Lögmaður Tekjur.is svarar bréfi Persónuverndar

Persónuvernd sendi Viskubrunni ehf. bréf í október þar sem athugað var hvort að birting skattskrár í heild sinni á vefsíðunni Tekjur.is samræmdust lögum um persónuvernd. Í svar Viskubrunnar er greint frá lagalegum grundvelli heimasíðunnar.

Tekjur.is
Auglýsing

Per­sónu­vernd sendi bréf til Visku­brunns ehf. þann 17. októ­ber 2018 þar sem til­kynnt var að Per­sónu­vernd hafi ákveðið að hefja athugun á því hvort birt­ing skatt­skrár í heild á vef­síð­unni Tekj­ur.is ­sam­rým­ist lögum nr.90/2018 um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga en á síð­una er að finna upp­lýs­ingar um skatt­stofna og tekjur þeirra sem greiða skatta hér­lendis 18 ára og eldri.

Í svari Visku­brunnar ehf. við bréfi Per­sónu­verndar kemur fram að Tekj­ur.is telja sig standa á standi á traustum laga­legum grund­velli. Visku­brunnur telur að sú birt­ing upp­lýs­inga úr skatt­skrám sem fram fer á vefnum www.­tekj­ur.is sé heim­ilt á grund­velli sér­á­kvæðis 2.mgr. 98. gr laga nr.90/2003 og að hún falli þar með utan gild­is­sviðs per­sónu­vernd­ar­laga. Þegar af þeirri ástæðu hefur Per­sónu­vernd engar vald­heim­ildir til afskipta af þeirri upp­lýs­inga­miðlun sem fer á síð­unni sam­kvæmt bréf­in­u. 

Visku­brunnur ehf. telur að sú birt­ing upp­lýs­inga sem fram fer á síð­unni Tekj­ur. is sé ekki ein­ungis heimil á grund­velli þeirra sjón­ar­miða koma fram í á­kvæði laga nr.90/2003 heldur einnig er heim­ilt veitt í lögum nr.90/2018 þar sem tekið er fram að tak­marka eigi ekki aðgang að grund­velli laga­á­kvæða um upp­lýs­inga­rétt almennigs, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr.90/2018. Visku­brunnur ehf. sækir birt­ingu upp­lýs­ing­anna einnig stoð í 1. mgr. 6.gr. laga nr. 90/2018. Í því ákvæði er að finna sér­staka reglu um afmörkun á gild­is­sviði per­sónu­vernd­ar­laga gagn­vart tján­ingu sem stunduð er í þágu fjöl­miðl­un­ar, lista eða bók­mennta.

Auglýsing

Tekj­ur.is

Upp­lýs­ingar um það hvernig tekjur fólks skiptast, og tæm­andi upp­lýs­ingar um hverjir borga hvað í skatta er hægt að finna í svo­kall­aðri skatt­skrá. Í vor var skatt­skráin fyrir árið 2017 gerð opin­ber. Í henni er að finna nið­ur­brot á öllum skatt­greiðslum ein­stak­linga – tekju­skatt, útsvar og fjár­magnstekju­skatt – vegna árs­ins 2016. Því er um eldri upp­lýs­ingar að ræða en t.d. þær sem hægt var að lesa um í síð­asta Tekju­blaðið Frjálsrar versl­un­ar, en ítar­legri þar sem þær sýna hvernig tekjur við­kom­andi hafði.

Þessum upp­lýs­ingum safn­aði vef­ur­inn Tekj­ur.is saman og gerði þær aðgengi­legar á staf­rænu formi. Vef­ur­inn fór í loftið þann 12. októ­ber síð­ast­lið­inn og þar birt­ust upp­lýs­ingar um alla Íslend­inga sem eru 18 ára og eldri, og yngri en 100 ára, með sama hætti og þær birt­ast í skatt­skránni.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­­lega um efni skatt­­skrá­­ar­innar í frétta­­skýr­ingu sem birt­ist sl. 12. októ­ber. Þar kom meðal ann­­ars fram að 137 Íslend­ingar voru með fjár­­­magnstekjur yfir 100 millj­­ónum króna á árinu 2016, 54 voru með yfir 200 millj­­ónir króna í slíkar tekjur og 33 þén­uðu yfir 300 millj­­ónir króna á þann hátt. Alls voru fjár­­­magnstekjur 22 ein­stak­l­inga yfir 400 millj­­ónir króna á árinu 2016 og 16 voru með yfir hálfan millj­­arð króna í slíkar tekj­­ur.

Kraf­ist lög­banns og form­leg kvörtun barst til Per­sónu­verndar

Ingvar Smári BirgissonIngvar Smári Birg­is­­son, for­­maður Sam­­bands ungra sjálf­­stæð­is­­manna, gerði kröfu um að lög­­­bann væri sett á vef­inn Tekj­­ur.­is þann 15. októ­ber. Auk þess barst for­m­­leg kvörtun til Per­­són­u­vernd frá almanna­tengl­inum Björg­vini Guð­­munds­­syni vegna máls­ins.

Í yfir­­lýs­ingu frá Ingvari Smára seg­ir: „Ég tel að birt­ing fjár­­hags­­upp­­lýs­inga allra skatt­greið­enda á vefnum Tekj­­ur.is ­feli í sér ómak­­lega aðför að stjórn­­­ar­­skrár­vörðum rétti almenn­ings til frið­­helgis einka­lífs. Með starf­rækslu vefs­ins er að mínu mati farið út fyrir heim­ildir þeirra ákvæða sem hafa legið að baki opin­berri umfjöllun um laun og skatt­greiðslur Íslend­inga í gegnum árin. Í ljósi þess tel ég rétt að sýslu­­mað­­ur­inn á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu leggi lög­­­bann við vinnslu Visku­brunns ehf. á fjár­­hags­­upp­­lýs­ingum Íslend­inga og að félag­inu verði gert að afmá upp­­lýs­ing­­arnar af vef­­síðu sinn­i, tekj­ur.is“

Miðla upp­lýs­ingum til almenn­ings

Í bréf­inu til Per­sónu­verndar kemur fram að Visku­brunnur ehf. líti svo á að sú birt­ing sem fram fer á vef­síð­unni tekj­ur.is eigi sér ein­vörð­ungu stað í því skyni að miðla almenn­ingi með skil­virkum hætti stað­festum upp­lýs­ingum sem skatta­yf­ir­völd hafa þegar birt í skatt­skrá og allir borg­arar lands­ins hafa aðgang að. Birt­ingu upp­lýs­inga er ætlað að stuðla að umræðu um tekju­skipt­ingu í sam­fé­lag­inu og fram­lagi ein­stak­linga til upp­bygg­ingar þess sem hlýtur að telj­ast grund­vall­ar­at­riði í lýð­ræð­is­legri umræðu segir í svari Visku­brunns.

Birt­ing þess­ara upp­lýs­inga er því í meg­in­at­riðum ekk­ert frá­brugðin miðlun upp­lýs­inga af þeim toga sem svo­nefnd tekju­blöð Frjálsrar versl­unar og DV hafa geng­ist fyrir og Per­sónu­vernd hefur ekki talið sig hafa heim­ildir að lögum til að hafa afskipti af, sjá hér til hlið­sjónar mál nr.2017/1068 og 2017/1001. Telur Visku­brunnur ehf. að öll þau rök sem ákvarð­anir Per­sónu­verndar í ofan­greindum málum um frá­vísun mál­anna byggð­ust á eigi að breyttu breyt­anda við um þetta mál.

Sér­á­kvæði sem ganga framar ákvæðum per­sónu­vernd­ar­laga

Í bréf­inu er vísað í 1. mrg. 5 gr per­sónu­vernd­ar­laga þar sem kveðið er sér­stak­lega á um að sér­á­kvæði ann­ara laga um vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga sem sett eru innan ramma reglu­gerð­ar­innar gangi framar ákvæðum per­sónu­vernd­ar­laga. Að mati Visku­brunnar er ljóst að ákvæði loka­máls­liðar 2.mgr. gr. 98 gr. felur í sér slíkt sér­á­kvæði enda er þar sér­stak­lega kveðið á um „heim­il [­sé] op­in­ber birt­ing á þeim upp­lýs­ingum um álagða skatta sem fram koma í skatt­skrá svo og útgáfa þeirra upp­lýs­inga í heild eða að hluta.“

Ákvæði loka­máls­liðar 2. mgr. 98 gr felur í sér sér­á­kvæði af því tagi sem vísað er til í 1. mgr, 5 gr. per­sónu­vernd­ar­laga enda til­greinar það sér­stak­lega að opin­ber birt­ing á upp­lýs­ingum um álagða skatta úr skatt­skrá sé heimil svo og útgáfa þeirra upp­lýs­inga í heild eða hluta. Sam­kvæmt bréf­inu er þá eng­inn vafi á í því að umrætt ákvæði sé innan þess ramma sem reglu­gerð ESB setur enda er þar mælt sér­stak­lega fyrir um að aðild­ar­ríkin geti vikið frá reglu­gerð­inni meðal ann­ars í þágu tján­ing­ar­frels­is, fjöl­miðl­unar og reglna um aðgang almenn­ings að opin­berum gögnum eins og síðar verður rak­ið.

Lög nr. 90/2018 tak­marka ekki aðgang á grund­velli laga­á­kvæða um upp­lýs­inga­rétt almenn­ings sam­kvæmt bréf­inu

Í bréf­inu er einnig vísað til laga nr.90/2018 þar sem fram kemur að tak­marka eigi ekki aðgang á grund­velli laga­á­kvæða um upp­lýs­inga­rétt almenn­ings, sbr. 2. mgr. 5.gr. laga nr.90/2018. Í athuga­semdum við ákvæðið í frum­varpi því er varð að lögum nr.90/2018 kemur fram að í ákvæð­inu sé fjallað um gild­is­svið lag­anna gagn­vart öðrum lög­um. Bent er á að ákvæði frum­varps­ins séu víð­tæk og almenns eðlis í þeim skiln­ingi að þau taka til hvers kyns vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga hvar og hvernig sem hún fer fram, með þeim frá­vikum sem fram koma í frum­varp­inu. Af þeim sökum þykir rétt að taka fram að frum­varpið taki jafn­framt til með­ferðar og vinnslu slíkra upp­lýs­inga sem fram fer sam­kvæmt öðrum lögum nema þau lög til­greini annað sér­stak­lega. Þannig geti sér­á­kvæði ann­arra laga gengið framar þessum reglum á grund­velli almennra sjón­ar­miðu um „Lex ­speci­alis“. Þó sé tekið fram að sér­lög verði að vera innan þess ramma, ­sem reglu­gerð ESB set­ur, þ.e. að þau fari ekki gegn ákvæðum henn­ar.

Í bréf­inu er fjallað um það að í lýð­ræð­is­ríkjum er það yfir­leitt talið grund­vall­ar­for­senda fyrir því að efn­is­leg lýð­ræð­is­leg umræða geti átt sér stað um starf­semi stjórn­valda og gerð sam­fé­lags­ins að almenn­ingur eigi rétt til aðgangs að upp­lýs­ingum frá stjórn­völd­um. Í reglu­gerð­inni er gengið út frá því að aðilda­ríkin geti dregið mörkin milli upp­lýs­inga­réttar almenn­ings og per­sónu­verndar með ólíkum hætti. Í ákvæði 86.gr., sbr og 15 lið aðfar­ar­orða er hins vegar lag til grund­vallar að ef gögn sem falla undir upp­lýs­ing­ar­ett almenn­ings hafa jafn­framt að geyma per­sónu­upp­lýs­ingar geti aðild­ar­ríki að ósekju veitt aðgang að slíkum upp­lýs­ing­um, án þess að það fari í bága við ákvæði reglu­gerð­innar um per­sónu­vernd.

Skatt­sjóri hefur þegar birt skatt­skrá

ríkisskattstjóriSam­kvæmt bréf­inu falla einnig ákvæði loka­máls­liðar 2. mgr. 98 gr. laga nr. 90/2003 undir þau sjón­ar­mið sem lýst var hér að ofan. Enda er þarna um að ræða sér­stakt ákvæði um upp­lýs­inga­rétt almenn­ings sem gengur raunar lengri en ákvæði upp­lýs­inga­laga þar sem í 2.mgr. 90 gr. er mælt fyrir um skyldu rík­is­skatt­sjóra til að birta skatt­skrána að eigin frum­kvæði. Þessi skiln­ingur á ákvæð­inu hefur nýverið verið stað­festur af hálfu rík­is­skatt­stjóra sbr. frétt Morg­un­blaðs­ins frá 17. októ­ber sl. en þar er haft eftir rík­is­skatt­stjóra að sam­kvæmt ára­langri fram­kvæmd geti hver sem er fengið skatt­skrá allra Íslend­inga í heild afhenta frá rík­is­skatt­sjóra.

Við afmörkun á gild­is­sviði laga­á­kvæða um upp­lýs­inga­rétt gagn­vart reglum um per­sónu­vernd verður jafn­framt að hafa í huga að almennt er ekki hægt að líta svo á að upp­lýs­ingar sem gerðar hafa verið opin­berar með lög­mætum hætti séu upp­lýs­ingar um einka­mál­efni sem óheim­ild er að greina frá. Ótví­rætt er og óum­deild að skatt­stjóri hafði þegar birt sksatt­skrá á starfs­stöð sinni. Því er heim­ild að birta upp­lýs­ing­arn­ar. 

Upp­lýs­ing­arnar eru unnar í þágu fjöl­miðla

Visku­brunnur ehf. telur að sú birt­ing upp­lýs­inga sem fram fer á síð­unni tekj­ur.is sé ekki ein­ungis heimil á grund­velli þeira sjón­ar­miða koma fram í á­kvæði laga nr.90 2003 eru sér­á­kvæði sem ganga framar ákvæðum per­sónu­vernd­ar­laga og lög nr. lög nr.90/2018 tak­marka ekki aðgang að grund­velli laga­á­kvæða um upp­lýs­inga­rétt almennigs, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr.90/2018. Heldur að birt­ingin sæki einnig ­stoð í 1. mgr.6gr. laga nr. 90/2018. Í því ákvæði er að finna sér­staka reglu um afmörkun á gild­is­sviði per­sónu­vernd­ar­laga gagn­vart tján­ingu sem stunduð er í þágu fjöl­miðl­un­ar, lista eða bók­mennta.

Í bréf­inu kemur fram að upp­lýs­ing­arnar sem birt­ast á tekj­ur.is gefa enn fremur heild­ræna mynd af tekju­skipt­ing­unni í sam­fé­lag­inu, ólíkri skatt­byrði launa- og fjár­mags­tekna sem jafnt fjöl­miðlar sem þáttak­endur í hinni sam­fé­lags­legu umræðu geta nýtt sér og vísað til

Í athuga­semdum við ákvæði 6.gr. í frum­varpi því er varð að lögum nr. 90/2018 en þar seg­ir: „Með til­liti til mik­il­vægis rétt­ar­ins til tján­ing­ar­frelsis í hverju lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi sé nauð­syn­legt að túlka hug­tök vítt í tengslum við það frelsi svo sem frétta­mennsku.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent