„Megi þá helvítis byltingin lifa“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í pistli á Facebook.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

„Ég finn mig knúna til að bregð­ast við leið­ara Frétta­blaðs­ins, “Stærsta ógn­in”, sem birt­ist á föstu­dag­inn var. Þó langar mig það ekk­ert. Mér langar ekki að virða fólk sem beitir hik­laust hót­unum við­lits. En því miður er svo komið fyrir tals­mönnum óbreytts ástands að þeir hika ekki við reyna að kúga vinn­andi fólk til hlýðni með sjúkri og við­bjóðs­legri orð­ræðu og þá er auð­vitað ekki um annað að ræða en að sýna að í mér rennur blóð­...“  segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ingar stétt­ar­fé­lags, í Face­book-pistli í gær um leið­ara Harðar Ægis­son­ar, rit­stjóra Mark­að­ar­ins, við­skipta­blaðs Frétta­blaðs­ins.

Leið­ari Harðar var birtur síð­ast­lið­inn föstu­dag og bar yfir­skrift­ina „Stærsta ógn­in“. Í leið­ar­anum gagn­rýnir Hörður kröfur Starfs­greina­sam­bands Ísland og VR í kom­andi kjara­við­ræð­u­m.  „­For­ystu­menn helstu verka­lýðs­fé­laga lands­ins, sem öllum má nú vera ljóst að eru stærsta ógnin gagn­vart lífs­kjörum meg­in­þorra íslensks launa­fólks á kom­andi árum, eru á öðru máli,“ skrifar Hörð­ur.

Heimsendir frekar en rétt­læti

Sól­veig Anna gagn­rýnir leið­ar­inn harð­lega í Face­book-­færslu sinni og segir Hörð bók­staf­lega ganga af göfl­unum í leið­ar­an­um. „Fyr­ir­litn­ingin og andúðin á verka­fólki og þeim sem strita fyrir lægstu launin sem fruss­ast á okkur af síðum Frétta­blaðs­ins er með ólík­ind­um...“ skrifar Sól­veig

Auglýsing

Hún segir að til­gang­ur­inn með skrifum Harðar sé að „skelfa fólk til hlýðni og að búa til tæki­færi fyrir hóf­stillt­ari og jarð­bundn­ari tals­menn arð­ráns­ins til að stíga fram sem málsvara skyn­semi og stöð­ug­leika.“

Sól­veig Anna túlkar skrif Harðar á þá leið að hann sé að stilla sjálfum sér upp sem rödd skyn­sem­innar „en það er ekki hægt að segja annað en að móð­ur­sýkis­kenndir heimsenda­spá­dómar hans ein­kenn­ist af alveg hreint ein­stakri van­still­ing­u“. Hún segir að slag­orð „Heimsenda-Harð­ar“ hljóta að vera „heimsendir frekar en rétt­læt­i“.

Vill frekar að reiknað sé hvað kostar að reka sam­fé­lag sem er grund­vallað á efna­hags­legu órétt­læti

Hörður segir í leið­ara sínum að kröf­ur verka­lýðs­fé­lag­anna verði ekki lýst öðru­vísi en sem „st­urluð­um“ og „í engum takti við efna­hags­legan veru­leika“. Sól­veig svarar því og segir hins vegar að sé löngu tíma­bært að við­ur­kenna að hinn efna­hags­legi veru­leiki sem lág­launa­fólk býr við sé sturl­aðar

„Hörður kallar eftir því að verka­lýðs­hreyf­ingin leggi mat á kostn­að­inn við kröf­urnar en hvernig væri nú að Hörður og aðrar mál­pípur auð­valds­ins legðu mat á kostn­að­inn sem felst í því að reka sam­fé­lag sem er grund­vallað á efna­hags­legu órétt­læti? Væri það ekki hressandi til­breyt­ing?“ spyr Sól­veig.

Hún varpar fram spurn­ingum í pistl­inum og biður fólk að svara af heið­ar­leika.

„Er það bylt­ing­ar­kennt að fólk megi lifa af ráð­stöf­un­ar­tekjum sín­um? Er það bylt­ing­ar­kennt að fólk geti látið það duga að vera í einni vinnu? Er það bylt­ing­ar­kennt að fólk hafi aðgang að öruggu hús­næði á eðli­legum kjörum? Er það bylt­ing­ar­kennt að fólkið sem hefur minnst á milli hand­anna verði ekki lengur látið bera þyngstu skatt-­byrgð­arn­ar? Er það bylt­ing­ar­kennt að fjár­magns­eig­endur verði látnir axla sam­fé­lags­lega ábyrgð með því að greiða eðli­lega skatt­pró­sentu af auð­æfum sín­um?“

„Og ef svarið er já, þetta er bylt­ing­ar­kennt þá kallið mig bylt­ing­ar­konu, í guð­anna bæn­um! Megi þá hel­vítis bylt­ingin lifa,“ skrifar Sól­veig Anna.

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Sunday, Oct­o­ber 21, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent