Á hverju byggist lögbannið? - Beiðnin birt í heild sinni

Lögbann á umfjöllun Stundarinnar um forsætisráðherra hefur verið fordæmt, meðal annars af formanni Blaðamannafélags Íslands.

Hæstiréttur
Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Glitni Holdco ehf., sem heldur um eignir sem áður til­heyrðu slita­búi Glitn­is, segir að lög­bannskrafan gagn­vart Stund­inni, sem sam­þykkt var í dag, byggi á því að Glitnir hafi haft ástæðu til þess að ætla, að við­kvæm gögn um þús­undir við­skipta­vina væru í höndum Stund­ar­inn­ar. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Glitni Holdco. Í lög­banns­beiðn­inni sjálfri, sem birt er hér með­fylgj­andi, er meðal ann­ars vitnað til laga um þagn­ar­skyldu þeirra sem höndla með gögn sem þessi.

Í til­kynn­ingu segir að horft hafi verið til þess að líkur stæðu til þess að mikið magna per­sónu­legra gagna væri í höndum Stund­ar­inn­ar. „Fyrr í dag féllst emb­ætti sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á beiðni Glitnis HoldCo ehf. um að lög­bann yrði lagt við til­teknum frétta­flutn­ing Útgáfu­fé­lags­ins Stund­ar­innar ehf. og Reykja­vík Media ehf. Nánar til­tekið var þess kraf­ist að lög­bann yrði lagt þá þegar við birt­ingu Útgáfu­fé­lags­ins Stund­ar­innar ehf. og Reykja­vík Media ehf. á öllum fréttum eða annarri umfjöllun er byggði á eða væri unnin upp úr gögnum úr fórum eða kerfum Glitnis HoldCo ehf. sem bundnar væru banka­leynd sam­kvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Nefnd krafa var lögð fram þar sem Glitnir HoldCo ehf. taldi yfir­gnæf­andi líkur á því að umfjöll­un umræddra frétta­miðla byggði á gíf­ur­legu magni gagna sem inni­héldi upp­lýs­ingar um per­sónu­lega fjár­hags­mál­efni þús­unda fyrr­ver­andi við­skipta­vina Glitnis HoldCo ehf. Stjórn Glitnis HoldCo ehf. taldi því nauð­syn­legt að grípa til fyr­ir­byggj­andi aðgerða til að gæta hags­muna sinna við­skipta­vina,“ segir í til­kynn­ing­unni frá Glitni Holdco.

Auglýsing

Jón Trausti Reyn­is­­son, annar rit­­stjóra Stund­­ar­inn­­ar, var afar ósáttur við lög­­­bannið sem sett hefur verið á frétta­­flutn­ing fjöl­mið­ils­ins upp úr gögnum frá Glitni er varða við­­skipti Bjarna Bene­dikts­­sonar og fjöl­­skyldu hans í aðdrag­anda banka­hruns­ins. Það var sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem sam­þykkti lög­bann­ið.

Hann segir að lög­­­bannið taki til þess, að Stundin megi ekki vinna fréttir upp úr gögn­unum og geti því ekki birt frek­­ari fréttir um mál, þar til réttaró­vissu um heim­ild til þess hefur verið eytt. 

Málið er nú á leið­inni fyrir dóm­stóla, en að sögn Jón Trausta hefur Glitnir Holdco ehf., eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka Glitn­is, viku til þess að rök­­styðja lög­­­bannið fyrir dóm­stól og leggja fram stefnu máli sínu til stuðn­­ings. 

Ljóst sé að nið­­ur­­staða muni ekki fást í málið fyrr en eftir kosn­­ing­­arnar 28. októ­ber, næst­kom­andi.

Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent