ESB sker upp herör gegn falsfréttum

Framkvæmdastjóri dómsmála hjá Evrópusambandinu tilkynnir aðgerðir sem stefna að því að stemma stigu við falsfréttir tengdar kosningum aðildaþjóða sinna í gegnum samfélagsmiðla.

Stefnt er að birtingu aðgerðaráætlunarinnar í haust
Stefnt er að birtingu aðgerðaráætlunarinnar í haust
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið stefnir að því að koma af stað aðgerð­ar­á­ætlun gegn kosn­inga­á­róð­urs í formi fals­frétta á sam­fé­lags­miðlum í haust. Þetta kemur fram í frétt á vef sem T­he Gu­ar­di­an birti í morg­un. 

Sam­kvæmt frétt­inni sagði Ver­a Jo­urová, fram­kvæmda­stjóri dóms­mála hjá sam­band­in­u,  rík­is­stjórn­ir að­ild­ar­þjóð­anna þurfa að sam­rýma aðgerðir sínar til að berj­ast gegn fals­fréttum og mis­notkun á per­sónu­upp­lýs­ingum í póli­tískum aug­lýs­ing­um.

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur einnig lagt fram starfs­reglur fyrir öll aðild­ar­ríki þess til að berj­ast gegn mis­vísandi upp­lýs­ing­um, hvetja sam­fé­lags­miðla til að tak­marka per­sónu­mið­aðar aug­lýs­ingar í póli­tískum til­gangi og auka gagn­sæi í fjár­mögnun slíkra kosn­inga­bar­átta. Enn fremur hefur stjórnin kallað eftir sjálf­stæðs vett­vangs stað­reynda­vakt­ara auk aðgerða til að bæta gæði frétta­mennsku og fjöl­miðla­læsi innan sam­bands­ins. 

Liggur fyrir í haust

Sam­kvæmt Jo­urová­ hafa fals­fréttir og íhlut­anir í kosn­ingum sem byggðar eru á mis­vísandi upp­lýs­ingum áhrif á allt sam­bandið í heild sinni þótt reglu­verk í kringum kosn­ingar til rík­is­stjórna sé í höndum hverrar aðild­ar­þjóð­ar. „Við þurfum að bæta sam­starf okkar í þessum málum innan allrar álf­unn­ar,“ sagð­i Jo­urová­ og bætti við að stefnu­yf­ir­lýs­ing eða aðgerð­ar­á­ætlun ætti að liggja fyrir í haust. 

Frétt Gu­ar­di­an vísar einnig í skýrslu sem Ox­for­d Inter­net Institu­te birti nýlega, en sam­kvæmt henni hafa fund­ist sann­anir um skipu­lagðar íhlut­anir í kosn­ingum í 48 löndum í ár. Talan hefur hækkað ört á skömmum tíma, en í fyrra námu íhlut­an­irnar alls til 28 landa. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent