Greinandi Capacent um verðið á Ögurvík: Svarið er 42

Framhaldsaðalfundur HB Granda samþykkti á dögunum kaup HB Granda á Ögurvík fyrir 12,3 milljarða króna.

HB Grandi
Auglýsing

Grein­andi Capacent segir að honum hafi liðið „eins á laug­ar­dags­morgni eftir kvöld á Kaffi­barn­um“ þegar rýnt væri í for­sendur kaup­verðs HB Granda á Ögur­vík. „Svarið við alheim­inum og til­gangi lífs­ins er 42,“ segir meðal ann­ars, og vitnað til þess að hægt sé að fá út hin ýmsu verð á Ögur­vík, þegar það er verið að greina kaup HB Granda á félag­in­u. 

Töl­una 42 í sam­hengi við svarið við spurn­ing­unni um til­gang lífs­ins, má rekja til bók­ar­inn­ar The Hitchhi­ker's Guide to the Galaxy eftir Dou­glas Adams.

Fram­halds­hlut­hafa­fundur sam­þykkti á dög­unum kaup HB Granda á Ögur­vík, en selj­andi þess er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, áður Brim, sem jafn­framt er stærsti eig­andi HB Granda, með rúm­lega 35 pró­sent hlut. 

Auglýsing

Guð­mundur Krist­jáns­son er stærsti eig­andi þess, en hann er jafn­framt for­stjóri HB Granda. 

Gildi líf­eyr­is­sjóður óskaði eftir því að fyr­ir­tækja­svið Kviku banka tæki saman minn­is­blað um kaup­in, áður en þau yrðu borin upp til sam­þykkis á hlut­hafa­fundi, var var það gert. 

Minn­is­blaðið studd­ist við gögn frá stjórn­endum HB Granda, og sagði kaup­in, upp á 12,3 millj­arða króna, geta skilað HB Granda umtals­verðum ávinn­ing­i. 

Í umsögn grein­anda Capacent segir að mark­aður með afla­heim­ildir sé um margt hul­inn leynd. „Mark­aður með afla­heim­ildir er hulin gráu skýi og væri það mikil breyt­ing til batn­aðar ef haldið væri kerf­is­bundið um verð afla­heim­ilda og gögnin gerð opin­ber. Líkt og Ásgeir Dan­í­els­son bendir á í Kjarn­anum myndi slík birt­ing leiða til sann­gjarn­ari veiði­gjalda,“ segir meðal ann­ars í umfjöllun Capacent. 

Í umfjöllun Capacent segir að gróft reiknað sé verðið á Ögur­vík 9,5 millj­arðar króna og því sé 28 pró­sent „álag“ á kaup­verð­inu. „HB Grandi gerði samn­ing um kaup á Ögur­vík í byrjun sept­em­ber sem gerir út skipið Vigra RE, kaup­verðið er 12,3 millj­arðar króna. Það er full ástæða til að klóra sér í skall­anum yfir verð­inu en rekstr­ar­hagn­aður eða EBITDA Ögur­víkur var 348 millj­ón­ir árið 2017 og 366 millj­ón­um árið 2016. Kaup­verðið nemur því um 35-­földum rekstr­ar­hagn­aði (P/EBIT­DA=35). Afla­heim­ildir Ögur­víkur eru 7.680 tonn af botn­fiski og 1.663 tonn af mak­ríl. Gróft reiknað fær Capacent að verð­mæti afla­heim­ilda nemi 8,5 til 9 millj­örðum króna og eigið fé félags­ins nemur um 750 millj­ón­um. ­Sam­kvæmt grófum útreikn­ingum fær Capacent út að verð Ögur­víkur sé um 9,5 millj­örð­u­m og því sé um 28%  álag á kaup­verð­ið. Þessi nið­ur­staða fæst með að meta verð­mæti afla­heim­ilda en ljóst er að sjóðs­streym­is­verð­mat gefur mun lægra verð. Þessum útreikn­ingum verður þó að taka með öllum fyr­ir­vörum en ekki er um nákvæma eða ítar­lega úttekt um að ræða. Auk þess upp­lýs­ingar um verð afla­heim­ilda mættu vera áreið­an­legri,“ segir í umfjöllun Capacent.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkrastofnun Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.
Kjarninn 24. janúar 2020
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent