Greinandi Capacent um verðið á Ögurvík: Svarið er 42

Framhaldsaðalfundur HB Granda samþykkti á dögunum kaup HB Granda á Ögurvík fyrir 12,3 milljarða króna.

HB Grandi
Auglýsing

Grein­andi Capacent segir að honum hafi liðið „eins á laug­ar­dags­morgni eftir kvöld á Kaffi­barn­um“ þegar rýnt væri í for­sendur kaup­verðs HB Granda á Ögur­vík. „Svarið við alheim­inum og til­gangi lífs­ins er 42,“ segir meðal ann­ars, og vitnað til þess að hægt sé að fá út hin ýmsu verð á Ögur­vík, þegar það er verið að greina kaup HB Granda á félag­in­u. 

Töl­una 42 í sam­hengi við svarið við spurn­ing­unni um til­gang lífs­ins, má rekja til bók­ar­inn­ar The Hitchhi­ker's Guide to the Galaxy eftir Dou­glas Adams.

Fram­halds­hlut­hafa­fundur sam­þykkti á dög­unum kaup HB Granda á Ögur­vík, en selj­andi þess er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, áður Brim, sem jafn­framt er stærsti eig­andi HB Granda, með rúm­lega 35 pró­sent hlut. 

Auglýsing

Guð­mundur Krist­jáns­son er stærsti eig­andi þess, en hann er jafn­framt for­stjóri HB Granda. 

Gildi líf­eyr­is­sjóður óskaði eftir því að fyr­ir­tækja­svið Kviku banka tæki saman minn­is­blað um kaup­in, áður en þau yrðu borin upp til sam­þykkis á hlut­hafa­fundi, var var það gert. 

Minn­is­blaðið studd­ist við gögn frá stjórn­endum HB Granda, og sagði kaup­in, upp á 12,3 millj­arða króna, geta skilað HB Granda umtals­verðum ávinn­ing­i. 

Í umsögn grein­anda Capacent segir að mark­aður með afla­heim­ildir sé um margt hul­inn leynd. „Mark­aður með afla­heim­ildir er hulin gráu skýi og væri það mikil breyt­ing til batn­aðar ef haldið væri kerf­is­bundið um verð afla­heim­ilda og gögnin gerð opin­ber. Líkt og Ásgeir Dan­í­els­son bendir á í Kjarn­anum myndi slík birt­ing leiða til sann­gjarn­ari veiði­gjalda,“ segir meðal ann­ars í umfjöllun Capacent. 

Í umfjöllun Capacent segir að gróft reiknað sé verðið á Ögur­vík 9,5 millj­arðar króna og því sé 28 pró­sent „álag“ á kaup­verð­inu. „HB Grandi gerði samn­ing um kaup á Ögur­vík í byrjun sept­em­ber sem gerir út skipið Vigra RE, kaup­verðið er 12,3 millj­arðar króna. Það er full ástæða til að klóra sér í skall­anum yfir verð­inu en rekstr­ar­hagn­aður eða EBITDA Ögur­víkur var 348 millj­ón­ir árið 2017 og 366 millj­ón­um árið 2016. Kaup­verðið nemur því um 35-­földum rekstr­ar­hagn­aði (P/EBIT­DA=35). Afla­heim­ildir Ögur­víkur eru 7.680 tonn af botn­fiski og 1.663 tonn af mak­ríl. Gróft reiknað fær Capacent að verð­mæti afla­heim­ilda nemi 8,5 til 9 millj­örðum króna og eigið fé félags­ins nemur um 750 millj­ón­um. ­Sam­kvæmt grófum útreikn­ingum fær Capacent út að verð Ögur­víkur sé um 9,5 millj­örð­u­m og því sé um 28%  álag á kaup­verð­ið. Þessi nið­ur­staða fæst með að meta verð­mæti afla­heim­ilda en ljóst er að sjóðs­streym­is­verð­mat gefur mun lægra verð. Þessum útreikn­ingum verður þó að taka með öllum fyr­ir­vörum en ekki er um nákvæma eða ítar­lega úttekt um að ræða. Auk þess upp­lýs­ingar um verð afla­heim­ilda mættu vera áreið­an­legri,“ segir í umfjöllun Capacent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent