Rafbílavæðing hefur í heildina jákvæð áhrif

Í nýrri greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar á Íslandi kemur fram að rafbílavæðing sé bæði hagkvæm og dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Rafbíll
Auglýsing

Til lengri tíma litið er raf­bíla­væð­ing á Íslandi hag­kvæm fyrir þjóð­ina ásamt því að hún skilar umtals­verðum sam­drætti í útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Aðrir ávinn­ingar raf­bíla­væð­ingar eru til dæmis minni loft­meng­un, aukið orku­öryggi, stöðugra verð­lag orku og ýmis annar efna­hags­legur ávinn­ing­ur. Þetta kemur fram í nýrri grein­ingu á þjóð­hags­legri hag­kvæmni raf­bíla­væð­inga sem hópur úr Háskól­anum í Reykja­vík og Háskóla Íslands vann á veg­um ­Sam­orku, Atvinnu­vega- og nýsköpun­arráðu­neyt­is­ins, Orku­set­ur­s, Ís­lenskrar Nýorku og Grænu Orkunn­ar. Nið­ur­staða grein­ing­ar­inn­ar var kynnt á fundi í Nor­ræna hús­inu í morg­un. 

Íslensk stjórn­völd hafa skuld­bundið sig til að taka þátt í mark­miði ESB um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 40 pró­sent árið 2030 miðað við losun árs­ins 1990. Slíkur sam­dráttur kallar á orku­skipti í sam­göngum meðal ann­ars raf­væð­ingu fólks­bíla. Í skýrslu hóps­ins kemur fram að raf­væð­ing fólks­bíla sé eitt stærsta tæki­færi sem Íslend­ingar hafa til að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um minnkun útblást­urs gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Grein­ing er á þjóð­hags­legri hag­kvæmi raf­bíla­væð­ingar en skoðað var hvaða aðgerðir eru hag­kvæm­astar til að flýta fyrir raf­bíla­væð­ingu og hvaða ár­angri þær geta skil­að, einnig var skoðað hvort raf­væð­ing bíla­flot­ans geti verið efna­hags­lega hag­kvæm. 

Nýskrán­ing dísil og bens­ín­bíla óheimil árið 2030

Ís­lensk stjórn­völd settu fram á 146 löggjaf­ar­þingi þingsá­lyktun um aðgerð­ar­áætlun um orku­skipti. Þar kemur fram að stjórn­völd stefna að 10 pró­sent hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum á Ís­landi árið 2020 og 40 pró­sent árið 2030. Í dag er hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum um 6 pró­sent. Raf­væð­ing bíla­flot­ans er mögu­legt skref í átt að þessum mark­mið­um. Í sept­em­ber 2018 kynntu síðan stjórn­völd aðgerða­áætlun í lofts­lags­málum 2018 til 2030 þar sem sett voru fram 34 atriði til að vinna gegn lofts­lags­breyt­ing­um, meðal ann­ars að nýskrán­ing dísil- og bensín­bíla verði óheimil eftir árið 2030.

Auglýsing

Í skýrsl­unni kemur fram að breyt­ingar á orku­kerfum sé dýr og hæg­virk aðgerð. Því er lagt áherslu á að mik­il­vægt sé að hefj­ast handa strax og að ígrunda allar ákvarð­anir vel. Ávinn­ing­ur­inn er þó mik­ill, og ekki aðeins í sam­hengi sam­dráttar í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Annar ávinn­ingur getur verið margs konar svo sem minni loft­meng­un, aukið orku­öryggi, stöðugra verð­lag orku og ýmis annar efna­hags­legur ávinn­ing­ur.

Virð­is­auka­skatt­sí­viln­anir á hreina raf­magns­bif­reiðir virð­ast bera bestan árangur

Nið­ur­stöður grein­ing­ar­innar gefa til kynna að heild­ar­áhrif raf­bíla­væð­ingar séu já­kvæð, bæði þegar litið er til þjóð­hags­legra stærða og fjár­hags­legra hags­muna neyt­enda. ­Nið­ur­stöður sýna að hlut­fall hreinna raf­magns­bif­reiða (BEV: batt­ery-el­ect­ric vehicle) og tengilt­vinn­bif­reiða (PHEV: plug-in-hy­brid elect­ric vehicle) af bíla­flot­anum mun aukast á næstu ár­um. Hversu mikil aukn­ingin verður er mjög háð ákvörð­unum stjórn­valda og aðstæðum á mark­að, sam­kvæmt skýrsl­unni. Áhrif á afkomu ríkis­sjóðs eru háðar þeim leiðum og stjórntækjum sem verða not­aðar til að hafa áhrif á orku­skipti í sam­göng­um. Til skemmri tíma fylgir raf­bíla­væð­ingu kostn­að­ur, en með réttri notkun á stjórntækjum má stýra hvar sá kostn­aður lend­ir. Til lengri tíma er raf­bíla­væð­ing hag­kvæm fyrir þjóð­ina, til við­bótar við þann umtals­verða árangur sem hún skilar í sam­drætti á út­blæstri gróður­húsa­loft­teg­unda.

Mynd: Skýrsla „Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar“

Skoð­aðir voru fjórar sviðs­myndir í grein­ing­unni; óbreytt ástand til­lög­ur, til­lögur með við­bót og til­lögur með banni. Í nið­ur­stöðum grein­ing­ar­innar er „til­lögur með við­bót“ sú sviðs­mynd sem best styður við þau mark­mið að draga hratt úr út­blæstri með hlut­falls­lega litlum kostn­aði fyrir ríkis­sjóð og bif­reiða­eig­end­ur. Sú til­laga gerðir ráð fyrir var­an­leg­um virð­is­auka­skattsíviln­unumá hreinum raf­magns­bif­reiðum ásamt því sem gert er ráð fyrir núver­and­i í­viln­un­um varð­andi virð­is­auka­skatt fyrir bif­reiðar með­  lít­inn út­blást­ur, þ.m.t. raf­magns­bif­reiðar falli niður árið 2020, eða þegar 10.000 bif­reiðar af hverjum flokki hafa ver­ið skráð­ar.

Raf­magns­bílar gætu orðið 80 pró­sent bíla­flot­ans árið 2050

Með­al­l­íft­ími bif­reiða er um 12 til 13 ár sem ­þýðir að það er mikil tregða í bíla­flot­anum og breyt­ingar taka langan tíma. Sviðs­myndin „Till­ögur með­ við­bót­um“ sem þýðir að stjórn­völd myndu bæta við virð­is­auka­skatt­sí­viln­unum fyrir hreinar raf­magns­bif­reið­ir, sem er í raun beinn fjár­stuðn­ingur tengdur kaupum á bif­reið. Ef beitt verður til­lög­unni um skattaí­viln­anir þá verð­ur­ tæp­lega annar hver nýskráður bíll hrein raf­magns­bif­reið árið 2030. Sú til­laga sýnir að hlut­fall hreinna raf­magns­bif­reiða getur far­ið í allt að 60 pró­sent af bíla­flot­anum og allt að 80 pró­sent bíla­flot­ans væru ann­að­hvort hreinar raf­-­magns­bif­reiðar eða tengilt­vinn­bif­reiðar árið 2050. Ef ekki er beitt sakttaí­viln­unum þá má gera ráð fyrir að 27 pró­sent til 42 pró­sent verði hrein­ir raf­magns­bif­reiðar og um 58 pró­sent til 72 pró­sent bíla­flot­ans verði ann­að hvort hreinar raf­magns­bif­reiðar eða tengiltvinn­bif­reið­ar.

Sviðs­myndin „Till­ögur með banni“ nær sam­kvæmt skýrsl­unni miklum árangri eftir árið 2030 þegar bann við sölu bif­reiða sem brenna kolefna­elds­neyti tekur gildi og við lok árs­ins 2050 er fjöldi raf­magns­bif­reiða sam­bæri­legur við sviðs­mynd­ina „Till­ögur með við­bót“, og út­blástur hefur einnig dreg­ist álíka mikið sam­an. Hins­vegar eru þó nokkur ár þangað til árið 2030 rennur upp og því er útblást­ur­inn þangað til tals­vert meiri en í til­lögu með við­bót. Því má draga þá ályktun að bannið sé sterk aðgerð sem hafi já­kvæð áhrif en fram að gildistöku þess þurfi aðrar áhrif­aríkar aðgerðir þar sem tím­inn frá 2018 til 2030 skiptir miklu máli. 

Í skýrsl­unni er tekið fram að áhuga­vert gæti verið að skoða fleiri sviðs­myndir sem blanda saman íviln­unum og banni. Einnig væri áhuga­vert að taka inn í grein­ing­una aðra vist­væna valmögu­leika svo sem metan og vetni. Því til við­bótar væri áhuga­vert að greina betur aðgerðir sem taka til þyngri öku­tækja til atvinnu­rekstr­ar­nota.

Þarf fleiri aðgerðir en raf­bíla­væð­ingu

Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar er tekið fram að breyt­ingar á sam­setn­ingu bíla­flot­ans taka langan tíma og því er afar ólík­legt að raf­bíla­væð­ing ein og sér muni leiða til þess að mark­miðum París­ar­sam­komu­lags­ins verði náð fyrir árið 2030 hvað snýr að sam­drætti í út­blæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá sam­göng­um. 

Raf­bíla­væð­ingin þykir nauð­syn­legur þáttur í þeirri veg­ferð, en til að mark­miðum París­ar­sam­komu­lags­ins verði náð að fullu þarf mun áhrif­arík­ari aðgerðir en hafa verið greindar eru í skýrsl­unni. Skýrslan leggur tila ð skoða þarf  aðrar kerf­is­legar breyt­ingar eins og til dæmis að greiða fyrir úr­eld­ingu meng­andi bif­reiða, efl­ingu almenn­ings­sam­gangna og aðgerðir sem stuðla að breyttum ferða­venj­um.

Til lengri tíma er raf­bíla­væð­ing hag­kvæm fyrir þjóð­ina, til við­bótar við þann umtals­verða árangur sem hún skilar í sam­drætti á út­blæstri gróð­ur­-húsa­loft­teg­unda. Raf­bíla­væð­ing hefur einnig önnur já­kvæð óbein áhrif sem snerta þjóð­ar­hag, svo sem minni loft­mengun og aukið orku­öryggi, og áhrifin eru já­kvæð­ari eftir því sem raf­bíla­væð­ingin verður dýpri. Þegar þessir þættir eru teknir til greina að auki eru áhrif raf­bíla­væð­ingar ót­vírætt þjóð­hags­lega já­kvæð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent