Evran, ytri áföll og lýðræðið

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við háskólann á Akureyri, segir stöðu evrusvæðisins ekki hafa fengið mikla umræðu undanfarið. Þar muni þó koma að skuldadögum og aðgerðum sem ekki verði auðveldar.

Auglýsing

Það fylgja því ákveðnir kostir í að taka upp sam­eig­in­legan gjald­miðil eins og evr­una. Til dæmis spar­ast kostn­að­ur­inn við að skipta einni mynt yfir í aðra. Ef allir nota sömu mynt verður líka erf­ið­ara að breiða yfir verð­mun á milli landa því sama mynt (mæli­ein­ing) til dæmis í Helsinki, Tall­inn, Brat­islava og Lissa­bon auð­veldar verð­sam­an­burð. Sam­eig­in­legt mynt getur þannig stuðlað að auk­inni sam­keppni og hag­kvæmn­i. 

En það eru líka gallar sem fylgja sam­eig­in­legri mynt. Land, sem gengur í mynt­banda­lag, fórnar sjálf­stæði sínu í pen­inga­málum og þar með get­unni til að bregð­ast við áföllum með því að breyta gengi eigin gjald­mið­ils. Land sem gengur í mynt­banda­lag getur ekki lengur ákvarðað stýri­vexti sem eru ákveðnir af sam­eig­in­legum seðla­banka fyrir allt mynt­svæðið í einu án til­lits til mis­mun­andi verð­bólgu, hag­vaxtar og atvinnustigs í hverju aðild­ar­ríki mynt­banda­lags­ins. 

Maastricht sam­komu­lagið gerir ráð fyrir að á evru­svæð­inu megi halli á rík­is­sjóði ekki vera umfram 3% af vergri lands­fram­leiðslu og opin­berar skuldir ekki hærri en 60% af vergri lands­fram­leiðslu. Þessar reglur voru illa rök­studd­ar. Jos­eph Stigl­itz nóbels­verð­launa­hafi í hag­fræði hefur haldið því fram að þessar reglur hafi verið úr lausu lofti gripnar (e. „out of thin air”). Frá hag­fræði­legu sjón­ar­miði er það eflaust rétt en þessar reglur voru settar af öðrum ástæð­um. Þær áttu meðal ann­ars að koma í veg fyrir að fátæk­ari ríki á evru­svæð­inu gætu lagt kostnað á rík­ari lönd í mynt­banda­lag­inu. Koma í veg fyrir að „óá­byrg“ stjórn rík­is­fjár­mála og skulda­söfnun í einu landi bitn­aði á öðrum löndum í evru­svæð­in­u. 

Evran og lýð­ræðið

Evr­ópu­sam­band­inu og sér­stak­lega evru­svæð­inu er fyrst of fremst stjórnað af sér­fræð­ing­um. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur frum­kvæði að laga­setn­ingu innan ESB. Í lýð­ræð­is­ríkjum er slíkt frum­kvæði er venju­lega í höndum lýð­ræðis­kjör­inna full­trúa. Þetta er ein ástæða þess að Bret­land sagði sig úr ESB með Brexit og hafði áður hafnað evr­unni. Seðla­banka Evr­ópu er stjórnað af sér­fræð­ingum sem leggja fyrst og fremst áherslu á að hafa hemil á verð­bólgu á mynt­svæð­inu en minni áhersla er á aðgerðir sem stuðla að hag­vexti eða háu atvinnustig­i. 

Auglýsing
Takmarkað svig­rúm er til að beita rík­is­fjár­málum sem hag­stjórn­ar­tæki og tak­markað pláss fyrir svo­kall­aða sjálf­virka högg­deyfa, en með þeim er átt við breyt­ingar á stefn­unni í rík­is­fjár­málum sem örva efna­hags­lífið sjálf­krafa í nið­ur­sveiflum og draga upp­sveiflum án þess að stjórn­völd þurfi grípa til sér­stakra aðgerða t.d. með laga­setn­ingu. Dæmi um slíka högg­deyfa er skatt­kerfið og sumar teg­undir rík­is­út­gjalda eins og bætur sem tengj­ast atvinnu­missi í nið­ur­sveifl­um. Það er líka tak­markað svig­rúm til að beita rík­is­sjóði til að örva hag­kerfið tíma­bundið með auknum rík­is­út­gjöldum í nið­ur­sveiflu. Við þessar aðstæður getur efna­hags­stjórn varla farið fram á lýð­ræð­is­legan hátt. Gengi sam­eig­in­legs gjald­mið­ils er fast og halla­rekstri á rík­is­sjóði eru þröngar skorður sett­ar.

Evran og alþjóð­legar kreppur

En mynt­banda­lög eiga við fleiri vanda­mál að stríða. Við vitum ekki nákvæm­lega hvenær eða hvers konar kreppur skella á okkur en við vitum að þær koma öðru hverju sam­an­ber efna­hags- og fjár­málakrepp­una sem skall á haustið 2008, COVID-19 krepp­una sem skall á af fullum þunga árið 2020, stríðið í Úkra­ínu sem byrj­aði í upp­hafi í árs 2022. Eng­inn veit hvers­konar kreppa kemur næst né hvenær, en eitt er víst, rík­is­fjár­málin fara úr bönd­unum í mörgum löndum við breyttar aðstæður og upp safn­ast opin­berar skuldir sem eru nú orðnar mjög háar hjá mörgum aðild­ar­ríkjum evru­svæð­is­ins og ógna stöð­ug­leika. Mynd 1 sýnir halla í rík­is­sjóði í löndum evru­svæð­is­ins árið 2020. Ekk­ert aðild­ar­ríki var innan þeirra marka sem gilda á evru­svæð­inu (þ.e. 3% hámarks halla á rík­is­sjóði af vergri lands­fram­leiðslu). Enn alvar­legri er opin­ber skulda­staða margra evru landa sem er komin langt umfram 60% af vergri lands­fram­leiðslu, ekki aðeins hjá smærri evru hag­kerfum eins og Grikk­landi sem var komin í 212% árið 2020, heldur eru stór hag­kerfi eins og Ítalía komin í 155% og Frakk­land í 115% og stærsta hag­kerfið Þýska­land komið í 69%., sjá mynd 2. Auð­vitað lækkar skulda­hlut­fallið (hlut­fall opin­berra skulda og vergrar lands­fram­leiðslu) ef hag­vöxtur eykst en loks­ins þegar COVID-19 var í rénun tók stríð í Úkra­ínu við með minnk­andi hag­vexti og auknum rík­is­út­gjöldum m.a. vegna vax­andi hern­að­ar­upp­bygg­ing­ar. Það má því segja að for­múlan um hámarks skuldir evru­ríkja sé löngu fokin út í verður og vind. 

Halli á ríkissjóði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á evrusvæðinu árið 2020. COVID-19 átti sinn þátt í því að ekkert evruland var innan 3% hámarksins á hlutfalli ríkissjóðs halla af vergri landsframleiðslu.

Opinberar skuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á evrusvæðinu árið 2020. Mörg lönd evrusvæðisins eru komin ansi langt frammúr 60% hámarki opinberra skulda af vergri landsframleiðslu.

Auk­inn sveigj­an­leiki en hvenær og hvern­ig?

Það er ljóst að regl­urnar um bæði hámarks halla á rík­is­sjóði og hámarks skuldir hins opin­bera þarf að end­ur­hugsa með meiri sveigj­an­leika í huga en það breytir því ekki að evru­svæðið er í alvar­legri skulda­kreppu sem ekki lengur tak­markast við Grikk­land heldur eru stór lönd eins og Ítalía og Frakk­land í miklum vanda og Þýska­land er ekki lengur aflögu­fært. ­Staða evru­svæð­is­ins hefur ekki fengið mikla umræðu und­an­far­ið. COVID-19 og Úkra­ínu­stríðið eru atburð­irnir sem meðal ann­ars hafa tor­veldað fram­boð á vörum í heim­inum og valdið kreppu­verð­bólgu víða sem nú er mikið rætt um. En það kemur að skulda­dögum á evru­svæð­inu og aðgerðum sem ekki verða auð­veld­ar. Nýlega sagði Mario Draghi af sér sem for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu. Áður hafði hann verði for­seti Seðla­banka Evr­ópu. Fleiri leið­togar á evru­svæð­inu geta fylgt í kjöl­farið á næstu miss­er­um.  

Hilmar Þór Hilm­ars­son er pró­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar