Greinandi Capacent um verðið á Ögurvík: Svarið er 42

Framhaldsaðalfundur HB Granda samþykkti á dögunum kaup HB Granda á Ögurvík fyrir 12,3 milljarða króna.

HB Grandi
Auglýsing

Grein­andi Capacent segir að honum hafi liðið „eins á laug­ar­dags­morgni eftir kvöld á Kaffi­barn­um“ þegar rýnt væri í for­sendur kaup­verðs HB Granda á Ögur­vík. „Svarið við alheim­inum og til­gangi lífs­ins er 42,“ segir meðal ann­ars, og vitnað til þess að hægt sé að fá út hin ýmsu verð á Ögur­vík, þegar það er verið að greina kaup HB Granda á félag­in­u. 

Töl­una 42 í sam­hengi við svarið við spurn­ing­unni um til­gang lífs­ins, má rekja til bók­ar­inn­ar The Hitchhi­ker's Guide to the Galaxy eftir Dou­glas Adams.

Fram­halds­hlut­hafa­fundur sam­þykkti á dög­unum kaup HB Granda á Ögur­vík, en selj­andi þess er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, áður Brim, sem jafn­framt er stærsti eig­andi HB Granda, með rúm­lega 35 pró­sent hlut. 

Auglýsing

Guð­mundur Krist­jáns­son er stærsti eig­andi þess, en hann er jafn­framt for­stjóri HB Granda. 

Gildi líf­eyr­is­sjóður óskaði eftir því að fyr­ir­tækja­svið Kviku banka tæki saman minn­is­blað um kaup­in, áður en þau yrðu borin upp til sam­þykkis á hlut­hafa­fundi, var var það gert. 

Minn­is­blaðið studd­ist við gögn frá stjórn­endum HB Granda, og sagði kaup­in, upp á 12,3 millj­arða króna, geta skilað HB Granda umtals­verðum ávinn­ing­i. 

Í umsögn grein­anda Capacent segir að mark­aður með afla­heim­ildir sé um margt hul­inn leynd. „Mark­aður með afla­heim­ildir er hulin gráu skýi og væri það mikil breyt­ing til batn­aðar ef haldið væri kerf­is­bundið um verð afla­heim­ilda og gögnin gerð opin­ber. Líkt og Ásgeir Dan­í­els­son bendir á í Kjarn­anum myndi slík birt­ing leiða til sann­gjarn­ari veiði­gjalda,“ segir meðal ann­ars í umfjöllun Capacent. 

Í umfjöllun Capacent segir að gróft reiknað sé verðið á Ögur­vík 9,5 millj­arðar króna og því sé 28 pró­sent „álag“ á kaup­verð­inu. „HB Grandi gerði samn­ing um kaup á Ögur­vík í byrjun sept­em­ber sem gerir út skipið Vigra RE, kaup­verðið er 12,3 millj­arðar króna. Það er full ástæða til að klóra sér í skall­anum yfir verð­inu en rekstr­ar­hagn­aður eða EBITDA Ögur­víkur var 348 millj­ón­ir árið 2017 og 366 millj­ón­um árið 2016. Kaup­verðið nemur því um 35-­földum rekstr­ar­hagn­aði (P/EBIT­DA=35). Afla­heim­ildir Ögur­víkur eru 7.680 tonn af botn­fiski og 1.663 tonn af mak­ríl. Gróft reiknað fær Capacent að verð­mæti afla­heim­ilda nemi 8,5 til 9 millj­örðum króna og eigið fé félags­ins nemur um 750 millj­ón­um. ­Sam­kvæmt grófum útreikn­ingum fær Capacent út að verð Ögur­víkur sé um 9,5 millj­örð­u­m og því sé um 28%  álag á kaup­verð­ið. Þessi nið­ur­staða fæst með að meta verð­mæti afla­heim­ilda en ljóst er að sjóðs­streym­is­verð­mat gefur mun lægra verð. Þessum útreikn­ingum verður þó að taka með öllum fyr­ir­vörum en ekki er um nákvæma eða ítar­lega úttekt um að ræða. Auk þess upp­lýs­ingar um verð afla­heim­ilda mættu vera áreið­an­legri,“ segir í umfjöllun Capacent.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent