Tíu formenn veiðifélaga skrifa þingmönnum og vara við opnu sjókvíaeldi

laxeldi
Auglýsing

Tíu for­menn veiði­fé­laga á Norð­ur- og Vest­ur­landi segja í bréfi til þing­manna Norð­vest­ur­kjör­dæmis að fisk­eldi í opnum sjó­kvíum sé atlaga að búsetu í sveitum lands­ins. Vitnað er til þess að 280 lög­býli í Húna­vatns­sýslu hafi tekjur af lax­veiði auk margra jarða sem hafi tekjur af sil­ungs­veið­i. 

Í bréf­inu er sér­stak­lega vikið að því, að eldi í opnum sjó­kvíum geti kippt stoð­unum undan umfangs­mik­illi atvinnu­grein hjá bænd­um, og auk þess brotið upp sam­vinnu­skipu­lag bænda sem tryggir að tekjur af veið­inni dreif­ist um byggð­irn­ar. 

„Bændur og aðrir veiði­rétt­ar­eig­endur hafa lagt sig fram um að vernda, við­halda og umgang­ast þessa auð­lind með þeirri virð­ingu, sem henni ber,  þannig að orð­spor lax­veiðiáa verði sem allra best. Jafn­framt hafa verið settir miklir fjár­munir í að bæta aðstöðu veiði­manna s.s. með góðum aðbún­aði í veiði­húsum og aðgengi að veiði­svæðum með vega­lagn­ing­u. ­Tekjur af lax- og sil­ungs­veiði­hlunn­indum hafa í margar kyn­slóðir verið mjög mik­il­væg stoð við búskap fjöl­margra bænda í sveitum lands­ins. Ef þessi verð­mæti skerð­ast verður fót­unum kippt undan afkomu fjöl­skyldna um allt land. Laga­leg umgjörð um sam­vinnu­fé­lög bænda í tengslum við veiðiár tryggir að tekj­urnar dreifast með lýð­ræð­is­legum hætti innan sveita. 

Auglýsing

Þessi verð­mæti eru ekki aðeins í hættu vegna þeirrar óhjá­kvæmi­legu erfða­blönd­unar sem verður þegar eld­is­fiskur af norskum upp­runa gengur upp í árn­ar, heldur verður skað­inn strax þegar eld­is­fiskur veiðist í ánum. Orð­spor við­kom­andi veiðiár bíður þá hnekki og verð­mæti hlunn­inda hennar minn­kar,“ segir í bréf­in­u. 

Þá segir enn fremur að nauð­syn­legt sé að koma í veg fyrir að eldi í opnum sjó­kvíum verði opnað í Ísa­fjarð­ar­djúpi. „Koma þarf í veg fyrir að til­rauna­eldi í opnum sjó­kvíum fari ofan í Ísa­fjarð­ar­djúp. Óboð­legt við þær aðstæður sem eru uppi að setja niður opnar sjó­kvíar í fleiri firði við landið en eru þar nú þeg­ar. Hægt er að fá allar nauð­syn­legar upp­lýs­ingar frá þeim sjó­kvía­eld­is­fyri­tækjum sem eru þegar starf­andi. Fréttir frá því í sumar af því að eld­is­fiskur hefur veiðst á ám sem eru víðs­fjarri sjó­kvía­eldi sýna okkur sem ekki verður um villst að eld­is­fikur ferð­ast langa vega­lengd. Gjarnan 400 til 600 km áður en henn gengur upp í ár, þetta stað­festa rann­sóknir í Nor­eg­i.“

Bréfið fer hér að neðan í heild sinn­i: 

Alþing­is­menn og ráð­herrar Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Í fram­haldi af ágætum fundi með alþing­is­mönnum Norð­vest­ur­s­kjör­dæmis ( HB, LRM, SPJ og GB ) þann 15. októ­ber s.l. eru hér á eftir til­færð helstu áherslu­at­riði sem nefndar voru á fund­in­um.

Til­efni fund­ar­ins sem boðað var til að ósk for­svars­manna veiði­fé­laga í Húna­vatns­sýslu, er fyr­ir­hugað sjó­kvía­eldi á laxi í opnum sjó­kvíum í Ísa­fjarð­ar­djúpi.

1) Eldi í opnum sjó­kvíum er atlaga að búsetu í sveit­u­m Í  Húna­vatns­sýslu eru um 280 lög­býli sem hafa tekjur af lax­veiði­hlunn­ind­um, auk margra jarða sem hafa tekjur af sil­ungs­veiði.

Bændur og aðrir veiði­rétt­ar­eig­endur hafa lagt sig fram um að vernda, við­halda og umgang­ast þessa auð­lind með þeirri virð­ingu, sem henni ber,  þannig að orð­spor lax­veiðiáa verði sem allra best. Jafn­framt hafa verið settir miklir fjár­munir í að bæta aðstöðu veiði­manna s.s. með góðum aðbún­aði í veiði­húsum og aðgengi að veiði­svæðum með vega­lagn­ingu.



Tekjur af lax- og sil­ungs­veiði­hlunn­indum hafa í margar kyn­slóðir verið mjög mik­il­væg stoð við búskap fjöl­margra bænda í sveitum lands­ins. Ef þessi verð­mæti skerð­ast verður fót­unum kippt undan afkomu fjöl­skyldna um allt land. Laga­leg umgjörð um sam­vinnu­fé­lög bænda í tengslum við veiðiár tryggir að tekj­urnar dreifast með lýð­ræð­is­legum hætti innan sveita. 

Þessi verð­mæti eru ekki aðeins í hættu vegna þeirrar óhjá­kvæmi­legu erfða­blönd­unar sem verður þegar eld­is­fiskur af norskum upp­runa gengur upp í árn­ar, heldur verður skað­inn strax þegar eld­is­fiskur veiðist í ánum. Orð­spor við­kom­andi veiðiár bíður þá hnekki og verð­mæti hlunn­inda hennar minnk­ar.

Lax­veiði í Huna­vatns­sýslum og reyndar víða um land er mik­il­vægur þáttur þeim hluta dýrasta hluta ferða­manna­iðn­að­ar­ins. Þó það fari ekki hátt þá heim­sækja árnar margir auð­ugir ferða­menn. Þessir aðilar leggja mikið upp úr að árnar séu sjálf­bærar og allt umhverfi sé i sátt við nátt­úr­una. Í við­tölum við erlenda veiði­menn hafa oft komið fram áhyggjur þeirra af áhrifum lax­eldis í sjó á stofna ánna. Við erum því í þessu sam­bandi bæði að tala um raun­veru­leg áhrif þ.e. eld­is­lax gengur í á, en einnig áhrif á orð­spor allra ann­arra áa gangi eld­is­lax í eina á. 



Koma þarf í veg fyrir að til­rauna­eldi í opnum sjó­kvíum fari ofan í Ísa­fjarð­ar­djúp. Óboð­legt við þær aðstæður sem eru uppi að setja niður opnar sjó­kvíar í fleiri firði við landið en eru þar nú þeg­ar. Hægt er að fá allar nauð­syn­legar upp­lýs­ingar frá þeim sjó­kvía­eld­is­fyri­tækjum sem eru þegar starf­andi. Fréttir frá því í sumar af því að eld­is­fiskur hefur veiðst á ám sem eru víðs­fjarri sjó­kvía­eldi sýna okkur sem ekki verður um villst að eld­is­fikur ferð­ast langa vega­lengd. Gjarnan 400 til 600 km áður en henn gengur upp í ár, þetta stað­festa rann­sóknir í Nor­egi.

Með því að setja niður sjó­kvía­eldi í Djúpið er kom­inn eld­is­lax í næsta nágrenni við hún­vetnsku árn­ar. Í því sam­bandi er rétt að minna á að fjar­lægð frá fyr­ir­hug­uðum kvíum í Djúp­inu í árnar í Húna­vatns­sýslu er á milli 200 til 300 km.



2) Eldi í opnum sjó­kvíum ógnar villtum laxa­stofnum

Norskir vís­inda­menn hafa stað­fest að 66% villtra stofna í Nor­egi hafa skað­ast vegna erfða­blönd­un­ar. Gera má ráð fyrir að einn eld­is­lax sleppi úr hverju einu tonni sem alið er í sjó­kví­um. Það þýðir að 71.000 eld­is­laxar sleppi í sjó við Ísland á hverju ári ef áform um 71.000 tonna eldi ná fram að ganga. Til sam­an­burðar er talið að hrygn­ing­ar­stofn íslenska lax­ins sé um 40.000 fisk­ar. Norski eld­is­lax­inn hefur verið rækt­aður um langa hríð sem hrað­vaxta hús­dýr og ber með sér erfða­eig­in­leika sem geta verið mjög skað­legir þegar þeir bland­ast villtum stofnum og dregið stór­lega úr mögu­leikum þeirra til að kom­ast af í nátt­úr­unni.

--- Erfða­blönd­unin er ekki eina hættan þegar fiskur sleppur úr opnum sjó­kví­um. Við­vera eld­is­fisk ein og sér skaðar afkomu­mögu­leika villtra stofna. Eld­is­fisk­ur­inn gengur seinna í árn­ar, leitar á sömu hrygn­ing­ar­staði og getur rótað þar upp og spillt fyrir hrygn­ingu villtra stofna.

- Við þetta bæt­ist eitr­anir vegna laxalús, lúsin sjálf, nýrna­veiki og aðrir fisk­sjúk­dómar sem grass­era í kví­un­um.



Virð­ing­ar­fyllst.



25. októ­ber  2018.



Krist­inn Guð­munds­son, for­maður Veiði­fé­lags Hrúta­fjarð­arár og Síkár

Þor­steinn B. Helga­son, for­maður Veiði­fé­lags Mið­firð­inga

Björn Magn­ús­son, for­maður Veiði­fé­lags Víði­dalsár

Birgir Ing­þórs­son, for­maður Veiði­fé­lags Gljúfurár

Magnús Ólafs­son, for­maður Veiði­fé­lags Vatns­dalsár

Páll Á Jóns­son, for­maður Veiði­fé­lags Laxár á Ásum

Oddur Hjalta­son, for­maður Veiði­fé­lags Fremri - Laxár

Sig­urður Ingi Guð­munds­son, for­maður Veiði­fé­lags Blöndu og Svartár

Anna Mar­grét Jóns­dótt­ir, for­maður Veiði­fé­lags Laxár á Refa­sveit

Magnús Berg­mann Guð­manns­son, for­maður Veiði­fé­lags Hallár.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent