Á hverju byggist lögbannið? - Beiðnin birt í heild sinni

Lögbann á umfjöllun Stundarinnar um forsætisráðherra hefur verið fordæmt, meðal annars af formanni Blaðamannafélags Íslands.

Hæstiréttur
Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Glitni Holdco ehf., sem heldur um eignir sem áður til­heyrðu slita­búi Glitn­is, segir að lög­bannskrafan gagn­vart Stund­inni, sem sam­þykkt var í dag, byggi á því að Glitnir hafi haft ástæðu til þess að ætla, að við­kvæm gögn um þús­undir við­skipta­vina væru í höndum Stund­ar­inn­ar. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Glitni Holdco. Í lög­banns­beiðn­inni sjálfri, sem birt er hér með­fylgj­andi, er meðal ann­ars vitnað til laga um þagn­ar­skyldu þeirra sem höndla með gögn sem þessi.

Í til­kynn­ingu segir að horft hafi verið til þess að líkur stæðu til þess að mikið magna per­sónu­legra gagna væri í höndum Stund­ar­inn­ar. „Fyrr í dag féllst emb­ætti sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á beiðni Glitnis HoldCo ehf. um að lög­bann yrði lagt við til­teknum frétta­flutn­ing Útgáfu­fé­lags­ins Stund­ar­innar ehf. og Reykja­vík Media ehf. Nánar til­tekið var þess kraf­ist að lög­bann yrði lagt þá þegar við birt­ingu Útgáfu­fé­lags­ins Stund­ar­innar ehf. og Reykja­vík Media ehf. á öllum fréttum eða annarri umfjöllun er byggði á eða væri unnin upp úr gögnum úr fórum eða kerfum Glitnis HoldCo ehf. sem bundnar væru banka­leynd sam­kvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Nefnd krafa var lögð fram þar sem Glitnir HoldCo ehf. taldi yfir­gnæf­andi líkur á því að umfjöll­un umræddra frétta­miðla byggði á gíf­ur­legu magni gagna sem inni­héldi upp­lýs­ingar um per­sónu­lega fjár­hags­mál­efni þús­unda fyrr­ver­andi við­skipta­vina Glitnis HoldCo ehf. Stjórn Glitnis HoldCo ehf. taldi því nauð­syn­legt að grípa til fyr­ir­byggj­andi aðgerða til að gæta hags­muna sinna við­skipta­vina,“ segir í til­kynn­ing­unni frá Glitni Holdco.

Auglýsing

Jón Trausti Reyn­is­­son, annar rit­­stjóra Stund­­ar­inn­­ar, var afar ósáttur við lög­­­bannið sem sett hefur verið á frétta­­flutn­ing fjöl­mið­ils­ins upp úr gögnum frá Glitni er varða við­­skipti Bjarna Bene­dikts­­sonar og fjöl­­skyldu hans í aðdrag­anda banka­hruns­ins. Það var sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem sam­þykkti lög­bann­ið.

Hann segir að lög­­­bannið taki til þess, að Stundin megi ekki vinna fréttir upp úr gögn­unum og geti því ekki birt frek­­ari fréttir um mál, þar til réttaró­vissu um heim­ild til þess hefur verið eytt. 

Málið er nú á leið­inni fyrir dóm­stóla, en að sögn Jón Trausta hefur Glitnir Holdco ehf., eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka Glitn­is, viku til þess að rök­­styðja lög­­­bannið fyrir dóm­stól og leggja fram stefnu máli sínu til stuðn­­ings. 

Ljóst sé að nið­­ur­­staða muni ekki fást í málið fyrr en eftir kosn­­ing­­arnar 28. októ­ber, næst­kom­andi.

Meira úr sama flokkiInnlent