Stundin rýfur lögbannið

Stundin birtir í dag umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar upp úr Glitnisskjölunum. Fram kemur að ritstjórn Stundarinnar hefur ákveðið að láta ekki gjaldþrota banka lengur ákveða hvað fjalla megi um í fjölmiðlum.

Forsíða Stundarinnar í dag
Forsíða Stundarinnar í dag
Auglýsing

Stundin hefur ákveðið að rjúfa lög­bann á umfjöllun um við­skipti Bjarna Bene­dikts­sonar og tengdra aðila tengd Glitni í aðdrag­anda banka­hruns­ins. Í dag­blaði Stund­ar­innar í dag birt­ust því fréttaum­fjall­anir um við­skipti Bjarna Ben í Glitn­is­skjöl­un­um. 

 Þann 16. okt­óber 2017, rétt fyrir alþing­is­kosn­ing­ar, lagði sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lög­bann á umfjöllun Stund­ar­innar um við­skipti þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og fjöl­skyldu hans fyrir hrun sem byggði á viða­miklum gögnum innan úr Glitni banka. Þrota­bú Glitn­is, Glitnir Holdco, fór fram á lög­bannið og lögðu nokkrir þeirra sem komið höfðu fyrir í umfjöllun Stund­ar­innar fram yfir­lýs­ingar um að þeir teldu að brotið hefði verið gegn lög­vörðum rétt­indum þeirra ­með birt­ingu upp­lýs­ing­anna. 

Umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vík Media um umsvif þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og aðila sem tengd­ust honum lutu að við­skipta­sam­bandi þeirra við einn hinna föllnu bana Glitni hf. á sama tíma og hann var þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem þá sat í rík­is­stjórn. Umfjöll­unin tengd­ist þannig við­skipta­háttum í einum stóru við­skipta­bank­anna fyrir fall þeirra 2008.

Auglýsing


Gjald­þrota banki fær ekki lengur að stjórna umfjöllun

Í rit­­stjórapistli blaðs­ins segir að á þeim 375 dögum sem liðnir eru frá því að lög­­­bannið á Íslandi var lagt á hefur lög­­gjaf­­ar­­valdið ekki gripið til neinnar aðgerðar til að afstýra því að sýslu­­maður geti valsið aftur inn á rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur í fylgd hags­muna­að­ila og lagt lög­­­bann á umfjöllun fjöl­miðla. Þrjár vikur eru ­­síðan Lands­­réttur komst að þeirra nið­­ur­­stöðu með afger­andi hætti að lög­­­bannið væri ólög­­legt og upp­­lýs­ing­­arnar ættu erindi til almenn­ings en for­svar­s­­menn Glit­ins HoldCo hafa ákveðið að að gefa ekki enn upp hvort sóst verði eftir áfrýj­un­­ar­­leyfi þar sem fram­­lengt enn ólög­­mætt lög­­­bann. 

Rit­­stjórn Stund­­ar­innar hefur því ákveðið að láta gjald­­þrota banka ekki lengur ákveða hvað fjalla megi um í fjöl­miðl­um: „Rit­­stjórn Stund­­ar­innar hefur ákveðið að láta ekki gjald­­þrota banka lengur ákveða hvað megi fjalla um- bæð­i fjár­hags­lega, laga­­lega og sið­­ferð­is­­lega gjald­­þrota banka­­stofn­un, þar sem sem stundað var það sem verður ekki kallað annað en skipu­­leg brota­­starf­­semi mark­aðs­mis­­­not­k­unar og umboðs­svika, í þeim til­­­gangi að blekkja almenn­ing. Ekki er rétt­an­leg­t ­með nein­u ­mót­i að beita þögg­un til að koma í veg fyrir umræðu um blekk­ingu og mis­­­notkun á aðstöðu, jafn­­vel þótt emb­ætti Sýslu­­manns­ins í Reykja­vík­ ­fall­ist á það án þess að taka til­­lit til tján­ing­­ar­frelsis og upp­­lýs­inga­réttar almenn­ings.“ segir í rit­­stjórapistli Jón Trausta Reyn­is­­sonar og Ingi­bjarg­ar Daggar Kjart­ans­dótt­­ur, þar sem greina þau frá ástæðum þess að rit­­stjórn Stund­­ar­innar kaus að ljúka lög­­­bann­inu þegar í stað.

Bene­dikt Jóhann­es­son kemur fyr­ir  í Glitn­is­skjöl­unum

Fyrsta fréttin um umsvif Bjarna Bene­dikts­son í blaði Stund­ar­innar í dag ber fyr­ir­sögn­ina „Svona not­uðu Bjarni og Eng­eyj­ar­fjöl­skyldan Íslands­banka“. Í frétt­inni kemur fram ­Bjarni Bene­dikts­son stýrði fjár­fest­ingum fyr­ir­tækja­veld­is ­föð­ur­ síns og föð­ur­bróður á bak við tjöldin fyrir hrunið 2008. Eng­eyjar voru þá ráð­andi hlut­haf­ar ís­lands­banka og vék bank­inn ítrekað frá vinnu­reglum til að ganga erinda þeirra. 

Í umfjöllun Stund­ar­innar kemur einnig fram að nafn Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, kemur fyrir á lána­skjali frá Glitni vegna lána til fjár­fest­ingar í BNT ehf., móð­ur­fé­lag­i N1. Þar segir að til hafi staðið að lána honum 40 millj­ónir til hluta­bréfa­kaupa í móð­ur­fé­lag­i N1. Bene­dikt seg­ist ekki hafa fengið lánið en hann hafi fjár­fest í BNT ehf.

Í blað­inu eru einnig greint frá því að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, muni svara spurn­ingum Stund­ar­innar um við­skipti Bjarna Bene­dikts­son­ar ­sem opin­ber­ast í Glitn­is­skjöl­un­um en fram kemur að hún hafði ekki tök á því að svara spurn­ing­unum áður en blaðið fór í prent­un.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent