Hvernig Hollendingum tókst að draga úr gasnotkun um þriðjung

Þótt rússneska gasið sé nú aftur farið að flæða til Evrópu er ótti um að Pútín skrúfi fyrir þegar honum dettur í hug enn til staðar. Nauðsynlegt er að draga úr gasnotkun en hvernig á að fara að því? Velgengni Hollendinga er saga til næsta bæjar.

Líklegt er að áform um að loka kolaverum í Evrópu muni frestast vegna yfirvofandi orkuskorts.
Líklegt er að áform um að loka kolaverum í Evrópu muni frestast vegna yfirvofandi orkuskorts.
Auglýsing

Það sem af er ári hefur Hol­lend­ingum tek­ist að draga úr gas­notkun sinni um þriðj­ung. Það er mun meira en nágrönn­unum í Þýska­landi hefur tek­ist að gera en þar í landi nam sam­drátt­ur­inn engu að síður 14 pró­sentum á tíma­bil­inu jan­úar til maí. Ítal­ir, svo dæmi sé tek­ið, eru mun verr settir og hafa aðeins náð að minnka notkun gass um tæp­lega 2 pró­sent.

Mörg Evr­ópu­ríki eru háð gasi og þar með Rússum því talið er að um helm­ingur af öllu gasi sem not­aður er í álf­unni komi það­an. Er Rússar gerðu inn­rás í Úkra­ínu í febr­úar var gripið til margs­konar við­skipta­þving­ana gegn þeim en rúss­neska gass­ins þurfti enn með. Stjórn­völd í Rúss­landi svör­uðu fyrir sig, heimt­uðu greiðslur í rúblum fyrir gasið og fleira í þeim dúr. Fyrir tæpum tveimur vikum sögð­ust þau svo þurfa að stöðva gas­flæðið til Evr­ópu til að sinna við­haldi á helstu gasleiðsl­unni, Nord Str­eam 1. Gas­notkun er minni á sumrin en á vet­urna, enda gasið m.a. notað til að kynda hýbýli en sum­ar­mán­uðir eru hins vegar not­aðir til forða­söfn­un­ar.

Auglýsing

Rúss­lenska gasið hóf aftur að streyma um Nord Str­eam 1 á fimmtu­dag­inn. En hversu lengi – það er stóra spurn­ing­in.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur hvatt aðild­ar­ríki ESB til að draga úr notkun jarð­gass um sem nemur 15 pró­sentum fram til næsta vors. Aðild­ar­ríkjum er í sjálfs­vald sett hvort þau fylgi þessum til­mælum enn sem komið er skerð­ingin gæti orðið lög­fest ef Rússar stöðva flutn­ing á jarð­gasi í gegnum gasleiðsl­una Nord Str­eam 1.

Gastankar í Þýskalandi sem geyma gas sem kemur frá Rússlandi í gegnum Nord Stream. Mynd: EPA

Hol­lend­ingum hefur það sem af er þessu ári tek­ist að ná þessu mark­miði og gott bet­ur. Þrennt hefur þar skipt mestu máli.

Í fyrsta lagi er það veðr­ið. Óvenju mildur vetur er að baki sem þýddi að minna gass var þörf. Í öðru lagi hefur verið fýrað upp í kola­verum að nýju og í þriðja lagi hefur tek­ist að draga úr gas­notkun almennt.

Þýski fjöl­mið­il­inn Deutsche Welle (DW) hefur eftir hol­lenskum sér­fræð­ingi í orku­málum að mildi vet­ur­inn og kola­verin hafi orsakað sam­tals 5-10 pró­sent af þeim sam­drætti sem orðið hefur í gas­notkun síð­ustu mán­uði. Langstærsta breytan sé minni notkun heim­ila og fyr­ir­tækja.

Í apr­íl, nokkrum vikum eftir inn­rás Rússa í Úkra­ínu, hóf hol­lenska rík­is­stjórnin mikla her­ferð sem mið­aði að því að hvetja almenn­ing sem og fyr­ir­tæki til að draga úr orku­notk­un. Slag­orð her­ferð­ar­innar var „skrúfið niður í ofn­un­um“ og voru borg­ar­arnir hvattir til draga úr hús­hit­un. Sam­hliða þessu voru fólk og fyr­ir­tæki hvött til að ein­angra hús betur sem og að fjár­festa í orku­spar­andi bún­aði.

Ekki lausn að brenna kolum

DW hefur svo eftir Ben McWilli­ams, þýskum sér­fræð­ingi í orku­mál­um, að lík­legt sé að önnur Evr­ópu­ríki fari að fyr­ir­mynd Hol­lend­inga. Sá segir að það að brenna kolum til raf­orku­fram­leiðslu í stað þess að nota gas sé ein­föld lausn í efna­hags­legu til­liti en vissu­lega ekki fýsi­leg í umhverf­is­legu. Til að draga veru­lega úr orku­notkun fyr­ir­tækja, m.a. verk­smiðja, þurfi fleira að koma til en betri ein­angrun hús­næð­is. Það muni þýða sam­drátt í fram­leiðslu. Sem aftur gæti svo haft nei­kvæðar efna­hags­legar afleið­ing­ar.

Ef draga á veru­lega úr notkun gass í Evr­ópu þarf að koma til aðgerða og þá þurfa stjórn­mála­menn að vera „al­gjör­lega hrein­skilnir við fólk,“ hefur DW eftir McWilli­ams. Þeir þurfa að segja það ekki seinna en strax að í vetur skipti öllu að spara hverju ein­ustu sam­eind af gasi, „að það muni bjarga störfum og til lengri tíma litið bjarga efna­hagn­um“.

Hol­land er vissu­lega ekki eina Evr­ópu­ríkið sem lagt hefur upp í átak þar sem fólk er hvatt að spara gas. Það hefur einnig verið gert t.d. í Belgíu og Þýska­landi þótt árang­ur­inn hafi ekki verið jafn mik­ill.

Það er auð­vitað ekki hægt að full­yrða að her­ferðir sem þess­ar, einar og sér, hafi afger­andi áhrif. Orku­verð hefur rokið upp úr öllu valdi og mun halda áfram að gera það næstu vikur og mán­uði ef fram heldur sem horf­ir. Það vekur fólk til vit­undar og ef til vill verður það við þessar aðstæður næmara á her­ferðir á borð við „skrúfið niður í ofn­un­um“.

Auglýsing

Einnig hafa sér­fræð­ingar bent á að eftir heims­far­ald­ur­inn þar sem áríð­andi var að standa saman hafi vakið fólk til umhugs­unar um einmitt það; að standa sam­an. Að standa saman í því að draga úr orku­notkun kann því að vera sjálf­sagð­ara í hugum fólks núna en áður.

En fleira en orku­sparn­aður heim­ila þarf að koma til. Svo mikið er víst. Og svo virð­ist sem aukin sátt sé að skap­ast um að brenna meira af kolum en síð­ustu miss­eri sem og að fresta því að slökkva á kjarn­orku­verum en í Þýska­landi stóð til að síð­asta verið myndi hætta starf­semi um næstu ára­mót.

Í ljósi þess að áhrif lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum eru þegar orðin sýni­leg, m.a. í þeirri hita­bylgju sem gengið hefur yfir Evr­ópu síð­ustu daga, þá er orðið tíma­bært að huga mun betur að því í hvað orka sem fram­leidd er úr auð­lindum jarðar fer.

Löngu tíma­bært.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent