Björn Leví biður um sérstaka rannsókn á aksturskostnaði Ásmundar

Þingmaður Pírata hefur skilað inn endurteknu erindi til Forsætisnefndar en hann telur að að rannsaka þurfi allar endurgreiðslufærslur á aksturskostnaði þingmanna.

Björn Leví Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson.
Björn Leví Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, hefur skilað inn end­ur­teknu erindi til For­sætis­nefndar en hann telur að að rann­saka þurfi allar end­ur­greiðslu­færslur á akst­urs­kostn­aði þing­manna. Í þetta skipt­ið biður hann sér­stak­lega um að end­ur­greiðslur á akst­urs­kostn­aði Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verði rann­sak­að­ar.

Þetta kemur fram á face­book-­síðu Björns Levís í dag. 

Tölu­verð umræða var um málið fyrr á árinu í fjöl­miðlum en Ás­mundur fékk 4,6 millj­­ónir króna end­­ur­greiddar vegna akst­­­ur­s­­­kostn­aðar í fyrra. Það þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­ur­greiðslu úr rík­­­is­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­metra í fyrra, og fékk end­­ur­greitt frá rík­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­ur. 

Auglýsing

Björn Leví segir jafn­framt að síð­asta erindi hans hafi verið vísað frá á þeim for­sendum að eng­inn hefði verið til­greind­ur. Björn Leví seg­ist end­ur­taka erindi sitt um að rann­saka þyrfti allar end­ur­greiðslu­færslur vegna orða skrif­stofu­stjóra Alþing­is. Sam­kvæmt Birni Leví sagði skrif­stofu­stjór­inn að skrif­stofa Alþingis hefði ekki talið það vera í verka­hring sínum að leggja mat á það hvort þing­maður ætti erindi á fund sem hann væri til dæmis boð­aður á eða hvort rétt hefði verið að hann hefði boðað til fund­ar. Slíkt yrði að vera í höndum þing­manns­ins sjálfs.

„Að auki, af því að síð­asta erindi var vísað frá, þá bið ég sér­stak­lega um að end­ur­greiðslur á akst­urs­kostn­aði Ásmundar verði sér­stak­lega rann­sak­að­ar. Til þess að vera viss um að rann­sókn á a.m.k. einum þing­manni eigi sér stað,“ segir Björn Leví. 

Á­stæð­urnar sem Björn Leví gefur fyrir að benda á Ásmund sér­stak­lega eru tvær. Í fyrsta lagi vegna þess að Ásmundur er með lang­hæsta akst­urs­kostn­að­inn og í öðru lagi segir Björn Leví að fólk sem Ásmundur hafi átt að funda með hafi haft sam­band við hann og véfengt að þeir fundir hafi getað talist sem end­ur­greið­an­legur starfs­kostn­að­ur.

Í erindi Björns Levís segir að með vísan til ofan­greindra atriða sé þess óskað að for­sætis­nefnd taki til umfjöll­unar hvort þeir þing­menn sem vísað er til að ofan hafi brotið siða­reglur alþing­is­manna, sbr. 16. gr. siða­regln­anna vegna þeirra end­ur­greiðslna sem þeir fengu fyrir akst­urs­kostn­að. Til vara sé þess óskað að athugað verði hvort Ásmundur Frið­riks­son, hafi brotið siða­reglur alþing­is­manna vegna þeirra end­ur­greiðslna sem hann fékk fyrir akst­urs­kostn­að, sbr. 16. gr. siða­regln­anna. Þess sé óskað að tekin verði afstaða til þess hvort siða­regl­ur, hátt­ern­is­reglur eða lög hafi verið brotin þegar máls­at­hugun lýkur sam­kvæmt 17. gr. siða­reglna alþing­is­manna og hvort þurfi að vísa mál­inu áfram til þar til bærra yfir­valda.

Þann 10. okt sl. sagði Ásmundur Frið­riks­son: "[Pírat­ar] er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Monday, Oct­o­ber 29, 2018


Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent