Segir rótina að loftslagsbreytingum vera hið kapítalíska heimsskipulag

Þingmaður Vinstri grænna telur að Íslendingar þurfi að horfast í augu við það að að rótin að sláandi niðurstöðum skýrslu IPCC og loftlagsbreytingum sé kapítalískt heimsskipulag.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Vinstri grænna segir að rótin að slá­andi nið­ur­stöð­u­m ­skýrslu Milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) og loft­lags­breyt­ingum sé kap­ít­al­ískt heims­skipu­lag og að Íslend­ingar þurfi að horfast í augu við það. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í morg­un. 

„Kap­ít­al­ism­inn í sinni allra verstu mynd, hefur haft þau áhrif að neysla okkar hefur haft eyði­leggj­andi áhrif á nátt­úr­una okk­ar, jörð­ina okkar og lofts­lag­ið,“ segir Rósa Björk en hún telur að bregð­ast þurfi við lofts­lags­breyt­ingum af fullri hörku. Rót­tækra félags­legra, póli­tískra, efna­hags­legra og menn­ing­ar­legra breyt­inga sé þörf.

Hún bendir enn fremur á að tím­inn sé naum­ur. „Við þurfum að ráð­ast í rót­tækar breyt­ingar á lífs­háttum okkar og skipu­lagi sam­fé­lags­ins núna út frá þeirri meg­in­hugsun að vernda nátt­úru og koma í veg fyrir meira tjón. Það er alls ekki nóg, þó að vel sé, að koma fram með fína aðgerða­á­ætlun í loft­lags­mál­um, sem er nauð­syn­legt skref en ekki enda­stöð. Og við þurfum að gera meira en að vera á tán­um.“

Auglýsing

Í lok ræð­unnar segir Rósa Björk þetta vera risa­stór mark­mið sem mörgum óar við en þau séu nauð­syn­legt mark­mið. „Ef að ef okkur tak­ist það ekki þá skiljum við ekki eftir neina mögu­leika fyrir næstu kyn­slóðir að lifa líf­væn­legu líf­i.“

Segir stjórn­völd taka skýrsl­una alvar­lega

Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mynd: Bára Huld BeckUmhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, tók einnig til máls á Alþingi í morg­un. Hann segir að skýrslan sé afar mik­il­væg og bendir á að hún hafi af mörgum verið kölluð loka­við­vörun vís­inda­sam­fé­lags­ins um að rót­tækra breyt­inga sé þörf til að kom­ast hjá skelfi­legum afleið­ingum stjórn­lausrar hnatt­rænnar hlýn­un­ar.

„Skýrsla IPCC er þörf brýn­ing til Íslands og allra ríkja heims um að lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum eru alvöru mál og að tími til aðgerða er naum­ur. Stjórn­völd hér á landi munu taka þessi skila­boð inn í vinnu við nýja útgáfu af aðgerða­á­ætlun stjórn­valda, sem lítur dags­ins ljós á næsta ári, eftir sam­ráðs­ferli sem nú stendur yfir. Við tökum skýrsl­una þannig mjög alvar­lega,“ segir hann. 

Guð­mundur Ingi segir að Ísland geti þó ekki eitt og sér tryggt árangur á heims­vísu, frekar en nokk­urt eitt ríki. En skyldan sé rík. „Við höfum mörg tæki­færi til að draga úr losun og auka kolefn­is­bind­ingu og getum auk þess náð öðrum mark­miðum um leið, svo sem minni heilsu­spill­andi loft­mengun og end­ur­heimt skadd­aðra vist­kerfa,“ segir hann og bætir því við að nú sé unnið að þessu.

Telur aðgerð­ar­á­ætl­unin end­ur­spegla áherslur skýrsl­unnar

Guð­mundur Ingi telur enn fremur að aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar end­ur­spegli áherslur skýrsl­unn­ar. Hann segir að ­á­ætl­unin taki á öllum helstu upp­sprettum los­unar og mögu­leikum á kolefn­is­bind­ingu og með því að stór­auka fjár­magn til aðgerða. Það sé vel þekkt á alþjóða­vett­vangi að hér á landi sé notuð nær ein­göngu end­ur­nýj­an­leg orka til raf­magns­fram­leiðslu og hús­hit­un­ar. 

„Við höfum nú tæki­færi til að vera í far­ar­broddi við að nota end­ur­nýj­an­lega orku til sam­gangna og síðar í sjáv­ar­út­vegi. Þannig eru metn­að­ar­full áform um raf­væð­ingu bíla­flot­ans, upp­bygg­ingu inn­viða vegna þess, auknar almenn­ings­sam­göngur o.s.frv. Þannig getum við ráð­ist í þriðju bylt­ing­una í notkun end­ur­nýj­an­legrar orku. Fá lönd hafa líka stærri tæki­færi til að binda kolefni í gróðri og jarð­vegi og þar getum við aftur sýnt mik­il­vægt for­dæmi. Og það skiptir máli, ekki síst fyrir kolefn­is­hlut­leysi,“ segir hann. 

Hann nefnir jafn­framt að íslenskt hug­vit og þekk­ing í lofts­lagsvænni tækni hafi vakið athygli. Þar megi nefna nið­ur­dæl­ingu koltví­sýr­ings á Hell­is­heiði og lofts­lagsvæna tækni í skip­um. Mik­il­vægt sé að Íslend­ingar efli nýsköpun og það verði meðal ann­ars gert með því að koma Lofts­lags­sjóði í gagn­ið, líkt og kveðið er á um í aðgerða­á­ætl­un­inni.

„Í aðgerða­á­ætlun okkar eru settar fram sviðs­myndir um losun í öllum geirum sam­fé­lags­ins og 34 aðgerðir settar fram. Við þurfum vissu­lega nákvæm­ari útreikn­inga til að sjá hverju hver aðgerð skil­ar, um það erum við með­vit­uð, og sú vinna tekur nú við, m.a. miðað við sviðs­mynd­irnar sem að ofan eru nefnd­ar,“ segir Guð­mundur Ingi. Hann telur fók­us­inn skýr­an. „Meg­in­sam­dráttur á að eiga sér stað með því að draga úr olíu­notk­un, og minnka magn koltví­sýr­ings í and­rúms­lofti með kolefn­is­bind­ingu. Þannig eru aðgerðir í aðgerða­á­ætlun í takti við ráð­legg­ingar IPCC skýrsl­unn­ar.“

Hann seg­ist að lokum vera afar ánægður með að ný aðgerða­á­ætlun marki straum­hvörf varð­andi fjár­magn og afl til lofts­lags­mála og það eitt og sér séu stór­tíð­indi í umhverf­is­vernd á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent