um og eftir miðja 20. öld­ina. Greini­legt sé að tónn­inn sé harð­ari nú en hann hafi verið mörg und­an­farin ár. Svo virð­ist sem and­staðan við ríkj­andi öfl sé að taka yfir..

Auglýsing

Félags­legu þátt­unum ekki verið sinnt nóg

Sum­ar­liði seg­ir ­gagn­rýn­in og rót­tækan minni­hluta sam­bands­ins vera taka yfir. Má þar nefnda full­trúa Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, Fram­sýnar á Húsa­vík­, VR­ og nú for­ysta Efl­ing­ar. Hann telur að ástæðan fyrir því að and­staðan við ríkj­andi öfl innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar virð­ist vera að ná í gegn nú sé fyrst og fremst að félags­legu þátt­unum hafi ekki verið sinnt nægi­lega vel und­an­farin ár. Gert hafi verið átak í hús­næð­is­málum en það hafi komið of seint og verið of lít­ið. „Fólki er mis­boðið og það sættir sig ekki við þetta leng­ur,“ segir Sum­ar­liði. „Svo eru það launa­kröf­urn­ar. Áhersl­urnar nú eru greini­lega á að það þurfi að hækka laun hinna lægst­laun­uðu sér­stak­lega. Um það er lík­lega nokkuð mikil sam­staða en gæti verið mein­ing­ar­munur innan hreyf­ing­ar­innar um það hversu langt skuli ganga.“ 

Fram­boð til for­seta

Fram­bjóð­end­urnir tveir til­ ­for­sta A­SÍ, Drífa Snæ­dal og Sverrir Mar Alberts­son, sögðu í Kast­ljósi í gær að þau eru sam­mála um mik­il­vægi þess að safna lið og skipa í fylk­ing­ar. Eins sé það mik­il­vægt að end­ur­vinna traust Alþýðu­sam­bands­ins sem hafi legið undir ámæli síð­ustu ár. „Al­þýðu­sam­bandið er breið fylk­ing, úr öllum stjórn­mála­flokkum og mörg lífs­við­horf og annað slíkt. Það er mik­il­vægt að það sé ein­hver sam­eig­in­legur tónn hjá okk­ur, að menn finni sinn sann­leika, menn finni eign­ar­hald á þeirri kröfu­gerð sem verið er að ger­a.“ sagði Sverrir Mar

 ­Kröfu­gerð­ar­ ­Starfs­greina­sam­bands­ins og VR­ hafa vakið tölu­verða athygli og verið gagn­rýndar af and­stöð­unni fyrir að vera óraun­hæf­ar. Drífa segir kröf­urnar ábyrgar og unnar út frá kostn­að­ar­mati og segir „Ég segi að það er frekar óábyrgt af verka­lýðs­hreyf­ingu að fara fram með kröfur sem duga ekki fyrir fram­færslu. Þar liggur okkar ábyrgð.“

Drífa segir að eðli­legt að kraum­andi ólga sé á vinnu­mark­aði og í verka­lýðs­hreyf­ing­unni því þær kjara­bætur sem ASÍ hafi samið um hafi ekki skilað sér í umslag­ið. „Það er alveg ljóst að það eru miklar vænt­ingar og háar kröfur og það er gott, þetta verður vanda­samt verk­efni og spjót­unum verður mjög mikið beint að stjórn­völdum því að ef að þau hefðu staðið við sitt að þá værum við í annarri stöðu í dag, “ segir Drífa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent