Facebook fjarlægir falsaðganga frá Íran

Facebook fjarlægði yfir 80 falsaðganga sem tengdust Íran í síðustu viku. Aðgangarnir deildu áróðursmyndum sem miðaðar voru að bandarískum og breskum notendum.

img_4099_raw_1208130458_9552725657_o.jpg
Auglýsing

Face­book fann og fjar­lægði 82 falskar face­book-­síð­ur­ og hópa sem tengd­ust Íran í síð­ustu viku. Síð­urnar þótt­ust ver­a frjáslynd­ir ­Banda­ríkja­menn eða Bretar og birtu myndir og stöðu­færslur um umdeild póli­tísk mál­efni. Hóp­arnir hétu nöfnum líkt og „Wa­ke Up A­mer­ica“ og „Thir­st ­for truth“. Frá þessu var greint á frétta­veitu Face­book ­síð­asta föstu­dag.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni tengj­ast allar þessar síður Íran og eru sumir aðil­arnar þeir sömu og tengd­ust fals­að­göng­unum sem Face­book fjar­lægð­i í ágúst á þessu ári. Þá vor­u hund­ruð síðna og hópa, sem voru tengdir Íran og Rúss­landi, fjar­lægð af sam­fé­lags­miðl­in­um. 

Umtal­aðar síður hafa birt myndir og stöðu­upp­færslur um umdeild póli­tísk ­mál­efni og sem dæmi má nefna kyn­þátta­erj­ur, and­stöðu við Don­ald Trump og mál inn­flytj­enda. Ólíkt þeim áróðri frá Íran og Rúss­landi sem fannst á Face­book í ágúst þá er efn­ið, sem þessir aðgangar deildu, fjöl­breytt­ara og sam­ofið við banda­rískan áróð­ur. Einnig var að finna áróð­urs­skila­boð um and­stöðu við Ísra­el og Sá­dí ­Ar­ab­íu. Dæmi um myndir sem falsaðgangarnir deildu. Mynd: Facebook

Auglýsing

Yfir milljón fylgj­end­ur 

Sumar þess­ara síðna voru með yfir milljón fylgj­end­ur. Ein face­book-­síðan sem hét „I ­Need Ju­st­ice Now“ var með meira en 13 millj­ón­ir á­horf á eitt mynd­band. Einnig hafa fund­ist svip­aðir fals­að­gangar á In­stagram. ­Sam­kvæmt regl­u­m Face­book eru falskir aðgangar bann­aðir og um leið og fyr­ir­tækið verður vart við blekkj­andi hegðun þá ­rann­saka þeir aðgang­ana og fjar­lægja ef ástæða þyk­ir. Yfir 20.000 þús­und manns vinna við öryggi á Face­book ­meðal ann­ars við að fjar­lægja slíkar síð­ur. 

Mynd:FacebookGrein­ing­ar­deild Face­book ­segir aðferðir þess­ara til­teknu fals­síðna þró­aðri heldur en að­ferð­irn­ar ­sem not­aðar voru á hinum írönsku fals­að­göngn­um ­sem eyddar voru í ágúst. Því er talið að aðil­arnir hafi lært ým­is­leg­t eftir að Face­book fjar­lægði síð­urnar þeirra í fyrra skipt­ið.

Kosn­ingar yfir­vof­andi 

Síð­urnar voru fyrst stofn­aðar í júní árið 2016 en þær höfðu verið mjög virkar áður en þær voru fjar­lægðar og er sú virkni talin tengj­ast því að þing­kosn­ingar eru yfir­vof­andi í Banda­ríkj­unum sem og áfram­hald­andi Brex­it-um­ræða í England­i. Face­book tók fyrst eftir fals­að­göngum í síð­ustu viku og í ljósi yfir­vof­andi kosn­inga vor­u að­gang­arn­ir ­rann­sak­aðir og stjórn­völd í Banda­ríkj­unum og Bret­landi látin vita. Sam­kvæmt frétt Face­book er ekki ljóst hver ber ábyrgð á að­göng­un­um en ekki hafa fund­ist nein tengsl ­síðn­anna við írönsk stjórn­völd enn­þá en rann­sóknin er í fullum gangi.

Face­book hefur áður verið gagn­rýnt fyrir að fylgj­ast ekki betur með fals­fréttum á miðl­inum og hversu auð­velt sé að mis­nota vett­vang­inn til að dreifa áróðri fyrir ákveðna hópa fyrir kosn­ing­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent