Stefnir allt í sögulegt Alþýðusambandsþing

Í dag hefst þing Alþýðusambands Íslands þar sem um 300 fulltrúar frá 48 stéttarfélögum móta stefnu sambandsins til næstu tveggja ára. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á föstudag.

ASÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
ASÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Í kringum 300 full­trúar frá 48 stétt­ar­fé­lögum munu kjósa nýja for­ystu­menn Alþýðu­sam­band Íslands á 43. þingi ASÍ í dag. Á þing­inu verður mótuð stefna sam­bands­ins til næstu tveggja ára en þingið er haldið annað hvert ár. Stefnt er að ræða fimm mál­efni sér­stak­lega, tekju­skipt­ing og jöfn­uð­ur, jafn­vægi atvinnu­þátt­töku og einka­lífs, tækni­þróun og skipu­lag vinn­unn­ar, heil­brigð­is­þjón­usta og vel­ferð­ar­kerfið og loks hús­næð­is­mál. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Drífa Snædal, fram­kvæmda­stjóri S­GS, og Sverrir Már Alberts­son, fram­kvæmd­ar­stjóri og stjórn­ar­maður Afls, eru í fram­boði til for­seta ASÍ. Krist­ján Þórður Snæ­björns­son, for­mað­ur­ R­SÍ, Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, og Vil­hjálmur Birg­is­son, for­mað­ur­ VLFA, bjóða sig fram í emb­ætti vara­for­seta.

Þetta verður ákveð­ið ­tíma­móta ­þing ASÍ, að mati Sum­ar­liði Ísleifs­son­ar, lekt­ors við sagn­fræði og heim­speki­deild Há­skóla Íslands. Sum­ar­liði hefur skrifað mikið um sögu ASÍ og þekkir því vel sögu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hann segir í sam­talið við Morg­un­blaðið að svo miklar breyt­ingar á for­ystu ASÍ í einu hafi ekki gerst lengi. Hann segir ástandið í verka­lýðs­hreyf­ing­unni nú minna að sumu leyti á stöð­una um og eftir miðja 20. öld­ina. Greini­legt sé að tónn­inn sé harð­ari nú en hann hafi verið mörg und­an­farin ár. Svo virð­ist sem and­staðan við ríkj­andi öfl sé að taka yfir..

Auglýsing

Félags­legu þátt­unum ekki verið sinnt nóg

Sum­ar­liði seg­ir ­gagn­rýn­in og rót­tækan minni­hluta sam­bands­ins vera taka yfir. Má þar nefnda full­trúa Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, Fram­sýnar á Húsa­vík­, VR­ og nú for­ysta Efl­ing­ar. Hann telur að ástæðan fyrir því að and­staðan við ríkj­andi öfl innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar virð­ist vera að ná í gegn nú sé fyrst og fremst að félags­legu þátt­unum hafi ekki verið sinnt nægi­lega vel und­an­farin ár. Gert hafi verið átak í hús­næð­is­málum en það hafi komið of seint og verið of lít­ið. „Fólki er mis­boðið og það sættir sig ekki við þetta leng­ur,“ segir Sum­ar­liði. „Svo eru það launa­kröf­urn­ar. Áhersl­urnar nú eru greini­lega á að það þurfi að hækka laun hinna lægst­laun­uðu sér­stak­lega. Um það er lík­lega nokkuð mikil sam­staða en gæti verið mein­ing­ar­munur innan hreyf­ing­ar­innar um það hversu langt skuli ganga.“ 

Fram­boð til for­seta

Fram­bjóð­end­urnir tveir til­ ­for­sta A­SÍ, Drífa Snæ­dal og Sverrir Mar Alberts­son, sögðu í Kast­ljósi í gær að þau eru sam­mála um mik­il­vægi þess að safna lið og skipa í fylk­ing­ar. Eins sé það mik­il­vægt að end­ur­vinna traust Alþýðu­sam­bands­ins sem hafi legið undir ámæli síð­ustu ár. „Al­þýðu­sam­bandið er breið fylk­ing, úr öllum stjórn­mála­flokkum og mörg lífs­við­horf og annað slíkt. Það er mik­il­vægt að það sé ein­hver sam­eig­in­legur tónn hjá okk­ur, að menn finni sinn sann­leika, menn finni eign­ar­hald á þeirri kröfu­gerð sem verið er að ger­a.“ sagði Sverrir Mar

 ­Kröfu­gerð­ar­ ­Starfs­greina­sam­bands­ins og VR­ hafa vakið tölu­verða athygli og verið gagn­rýndar af and­stöð­unni fyrir að vera óraun­hæf­ar. Drífa segir kröf­urnar ábyrgar og unnar út frá kostn­að­ar­mati og segir „Ég segi að það er frekar óábyrgt af verka­lýðs­hreyf­ingu að fara fram með kröfur sem duga ekki fyrir fram­færslu. Þar liggur okkar ábyrgð.“

Drífa segir að eðli­legt að kraum­andi ólga sé á vinnu­mark­aði og í verka­lýðs­hreyf­ing­unni því þær kjara­bætur sem ASÍ hafi samið um hafi ekki skilað sér í umslag­ið. „Það er alveg ljóst að það eru miklar vænt­ingar og háar kröfur og það er gott, þetta verður vanda­samt verk­efni og spjót­unum verður mjög mikið beint að stjórn­völdum því að ef að þau hefðu staðið við sitt að þá værum við í annarri stöðu í dag, “ segir Drífa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent