Gagnrýnir einhliða umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðisgeirann

Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítalann, kallar eftir í ritstjórapistli Læknablaðsins að fjölmiðlar axli meiri ábyrgð þegar það kemur að umfjöllunum um heilbrigðismál. Hann segir umfjöllun fjölmiðla oft vera of neikvæða og einhæfa.

landspitalinn_15416920093_o.jpg
Auglýsing

„Æski­legt væri að rit­stjórar og ábyrgð­ar­menn helstu fjöl­miðla lands­ins sett­ust niður með for­svars­mönnum heil­brigð­is­kerf­is­ins og ræddu hrein­skiln­is­lega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfir­veg­uðum hætti um heil­brigð­is­mál,“ seg­ir ­Magnús Har­alds­son í rit­stjórapistli nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins. Magnús er geð­læknir við Land­spít­al­ann ásamt því er hann dós­ent við lækna­deild Háskóla Íslands og situr í rit­stjórn Lækna­blaðs­ins.

Magnús Haraldsson Mynd:LæknablaðiðÍ pistl­inum gagn­rýnir Magnús að fjöl­miðlaum­fjöllun um heil­brigð­is­kerfið á Íslandi virð­ist nán­ast ein­ungis ver­a ­nei­kvæð og ein­streng­ings­leg. Hann segir það eðli­legt að mál­efn­i heil­brigð­is­kerf­is­ins ­séu oft til umfjöll­unar enda um mála­flokk sem snertir alla lands­menn ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inn­i. ­Magnús segir íslenska fjöl­miðla nán­ast dag­lega fjalla á nei­kvæðan hátt um heil­brigð­is­mál, fréttir af sum­ar­lok­un­um, kjara­deil­um, biðlistum og miklu álagi á heil­brigð­is­starfs­fólk virð­ast vera einu frétt­irnar um heil­brigð­is­geir­ann sem endar á blað­síðum blað­anna. 

„Þetta eru að sjálf­sögðu afar erfið mál og raun­veru­legar áskor­anir sem kerfið stendur frammi fyrir og mik­il­vægt er að fjalla um þau með gagn­rýnum hætti í fjöl­miðlum en það skiptir líka máli hvernig það er gert. Það er afar mik­il­vægt að umfjöllun fjöl­miðla um þennan mála­flokk sé yfir­veg­uð, byggð á stað­reyndum og að reynt sé að forð­ast gíf­ur­yrði og upp­hróp­an­ir.“ segir Magnús í pistl­in­um.

Auglýsing

„Heil­brigð­is­kerfið er dýr­asti og senni­lega flókn­asti hluti okkar sam­fé­lags og á fáum sviðum hafa orðið eins miklar fram­farir og breyt­ingar á und­an­förnum árum. Öll viljum við geta gengið að því vísu að þjón­ustan sé góð og að hún sé örugg og aðgengi­leg öllum sem á henni þurfa að halda. En að sjálf­sögðu er ekk­ert full­komið í þessum heimi. Því miður er fjöl­miðla­um­ræða um heil­brigð­is­mál oft á afar nei­kvæðum nótum og orð eins og úrræða­leysi, nið­ur­skurð­ur, mann­ekla og fjársvelti eru algeng.“ segir Magn­ús.

Erfið mál ein­stakra sjúk­linga

Magnús fjallar einnig um í pistl­inum hversu flóknar umfjall­an­ir um mál ein­staka sjúk­linga í fjöl­miðlum geta ver­ið. Í dag er mjög auð­velt fyrir ein­stak­linga að deila per­sónu­legum reynslu­sögum sínum á sam­fé­lags­miðlum eða á net­miðl­un. Algengt er orðið að bæði lýs­ingar frá sjúk­linga og sögur aðstand­enda af heil­brigð­is­kerf­inu séu birtar á net­inu, þær lýs­ingar snú­ast oft um óánægju um sam­skipti við heil­brigð­is­starfs­fólk. Sam­kvæmt Magn­úsi eru ­jafn­fram­t oft dregnar þær álykt­anir að þessar ein­stöku lýs­ingar lýsi kerf­inu eða þjón­ust­unni í heild.

Magnús gagn­rýnir að ákveðnir fjöl­miðlar birti síðan þessar lýs­ingar þar sem aðeins ein hlið af sam­skiptum heil­brigð­is­starfs­fólks og sjúk­lings er lýst. Á heil­brigð­is­starfs­fólki hvíl­ir hins veg­ar afar ströng þagn­ar­skylda og trún­aður sem gerir starfs­fólk­inu ókleift að tjá sig um mál ein­stakra sjúk­linga og geta því ekki brugð­ist við lýs­ingum ein­stak­linga. Ómögu­legt er fyr­ir­ heil­brigð­is­starfs­fólk að leið­rétta upp­lýs­ing­arnar sem birt­ast í frétt­inni ef þeir telja að hallað sé á réttu máli. Magnús ítrekar því ábyrgð fjöl­miðla þegar fjallað er um mál ein­stakra sjúk­linga í fjöl­miðlum þar sem slík mál eru oft mjög við­kvæm og flók­in.

„Alltaf er hætta á því að dregnar séu rangar álykt­anir af því sem á að hafa gerst og hætt er við því að fréttir sem þessar ýti undir ótta og tor­tryggni hjá fólki sem þarf að sækja þjón­ustu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Frétta­flutn­ingur af þessu tagi er einnig lík­legur til að valda heil­brigð­is­starfs­fólki miklu hug­ar­angri og van­líð­an, sér­stak­lega ef það þarf að sitja undir óvæg­inni gagn­rýni í fjöl­miðlum og getur ekki komið fram og tjáð sig um sína hlið á mál­in­u.“ segir Magnús

Fjöl­miðlar ekki rétti vett­vang­ur­inn

Sam­kvæmt Magn­úsi er afar mik­il­vægt að sjúk­lingar og aðstand­endur þeirra geti með­ skil­virk­um ein­földum hætti komið kvört­unum sínum á fram­færi við þá sem stýra þjón­ust­unni og bera ábyrgð á gæðum henn­ar, en sam­kvæmt Magn­úsi eru síður fjöl­miðla ekki rétti vett­vang­ur­inn til þess. Það er ekki hægt að útkljá mál ef aðeins önnur hlið máls­ins er rædd og hætt er við að umræður í fjöl­miðlum verði mjög til­finn­inga­hlaðnar og ein­kenn­ist af „upp­hróp­un­um“og „gíf­ur­yrð­u­m“.

Magnús óskar því eftir því að rit­stjórar og ábyrgð­ar­menn helstu fjöl­miðla lands­ins setj­ist niður með for­svars­mönnum heil­brigð­is­kerf­is­ins og ræði hrein­skiln­is­lega um hvernig best sé að fjalla um heil­brigð­is­mál. Hann segir að það sé þjón­ustu til fram­dráttar og komi í veg fyrir „að lýs­ingar sem oft eru settar fram í mik­illi reiði og ­geðs­hrær­ing­u ­séu gerðar að frétta efni í fjöl­miðl­u­m.“

Ásamt því bendar hann á mik­il­vægi þess að til staðar sé vett­vangur inn­an­ ­kerf­is­ins þar sem heil­brigð­is­starfs­menn sem eru aðilar að málum sem rata í fjöl­miðla hafi stað til þess að ræða málin og geta jafn­fram­t ­fengið við­eig­andi stuðn­ing þegar þeir sitji undir alvar­legum ásök­unum í fjöl­miðl­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent