Björn Leví biður um sérstaka rannsókn á aksturskostnaði Ásmundar

Þingmaður Pírata hefur skilað inn endurteknu erindi til Forsætisnefndar en hann telur að að rannsaka þurfi allar endurgreiðslufærslur á aksturskostnaði þingmanna.

Björn Leví Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson.
Björn Leví Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, hefur skilað inn end­ur­teknu erindi til For­sætis­nefndar en hann telur að að rann­saka þurfi allar end­ur­greiðslu­færslur á akst­urs­kostn­aði þing­manna. Í þetta skipt­ið biður hann sér­stak­lega um að end­ur­greiðslur á akst­urs­kostn­aði Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verði rann­sak­að­ar.

Þetta kemur fram á face­book-­síðu Björns Levís í dag. 

Tölu­verð umræða var um málið fyrr á árinu í fjöl­miðlum en Ás­mundur fékk 4,6 millj­­ónir króna end­­ur­greiddar vegna akst­­­ur­s­­­kostn­aðar í fyrra. Það þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­ur­greiðslu úr rík­­­is­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­metra í fyrra, og fékk end­­ur­greitt frá rík­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­ur. 

Auglýsing

Björn Leví segir jafn­framt að síð­asta erindi hans hafi verið vísað frá á þeim for­sendum að eng­inn hefði verið til­greind­ur. Björn Leví seg­ist end­ur­taka erindi sitt um að rann­saka þyrfti allar end­ur­greiðslu­færslur vegna orða skrif­stofu­stjóra Alþing­is. Sam­kvæmt Birni Leví sagði skrif­stofu­stjór­inn að skrif­stofa Alþingis hefði ekki talið það vera í verka­hring sínum að leggja mat á það hvort þing­maður ætti erindi á fund sem hann væri til dæmis boð­aður á eða hvort rétt hefði verið að hann hefði boðað til fund­ar. Slíkt yrði að vera í höndum þing­manns­ins sjálfs.

„Að auki, af því að síð­asta erindi var vísað frá, þá bið ég sér­stak­lega um að end­ur­greiðslur á akst­urs­kostn­aði Ásmundar verði sér­stak­lega rann­sak­að­ar. Til þess að vera viss um að rann­sókn á a.m.k. einum þing­manni eigi sér stað,“ segir Björn Leví. 

Á­stæð­urnar sem Björn Leví gefur fyrir að benda á Ásmund sér­stak­lega eru tvær. Í fyrsta lagi vegna þess að Ásmundur er með lang­hæsta akst­urs­kostn­að­inn og í öðru lagi segir Björn Leví að fólk sem Ásmundur hafi átt að funda með hafi haft sam­band við hann og véfengt að þeir fundir hafi getað talist sem end­ur­greið­an­legur starfs­kostn­að­ur.

Í erindi Björns Levís segir að með vísan til ofan­greindra atriða sé þess óskað að for­sætis­nefnd taki til umfjöll­unar hvort þeir þing­menn sem vísað er til að ofan hafi brotið siða­reglur alþing­is­manna, sbr. 16. gr. siða­regln­anna vegna þeirra end­ur­greiðslna sem þeir fengu fyrir akst­urs­kostn­að. Til vara sé þess óskað að athugað verði hvort Ásmundur Frið­riks­son, hafi brotið siða­reglur alþing­is­manna vegna þeirra end­ur­greiðslna sem hann fékk fyrir akst­urs­kostn­að, sbr. 16. gr. siða­regln­anna. Þess sé óskað að tekin verði afstaða til þess hvort siða­regl­ur, hátt­ern­is­reglur eða lög hafi verið brotin þegar máls­at­hugun lýkur sam­kvæmt 17. gr. siða­reglna alþing­is­manna og hvort þurfi að vísa mál­inu áfram til þar til bærra yfir­valda.

Þann 10. okt sl. sagði Ásmundur Frið­riks­son: "[Pírat­ar] er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Monday, Oct­o­ber 29, 2018


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent