Gagnrýnir einhliða umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðisgeirann

Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítalann, kallar eftir í ritstjórapistli Læknablaðsins að fjölmiðlar axli meiri ábyrgð þegar það kemur að umfjöllunum um heilbrigðismál. Hann segir umfjöllun fjölmiðla oft vera of neikvæða og einhæfa.

landspitalinn_15416920093_o.jpg
Auglýsing

„Æski­legt væri að rit­stjórar og ábyrgð­ar­menn helstu fjöl­miðla lands­ins sett­ust niður með for­svars­mönnum heil­brigð­is­kerf­is­ins og ræddu hrein­skiln­is­lega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfir­veg­uðum hætti um heil­brigð­is­mál,“ seg­ir ­Magnús Har­alds­son í rit­stjórapistli nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins. Magnús er geð­læknir við Land­spít­al­ann ásamt því er hann dós­ent við lækna­deild Háskóla Íslands og situr í rit­stjórn Lækna­blaðs­ins.

Magnús Haraldsson Mynd:LæknablaðiðÍ pistl­inum gagn­rýnir Magnús að fjöl­miðlaum­fjöllun um heil­brigð­is­kerfið á Íslandi virð­ist nán­ast ein­ungis ver­a ­nei­kvæð og ein­streng­ings­leg. Hann segir það eðli­legt að mál­efn­i heil­brigð­is­kerf­is­ins ­séu oft til umfjöll­unar enda um mála­flokk sem snertir alla lands­menn ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inn­i. ­Magnús segir íslenska fjöl­miðla nán­ast dag­lega fjalla á nei­kvæðan hátt um heil­brigð­is­mál, fréttir af sum­ar­lok­un­um, kjara­deil­um, biðlistum og miklu álagi á heil­brigð­is­starfs­fólk virð­ast vera einu frétt­irnar um heil­brigð­is­geir­ann sem endar á blað­síðum blað­anna. 

„Þetta eru að sjálf­sögðu afar erfið mál og raun­veru­legar áskor­anir sem kerfið stendur frammi fyrir og mik­il­vægt er að fjalla um þau með gagn­rýnum hætti í fjöl­miðlum en það skiptir líka máli hvernig það er gert. Það er afar mik­il­vægt að umfjöllun fjöl­miðla um þennan mála­flokk sé yfir­veg­uð, byggð á stað­reyndum og að reynt sé að forð­ast gíf­ur­yrði og upp­hróp­an­ir.“ segir Magnús í pistl­in­um.

Auglýsing

„Heil­brigð­is­kerfið er dýr­asti og senni­lega flókn­asti hluti okkar sam­fé­lags og á fáum sviðum hafa orðið eins miklar fram­farir og breyt­ingar á und­an­förnum árum. Öll viljum við geta gengið að því vísu að þjón­ustan sé góð og að hún sé örugg og aðgengi­leg öllum sem á henni þurfa að halda. En að sjálf­sögðu er ekk­ert full­komið í þessum heimi. Því miður er fjöl­miðla­um­ræða um heil­brigð­is­mál oft á afar nei­kvæðum nótum og orð eins og úrræða­leysi, nið­ur­skurð­ur, mann­ekla og fjársvelti eru algeng.“ segir Magn­ús.

Erfið mál ein­stakra sjúk­linga

Magnús fjallar einnig um í pistl­inum hversu flóknar umfjall­an­ir um mál ein­staka sjúk­linga í fjöl­miðlum geta ver­ið. Í dag er mjög auð­velt fyrir ein­stak­linga að deila per­sónu­legum reynslu­sögum sínum á sam­fé­lags­miðlum eða á net­miðl­un. Algengt er orðið að bæði lýs­ingar frá sjúk­linga og sögur aðstand­enda af heil­brigð­is­kerf­inu séu birtar á net­inu, þær lýs­ingar snú­ast oft um óánægju um sam­skipti við heil­brigð­is­starfs­fólk. Sam­kvæmt Magn­úsi eru ­jafn­fram­t oft dregnar þær álykt­anir að þessar ein­stöku lýs­ingar lýsi kerf­inu eða þjón­ust­unni í heild.

Magnús gagn­rýnir að ákveðnir fjöl­miðlar birti síðan þessar lýs­ingar þar sem aðeins ein hlið af sam­skiptum heil­brigð­is­starfs­fólks og sjúk­lings er lýst. Á heil­brigð­is­starfs­fólki hvíl­ir hins veg­ar afar ströng þagn­ar­skylda og trún­aður sem gerir starfs­fólk­inu ókleift að tjá sig um mál ein­stakra sjúk­linga og geta því ekki brugð­ist við lýs­ingum ein­stak­linga. Ómögu­legt er fyr­ir­ heil­brigð­is­starfs­fólk að leið­rétta upp­lýs­ing­arnar sem birt­ast í frétt­inni ef þeir telja að hallað sé á réttu máli. Magnús ítrekar því ábyrgð fjöl­miðla þegar fjallað er um mál ein­stakra sjúk­linga í fjöl­miðlum þar sem slík mál eru oft mjög við­kvæm og flók­in.

„Alltaf er hætta á því að dregnar séu rangar álykt­anir af því sem á að hafa gerst og hætt er við því að fréttir sem þessar ýti undir ótta og tor­tryggni hjá fólki sem þarf að sækja þjón­ustu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Frétta­flutn­ingur af þessu tagi er einnig lík­legur til að valda heil­brigð­is­starfs­fólki miklu hug­ar­angri og van­líð­an, sér­stak­lega ef það þarf að sitja undir óvæg­inni gagn­rýni í fjöl­miðlum og getur ekki komið fram og tjáð sig um sína hlið á mál­in­u.“ segir Magnús

Fjöl­miðlar ekki rétti vett­vang­ur­inn

Sam­kvæmt Magn­úsi er afar mik­il­vægt að sjúk­lingar og aðstand­endur þeirra geti með­ skil­virk­um ein­földum hætti komið kvört­unum sínum á fram­færi við þá sem stýra þjón­ust­unni og bera ábyrgð á gæðum henn­ar, en sam­kvæmt Magn­úsi eru síður fjöl­miðla ekki rétti vett­vang­ur­inn til þess. Það er ekki hægt að útkljá mál ef aðeins önnur hlið máls­ins er rædd og hætt er við að umræður í fjöl­miðlum verði mjög til­finn­inga­hlaðnar og ein­kenn­ist af „upp­hróp­un­um“og „gíf­ur­yrð­u­m“.

Magnús óskar því eftir því að rit­stjórar og ábyrgð­ar­menn helstu fjöl­miðla lands­ins setj­ist niður með for­svars­mönnum heil­brigð­is­kerf­is­ins og ræði hrein­skiln­is­lega um hvernig best sé að fjalla um heil­brigð­is­mál. Hann segir að það sé þjón­ustu til fram­dráttar og komi í veg fyrir „að lýs­ingar sem oft eru settar fram í mik­illi reiði og ­geðs­hrær­ing­u ­séu gerðar að frétta efni í fjöl­miðl­u­m.“

Ásamt því bendar hann á mik­il­vægi þess að til staðar sé vett­vangur inn­an­ ­kerf­is­ins þar sem heil­brigð­is­starfs­menn sem eru aðilar að málum sem rata í fjöl­miðla hafi stað til þess að ræða málin og geta jafn­fram­t ­fengið við­eig­andi stuðn­ing þegar þeir sitji undir alvar­legum ásök­unum í fjöl­miðl­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent