Höfum sjaldan verið í betri stöðu til að takast á við áföll

Framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands segir að skuldir heimila og fyrirtækja séu heilbrigðari en þær hafi verið í tvo áratugi.

Auglýsing

Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, segir ólíklegt að heimili og fyrirtæki landsins muni þurfa að ganga í gegnum sambærilegt endurskipulagningar- og þrengingarferli og þau gerðu eftir bankahrunið við næstu lendingu í efnahagslífinu. „Við erum vel í stakk búin. Við höfum sjaldan verið í jafn góðri stöðu. Ef við lítum á skuldir heimilanna þá erum við að sjá betri mynd en við höfum séð síðustu tvo áratugi. Svipað er að segja um fyrirtækin, þótt að skuldavöxtur þar hafi verið örlítið meiri. En horft í sögulegu samhengi síðustu 20 árin þá stöndum við sterkt.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, við Hörpu í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem frumsýnt var á miðvikudag. Þar ræddu þau innihald nýs Fjármálastöðugleikarits Seðlabanka Íslands. Hægt er að horfa á stiklu úr þættinum í spilaranum hér að ofan.

Auglýsing

Harpa ræddi þar einnig inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkað en um var að ræða annað inngrip bankans á skömmum tíma til að hefta hraða veikingu krónunnar. Harpa segir að inngripin eigi sér ætið skamman aðdraganda. „Nú er það yfirlýst markmið peningastefnunnar að Seðlabankinn grípi inn í ef að flöktið á markaðnum er mjög mikið. Þannig að ef að krónan hreyfist svona hratt og mikið á fáum dögum þá er það metið hverju sinni hvort að grípa skuli inn í til að róa markaðinn.“

Hægt er að horfa á 21 miðvikudagsins í heild hér að neðan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent