Facebook fjarlægir falsaðganga frá Íran

Facebook fjarlægði yfir 80 falsaðganga sem tengdust Íran í síðustu viku. Aðgangarnir deildu áróðursmyndum sem miðaðar voru að bandarískum og breskum notendum.

img_4099_raw_1208130458_9552725657_o.jpg
Auglýsing

Face­book fann og fjar­lægði 82 falskar face­book-­síð­ur­ og hópa sem tengd­ust Íran í síð­ustu viku. Síð­urnar þótt­ust ver­a frjáslynd­ir ­Banda­ríkja­menn eða Bretar og birtu myndir og stöðu­færslur um umdeild póli­tísk mál­efni. Hóp­arnir hétu nöfnum líkt og „Wa­ke Up A­mer­ica“ og „Thir­st ­for truth“. Frá þessu var greint á frétta­veitu Face­book ­síð­asta föstu­dag.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni tengj­ast allar þessar síður Íran og eru sumir aðil­arnar þeir sömu og tengd­ust fals­að­göng­unum sem Face­book fjar­lægð­i í ágúst á þessu ári. Þá vor­u hund­ruð síðna og hópa, sem voru tengdir Íran og Rúss­landi, fjar­lægð af sam­fé­lags­miðl­in­um. 

Umtal­aðar síður hafa birt myndir og stöðu­upp­færslur um umdeild póli­tísk ­mál­efni og sem dæmi má nefna kyn­þátta­erj­ur, and­stöðu við Don­ald Trump og mál inn­flytj­enda. Ólíkt þeim áróðri frá Íran og Rúss­landi sem fannst á Face­book í ágúst þá er efn­ið, sem þessir aðgangar deildu, fjöl­breytt­ara og sam­ofið við banda­rískan áróð­ur. Einnig var að finna áróð­urs­skila­boð um and­stöðu við Ísra­el og Sá­dí ­Ar­ab­íu. Dæmi um myndir sem falsaðgangarnir deildu. Mynd: Facebook

Auglýsing

Yfir milljón fylgj­end­ur 

Sumar þess­ara síðna voru með yfir milljón fylgj­end­ur. Ein face­book-­síðan sem hét „I ­Need Ju­st­ice Now“ var með meira en 13 millj­ón­ir á­horf á eitt mynd­band. Einnig hafa fund­ist svip­aðir fals­að­gangar á In­stagram. ­Sam­kvæmt regl­u­m Face­book eru falskir aðgangar bann­aðir og um leið og fyr­ir­tækið verður vart við blekkj­andi hegðun þá ­rann­saka þeir aðgang­ana og fjar­lægja ef ástæða þyk­ir. Yfir 20.000 þús­und manns vinna við öryggi á Face­book ­meðal ann­ars við að fjar­lægja slíkar síð­ur. 

Mynd:FacebookGrein­ing­ar­deild Face­book ­segir aðferðir þess­ara til­teknu fals­síðna þró­aðri heldur en að­ferð­irn­ar ­sem not­aðar voru á hinum írönsku fals­að­göngn­um ­sem eyddar voru í ágúst. Því er talið að aðil­arnir hafi lært ým­is­leg­t eftir að Face­book fjar­lægði síð­urnar þeirra í fyrra skipt­ið.

Kosn­ingar yfir­vof­andi 

Síð­urnar voru fyrst stofn­aðar í júní árið 2016 en þær höfðu verið mjög virkar áður en þær voru fjar­lægðar og er sú virkni talin tengj­ast því að þing­kosn­ingar eru yfir­vof­andi í Banda­ríkj­unum sem og áfram­hald­andi Brex­it-um­ræða í England­i. Face­book tók fyrst eftir fals­að­göngum í síð­ustu viku og í ljósi yfir­vof­andi kosn­inga vor­u að­gang­arn­ir ­rann­sak­aðir og stjórn­völd í Banda­ríkj­unum og Bret­landi látin vita. Sam­kvæmt frétt Face­book er ekki ljóst hver ber ábyrgð á að­göng­un­um en ekki hafa fund­ist nein tengsl ­síðn­anna við írönsk stjórn­völd enn­þá en rann­sóknin er í fullum gangi.

Face­book hefur áður verið gagn­rýnt fyrir að fylgj­ast ekki betur með fals­fréttum á miðl­inum og hversu auð­velt sé að mis­nota vett­vang­inn til að dreifa áróðri fyrir ákveðna hópa fyrir kosn­ing­ar. 

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiErlent