Bankinn sem tók yfir Kaupþing orðaður við fótboltahneyksli

David Rowland og sonur hans Jonathan sem yfirtóku starfsemi Kaupþings í Lúxemborg skömmu eftir hrun eru sagðir viðloðandi tilraunum Manchester City til að komast framhjá fjármálareglum evrópska knattspyrnusambandsins.

Manchester City
Auglýsing

David Rowland og sonur hans Jon­athan sem yfir­tóku starf­semi Kaup­þings í Lúx­em­borg skömmu eftir hrun eru sagðir við­loð­andi til­raunum Manchester City til að kom­ast fram­hjá fjár­mála­reglum evr­ópska knatt­spyrnu­sam­bands­ins. Þetta kemur fram í þýska fjöl­miðl­inum Der Spi­egel í öðrum hluta umfjöll­unar sinnar um spill­ingu í fót­bolta­heim­inum en RÚV greinir fyrst frá íslenskra miðla. 

Í frétt RÚV kemur fram að Kaup­þing í Lúx­em­borg hafi verið dótt­ur­fé­lag Kaup­þings á árunum fyrir hrun og gegnt mik­il­vægu hlut­verki í starf­semi bank­ans erlend­is. Það sjá­ist meðal ann­ars af því að bank­inn kom við sögu í öllum fjórum dóms­mál­unum sem sér­stakur sak­sókn­ari höfð­aði gegn stjórn­endum Kaup­þings eftir hrun. 

„Þegar Kaup­þing fór á haus­inn í vik­unni í októ­ber 2008 þegar hver íslenski bank­inn féll á fætur öðrum var íslenski hlut­inn end­ur­reistur og gengur nú undir nafn­inu Arion banki. Erlend starf­semi bank­ans skilin frá hon­um. Þar á meðal var Kaup­þing í Lúx­em­borg,“ segir í frétt­inn­i. 

Auglýsing

Feðgarnir David og Jon­athan Rowland tóku yfir Kaup­þing í Lúx­em­borg eftir hrun og breyttu nafn­inu í Banque Havil­l­and. „Afrakst­ur­inn varð Banque Havill­and, og upp­taln­ing á dótt­ur­fé­lögum þess hljómar eins og ferða­hand­bók fyrir fjár­festa sem vilja kom­ast hjá óþægi­legum spurn­ingum og skatta­skil­um: Lúx­em­borg, Liect­hen­stein, Baham­a­seyjur og Svis­s,“ segir í grein Der Spi­egel í dag. 

Í umfjöll­un­inni kemur fram að feðgarnir hafi hjálpað stjórn­endum og eig­endum Manchester City að fara á svig við reglur evr­ópska knatt­spyrnu­sam­bands­ins (UEFA) um fjár­mál fót­boltaliða. Regl­urnar eiga að koma í veg fyrir að lið eyði meira fé en þau afla en þær eru bæði hugs­aðar til að sporna við því að lið lendi í fjár­hags­vanda og koma í veg fyrir að auð­menn geti skekkt sam­keppn­is­stöðu liða á vell­in­um.

Í frétt RÚV segir að til að bregð­ast við þessu hafi stjórn­endur City komið sér upp áætlun sem kall­að­ist Lang­bogi. „Með henni átti að tryggja að fé bær­ist frá Mansour bin Zayed Al Nahyan, eig­anda liðs­ins, til félags­ins en að þær væru dul­búnar svo ekki kæm­ist upp um svik­in. Þetta full­yrðir fjöl­mið­ill­inn hið minnsta og byggir umfjöllun sína á tölvu­póst­sam­skipt­um. Þar segir að Rowland feðgarnir hafi verið fengnir að borð­inu til að byggja upp „kast­ala úr lyg­um“. Það hafi verið gert með því að stofna félög á aflandseyjum til að halda utan um rétt­inda­mál og greiðslur til leik­manna Manchester City. 

Það á meðal ann­ars við um fyr­ir­tækið Fordham Sports Mana­gement, að sögn blaðs­ins. Það var notað sem skjól til að leyna því að eig­endur City í Abu Dhabi lögðu lið­inu til mun meira fé en þeim var heim­ilt.­Kaup­þing kemur við sögu í fjár­mála­hneyksli sem teng­ist auð­mönnum og eign þeirra á fót­bolta­liðum í umfjöllun þýska fjöl­mið­ils­ins Der Spi­egel í dag. ­Fjöl­mið­ill­inn hóf í gær umfjöllun sína í fjórum hlutum um hvernig eig­endur og stjórn­endur Manchester City hafa kom­ist hjá reglum um fjár­mál knatt­spyrnu­fé­laga. Þar segir að við sögu komi risa­fjár­fram­lög til bresks stjórn­mála­flokks og íslenskur banki sem fór á hausinn, en ekki kom fram í fyrstu grein­inni um hvaða banka væri að ræða,“ segir í frétt­inni.

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent