Á hverju byggist lögbannið? - Beiðnin birt í heild sinni

Lögbann á umfjöllun Stundarinnar um forsætisráðherra hefur verið fordæmt, meðal annars af formanni Blaðamannafélags Íslands.

Hæstiréttur
Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Glitni Holdco ehf., sem heldur um eignir sem áður til­heyrðu slita­búi Glitn­is, segir að lög­bannskrafan gagn­vart Stund­inni, sem sam­þykkt var í dag, byggi á því að Glitnir hafi haft ástæðu til þess að ætla, að við­kvæm gögn um þús­undir við­skipta­vina væru í höndum Stund­ar­inn­ar. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Glitni Holdco. Í lög­banns­beiðn­inni sjálfri, sem birt er hér með­fylgj­andi, er meðal ann­ars vitnað til laga um þagn­ar­skyldu þeirra sem höndla með gögn sem þessi.

Í til­kynn­ingu segir að horft hafi verið til þess að líkur stæðu til þess að mikið magna per­sónu­legra gagna væri í höndum Stund­ar­inn­ar. „Fyrr í dag féllst emb­ætti sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á beiðni Glitnis HoldCo ehf. um að lög­bann yrði lagt við til­teknum frétta­flutn­ing Útgáfu­fé­lags­ins Stund­ar­innar ehf. og Reykja­vík Media ehf. Nánar til­tekið var þess kraf­ist að lög­bann yrði lagt þá þegar við birt­ingu Útgáfu­fé­lags­ins Stund­ar­innar ehf. og Reykja­vík Media ehf. á öllum fréttum eða annarri umfjöllun er byggði á eða væri unnin upp úr gögnum úr fórum eða kerfum Glitnis HoldCo ehf. sem bundnar væru banka­leynd sam­kvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Nefnd krafa var lögð fram þar sem Glitnir HoldCo ehf. taldi yfir­gnæf­andi líkur á því að umfjöll­un umræddra frétta­miðla byggði á gíf­ur­legu magni gagna sem inni­héldi upp­lýs­ingar um per­sónu­lega fjár­hags­mál­efni þús­unda fyrr­ver­andi við­skipta­vina Glitnis HoldCo ehf. Stjórn Glitnis HoldCo ehf. taldi því nauð­syn­legt að grípa til fyr­ir­byggj­andi aðgerða til að gæta hags­muna sinna við­skipta­vina,“ segir í til­kynn­ing­unni frá Glitni Holdco.

Auglýsing

Jón Trausti Reyn­is­­son, annar rit­­stjóra Stund­­ar­inn­­ar, var afar ósáttur við lög­­­bannið sem sett hefur verið á frétta­­flutn­ing fjöl­mið­ils­ins upp úr gögnum frá Glitni er varða við­­skipti Bjarna Bene­dikts­­sonar og fjöl­­skyldu hans í aðdrag­anda banka­hruns­ins. Það var sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem sam­þykkti lög­bann­ið.

Hann segir að lög­­­bannið taki til þess, að Stundin megi ekki vinna fréttir upp úr gögn­unum og geti því ekki birt frek­­ari fréttir um mál, þar til réttaró­vissu um heim­ild til þess hefur verið eytt. 

Málið er nú á leið­inni fyrir dóm­stóla, en að sögn Jón Trausta hefur Glitnir Holdco ehf., eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka Glitn­is, viku til þess að rök­­styðja lög­­­bannið fyrir dóm­stól og leggja fram stefnu máli sínu til stuðn­­ings. 

Ljóst sé að nið­­ur­­staða muni ekki fást í málið fyrr en eftir kosn­­ing­­arnar 28. októ­ber, næst­kom­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent