Greinandi Capacent um verðið á Ögurvík: Svarið er 42

Framhaldsaðalfundur HB Granda samþykkti á dögunum kaup HB Granda á Ögurvík fyrir 12,3 milljarða króna.

HB Grandi
Auglýsing

Grein­andi Capacent segir að honum hafi liðið „eins á laug­ar­dags­morgni eftir kvöld á Kaffi­barn­um“ þegar rýnt væri í for­sendur kaup­verðs HB Granda á Ögur­vík. „Svarið við alheim­inum og til­gangi lífs­ins er 42,“ segir meðal ann­ars, og vitnað til þess að hægt sé að fá út hin ýmsu verð á Ögur­vík, þegar það er verið að greina kaup HB Granda á félag­in­u. 

Töl­una 42 í sam­hengi við svarið við spurn­ing­unni um til­gang lífs­ins, má rekja til bók­ar­inn­ar The Hitchhi­ker's Guide to the Galaxy eftir Dou­glas Adams.

Fram­halds­hlut­hafa­fundur sam­þykkti á dög­unum kaup HB Granda á Ögur­vík, en selj­andi þess er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, áður Brim, sem jafn­framt er stærsti eig­andi HB Granda, með rúm­lega 35 pró­sent hlut. 

Auglýsing

Guð­mundur Krist­jáns­son er stærsti eig­andi þess, en hann er jafn­framt for­stjóri HB Granda. 

Gildi líf­eyr­is­sjóður óskaði eftir því að fyr­ir­tækja­svið Kviku banka tæki saman minn­is­blað um kaup­in, áður en þau yrðu borin upp til sam­þykkis á hlut­hafa­fundi, var var það gert. 

Minn­is­blaðið studd­ist við gögn frá stjórn­endum HB Granda, og sagði kaup­in, upp á 12,3 millj­arða króna, geta skilað HB Granda umtals­verðum ávinn­ing­i. 

Í umsögn grein­anda Capacent segir að mark­aður með afla­heim­ildir sé um margt hul­inn leynd. „Mark­aður með afla­heim­ildir er hulin gráu skýi og væri það mikil breyt­ing til batn­aðar ef haldið væri kerf­is­bundið um verð afla­heim­ilda og gögnin gerð opin­ber. Líkt og Ásgeir Dan­í­els­son bendir á í Kjarn­anum myndi slík birt­ing leiða til sann­gjarn­ari veiði­gjalda,“ segir meðal ann­ars í umfjöllun Capacent. 

Í umfjöllun Capacent segir að gróft reiknað sé verðið á Ögur­vík 9,5 millj­arðar króna og því sé 28 pró­sent „álag“ á kaup­verð­inu. „HB Grandi gerði samn­ing um kaup á Ögur­vík í byrjun sept­em­ber sem gerir út skipið Vigra RE, kaup­verðið er 12,3 millj­arðar króna. Það er full ástæða til að klóra sér í skall­anum yfir verð­inu en rekstr­ar­hagn­aður eða EBITDA Ögur­víkur var 348 millj­ón­ir árið 2017 og 366 millj­ón­um árið 2016. Kaup­verðið nemur því um 35-­földum rekstr­ar­hagn­aði (P/EBIT­DA=35). Afla­heim­ildir Ögur­víkur eru 7.680 tonn af botn­fiski og 1.663 tonn af mak­ríl. Gróft reiknað fær Capacent að verð­mæti afla­heim­ilda nemi 8,5 til 9 millj­örðum króna og eigið fé félags­ins nemur um 750 millj­ón­um. ­Sam­kvæmt grófum útreikn­ingum fær Capacent út að verð Ögur­víkur sé um 9,5 millj­örð­u­m og því sé um 28%  álag á kaup­verð­ið. Þessi nið­ur­staða fæst með að meta verð­mæti afla­heim­ilda en ljóst er að sjóðs­streym­is­verð­mat gefur mun lægra verð. Þessum útreikn­ingum verður þó að taka með öllum fyr­ir­vörum en ekki er um nákvæma eða ítar­lega úttekt um að ræða. Auk þess upp­lýs­ingar um verð afla­heim­ilda mættu vera áreið­an­legri,“ segir í umfjöllun Capacent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent