Gagnrýnir einhliða umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðisgeirann

Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítalann, kallar eftir í ritstjórapistli Læknablaðsins að fjölmiðlar axli meiri ábyrgð þegar það kemur að umfjöllunum um heilbrigðismál. Hann segir umfjöllun fjölmiðla oft vera of neikvæða og einhæfa.

landspitalinn_15416920093_o.jpg
Auglýsing

„Æski­legt væri að rit­stjórar og ábyrgð­ar­menn helstu fjöl­miðla lands­ins sett­ust niður með for­svars­mönnum heil­brigð­is­kerf­is­ins og ræddu hrein­skiln­is­lega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfir­veg­uðum hætti um heil­brigð­is­mál,“ seg­ir ­Magnús Har­alds­son í rit­stjórapistli nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins. Magnús er geð­læknir við Land­spít­al­ann ásamt því er hann dós­ent við lækna­deild Háskóla Íslands og situr í rit­stjórn Lækna­blaðs­ins.

Magnús Haraldsson Mynd:LæknablaðiðÍ pistl­inum gagn­rýnir Magnús að fjöl­miðlaum­fjöllun um heil­brigð­is­kerfið á Íslandi virð­ist nán­ast ein­ungis ver­a ­nei­kvæð og ein­streng­ings­leg. Hann segir það eðli­legt að mál­efn­i heil­brigð­is­kerf­is­ins ­séu oft til umfjöll­unar enda um mála­flokk sem snertir alla lands­menn ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inn­i. ­Magnús segir íslenska fjöl­miðla nán­ast dag­lega fjalla á nei­kvæðan hátt um heil­brigð­is­mál, fréttir af sum­ar­lok­un­um, kjara­deil­um, biðlistum og miklu álagi á heil­brigð­is­starfs­fólk virð­ast vera einu frétt­irnar um heil­brigð­is­geir­ann sem endar á blað­síðum blað­anna. 

„Þetta eru að sjálf­sögðu afar erfið mál og raun­veru­legar áskor­anir sem kerfið stendur frammi fyrir og mik­il­vægt er að fjalla um þau með gagn­rýnum hætti í fjöl­miðlum en það skiptir líka máli hvernig það er gert. Það er afar mik­il­vægt að umfjöllun fjöl­miðla um þennan mála­flokk sé yfir­veg­uð, byggð á stað­reyndum og að reynt sé að forð­ast gíf­ur­yrði og upp­hróp­an­ir.“ segir Magnús í pistl­in­um.

Auglýsing

„Heil­brigð­is­kerfið er dýr­asti og senni­lega flókn­asti hluti okkar sam­fé­lags og á fáum sviðum hafa orðið eins miklar fram­farir og breyt­ingar á und­an­förnum árum. Öll viljum við geta gengið að því vísu að þjón­ustan sé góð og að hún sé örugg og aðgengi­leg öllum sem á henni þurfa að halda. En að sjálf­sögðu er ekk­ert full­komið í þessum heimi. Því miður er fjöl­miðla­um­ræða um heil­brigð­is­mál oft á afar nei­kvæðum nótum og orð eins og úrræða­leysi, nið­ur­skurð­ur, mann­ekla og fjársvelti eru algeng.“ segir Magn­ús.

Erfið mál ein­stakra sjúk­linga

Magnús fjallar einnig um í pistl­inum hversu flóknar umfjall­an­ir um mál ein­staka sjúk­linga í fjöl­miðlum geta ver­ið. Í dag er mjög auð­velt fyrir ein­stak­linga að deila per­sónu­legum reynslu­sögum sínum á sam­fé­lags­miðlum eða á net­miðl­un. Algengt er orðið að bæði lýs­ingar frá sjúk­linga og sögur aðstand­enda af heil­brigð­is­kerf­inu séu birtar á net­inu, þær lýs­ingar snú­ast oft um óánægju um sam­skipti við heil­brigð­is­starfs­fólk. Sam­kvæmt Magn­úsi eru ­jafn­fram­t oft dregnar þær álykt­anir að þessar ein­stöku lýs­ingar lýsi kerf­inu eða þjón­ust­unni í heild.

Magnús gagn­rýnir að ákveðnir fjöl­miðlar birti síðan þessar lýs­ingar þar sem aðeins ein hlið af sam­skiptum heil­brigð­is­starfs­fólks og sjúk­lings er lýst. Á heil­brigð­is­starfs­fólki hvíl­ir hins veg­ar afar ströng þagn­ar­skylda og trún­aður sem gerir starfs­fólk­inu ókleift að tjá sig um mál ein­stakra sjúk­linga og geta því ekki brugð­ist við lýs­ingum ein­stak­linga. Ómögu­legt er fyr­ir­ heil­brigð­is­starfs­fólk að leið­rétta upp­lýs­ing­arnar sem birt­ast í frétt­inni ef þeir telja að hallað sé á réttu máli. Magnús ítrekar því ábyrgð fjöl­miðla þegar fjallað er um mál ein­stakra sjúk­linga í fjöl­miðlum þar sem slík mál eru oft mjög við­kvæm og flók­in.

„Alltaf er hætta á því að dregnar séu rangar álykt­anir af því sem á að hafa gerst og hætt er við því að fréttir sem þessar ýti undir ótta og tor­tryggni hjá fólki sem þarf að sækja þjón­ustu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Frétta­flutn­ingur af þessu tagi er einnig lík­legur til að valda heil­brigð­is­starfs­fólki miklu hug­ar­angri og van­líð­an, sér­stak­lega ef það þarf að sitja undir óvæg­inni gagn­rýni í fjöl­miðlum og getur ekki komið fram og tjáð sig um sína hlið á mál­in­u.“ segir Magnús

Fjöl­miðlar ekki rétti vett­vang­ur­inn

Sam­kvæmt Magn­úsi er afar mik­il­vægt að sjúk­lingar og aðstand­endur þeirra geti með­ skil­virk­um ein­földum hætti komið kvört­unum sínum á fram­færi við þá sem stýra þjón­ust­unni og bera ábyrgð á gæðum henn­ar, en sam­kvæmt Magn­úsi eru síður fjöl­miðla ekki rétti vett­vang­ur­inn til þess. Það er ekki hægt að útkljá mál ef aðeins önnur hlið máls­ins er rædd og hætt er við að umræður í fjöl­miðlum verði mjög til­finn­inga­hlaðnar og ein­kenn­ist af „upp­hróp­un­um“og „gíf­ur­yrð­u­m“.

Magnús óskar því eftir því að rit­stjórar og ábyrgð­ar­menn helstu fjöl­miðla lands­ins setj­ist niður með for­svars­mönnum heil­brigð­is­kerf­is­ins og ræði hrein­skiln­is­lega um hvernig best sé að fjalla um heil­brigð­is­mál. Hann segir að það sé þjón­ustu til fram­dráttar og komi í veg fyrir „að lýs­ingar sem oft eru settar fram í mik­illi reiði og ­geðs­hrær­ing­u ­séu gerðar að frétta efni í fjöl­miðl­u­m.“

Ásamt því bendar hann á mik­il­vægi þess að til staðar sé vett­vangur inn­an­ ­kerf­is­ins þar sem heil­brigð­is­starfs­menn sem eru aðilar að málum sem rata í fjöl­miðla hafi stað til þess að ræða málin og geta jafn­fram­t ­fengið við­eig­andi stuðn­ing þegar þeir sitji undir alvar­legum ásök­unum í fjöl­miðl­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent