Björn Leví biður um sérstaka rannsókn á aksturskostnaði Ásmundar

Þingmaður Pírata hefur skilað inn endurteknu erindi til Forsætisnefndar en hann telur að að rannsaka þurfi allar endurgreiðslufærslur á aksturskostnaði þingmanna.

Björn Leví Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson.
Björn Leví Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, hefur skilað inn end­ur­teknu erindi til For­sætis­nefndar en hann telur að að rann­saka þurfi allar end­ur­greiðslu­færslur á akst­urs­kostn­aði þing­manna. Í þetta skipt­ið biður hann sér­stak­lega um að end­ur­greiðslur á akst­urs­kostn­aði Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verði rann­sak­að­ar.

Þetta kemur fram á face­book-­síðu Björns Levís í dag. 

Tölu­verð umræða var um málið fyrr á árinu í fjöl­miðlum en Ás­mundur fékk 4,6 millj­­ónir króna end­­ur­greiddar vegna akst­­­ur­s­­­kostn­aðar í fyrra. Það þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­ur­greiðslu úr rík­­­is­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­metra í fyrra, og fékk end­­ur­greitt frá rík­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­ur. 

Auglýsing

Björn Leví segir jafn­framt að síð­asta erindi hans hafi verið vísað frá á þeim for­sendum að eng­inn hefði verið til­greind­ur. Björn Leví seg­ist end­ur­taka erindi sitt um að rann­saka þyrfti allar end­ur­greiðslu­færslur vegna orða skrif­stofu­stjóra Alþing­is. Sam­kvæmt Birni Leví sagði skrif­stofu­stjór­inn að skrif­stofa Alþingis hefði ekki talið það vera í verka­hring sínum að leggja mat á það hvort þing­maður ætti erindi á fund sem hann væri til dæmis boð­aður á eða hvort rétt hefði verið að hann hefði boðað til fund­ar. Slíkt yrði að vera í höndum þing­manns­ins sjálfs.

„Að auki, af því að síð­asta erindi var vísað frá, þá bið ég sér­stak­lega um að end­ur­greiðslur á akst­urs­kostn­aði Ásmundar verði sér­stak­lega rann­sak­að­ar. Til þess að vera viss um að rann­sókn á a.m.k. einum þing­manni eigi sér stað,“ segir Björn Leví. 

Á­stæð­urnar sem Björn Leví gefur fyrir að benda á Ásmund sér­stak­lega eru tvær. Í fyrsta lagi vegna þess að Ásmundur er með lang­hæsta akst­urs­kostn­að­inn og í öðru lagi segir Björn Leví að fólk sem Ásmundur hafi átt að funda með hafi haft sam­band við hann og véfengt að þeir fundir hafi getað talist sem end­ur­greið­an­legur starfs­kostn­að­ur.

Í erindi Björns Levís segir að með vísan til ofan­greindra atriða sé þess óskað að for­sætis­nefnd taki til umfjöll­unar hvort þeir þing­menn sem vísað er til að ofan hafi brotið siða­reglur alþing­is­manna, sbr. 16. gr. siða­regln­anna vegna þeirra end­ur­greiðslna sem þeir fengu fyrir akst­urs­kostn­að. Til vara sé þess óskað að athugað verði hvort Ásmundur Frið­riks­son, hafi brotið siða­reglur alþing­is­manna vegna þeirra end­ur­greiðslna sem hann fékk fyrir akst­urs­kostn­að, sbr. 16. gr. siða­regln­anna. Þess sé óskað að tekin verði afstaða til þess hvort siða­regl­ur, hátt­ern­is­reglur eða lög hafi verið brotin þegar máls­at­hugun lýkur sam­kvæmt 17. gr. siða­reglna alþing­is­manna og hvort þurfi að vísa mál­inu áfram til þar til bærra yfir­valda.

Þann 10. okt sl. sagði Ásmundur Frið­riks­son: "[Pírat­ar] er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Monday, Oct­o­ber 29, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók kipp upp á við eftir að COVID-19 faraldurinn skall á Ísland .Hann hefur hins vegar dalað á ný í síðustu könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 6,7 prósentustigum minna fylgi en í síðustu kosningum og myndu ekki fá meirihluta atkvæða ef kosið yrði í dag. Þrír flokkar í stjórnarandstöðu mælast yfir kjörfylgi en tveir undir.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent