Á hverju byggist lögbannið? - Beiðnin birt í heild sinni

Lögbann á umfjöllun Stundarinnar um forsætisráðherra hefur verið fordæmt, meðal annars af formanni Blaðamannafélags Íslands.

Hæstiréttur
Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Glitni Holdco ehf., sem heldur um eignir sem áður til­heyrðu slita­búi Glitn­is, segir að lög­bannskrafan gagn­vart Stund­inni, sem sam­þykkt var í dag, byggi á því að Glitnir hafi haft ástæðu til þess að ætla, að við­kvæm gögn um þús­undir við­skipta­vina væru í höndum Stund­ar­inn­ar. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Glitni Holdco. Í lög­banns­beiðn­inni sjálfri, sem birt er hér með­fylgj­andi, er meðal ann­ars vitnað til laga um þagn­ar­skyldu þeirra sem höndla með gögn sem þessi.

Í til­kynn­ingu segir að horft hafi verið til þess að líkur stæðu til þess að mikið magna per­sónu­legra gagna væri í höndum Stund­ar­inn­ar. „Fyrr í dag féllst emb­ætti sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á beiðni Glitnis HoldCo ehf. um að lög­bann yrði lagt við til­teknum frétta­flutn­ing Útgáfu­fé­lags­ins Stund­ar­innar ehf. og Reykja­vík Media ehf. Nánar til­tekið var þess kraf­ist að lög­bann yrði lagt þá þegar við birt­ingu Útgáfu­fé­lags­ins Stund­ar­innar ehf. og Reykja­vík Media ehf. á öllum fréttum eða annarri umfjöllun er byggði á eða væri unnin upp úr gögnum úr fórum eða kerfum Glitnis HoldCo ehf. sem bundnar væru banka­leynd sam­kvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Nefnd krafa var lögð fram þar sem Glitnir HoldCo ehf. taldi yfir­gnæf­andi líkur á því að umfjöll­un umræddra frétta­miðla byggði á gíf­ur­legu magni gagna sem inni­héldi upp­lýs­ingar um per­sónu­lega fjár­hags­mál­efni þús­unda fyrr­ver­andi við­skipta­vina Glitnis HoldCo ehf. Stjórn Glitnis HoldCo ehf. taldi því nauð­syn­legt að grípa til fyr­ir­byggj­andi aðgerða til að gæta hags­muna sinna við­skipta­vina,“ segir í til­kynn­ing­unni frá Glitni Holdco.

Auglýsing

Jón Trausti Reyn­is­­son, annar rit­­stjóra Stund­­ar­inn­­ar, var afar ósáttur við lög­­­bannið sem sett hefur verið á frétta­­flutn­ing fjöl­mið­ils­ins upp úr gögnum frá Glitni er varða við­­skipti Bjarna Bene­dikts­­sonar og fjöl­­skyldu hans í aðdrag­anda banka­hruns­ins. Það var sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem sam­þykkti lög­bann­ið.

Hann segir að lög­­­bannið taki til þess, að Stundin megi ekki vinna fréttir upp úr gögn­unum og geti því ekki birt frek­­ari fréttir um mál, þar til réttaró­vissu um heim­ild til þess hefur verið eytt. 

Málið er nú á leið­inni fyrir dóm­stóla, en að sögn Jón Trausta hefur Glitnir Holdco ehf., eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka Glitn­is, viku til þess að rök­­styðja lög­­­bannið fyrir dóm­stól og leggja fram stefnu máli sínu til stuðn­­ings. 

Ljóst sé að nið­­ur­­staða muni ekki fást í málið fyrr en eftir kosn­­ing­­arnar 28. októ­ber, næst­kom­andi.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent