Bankinn sem tók yfir Kaupþing orðaður við fótboltahneyksli

David Rowland og sonur hans Jonathan sem yfirtóku starfsemi Kaupþings í Lúxemborg skömmu eftir hrun eru sagðir viðloðandi tilraunum Manchester City til að komast framhjá fjármálareglum evrópska knattspyrnusambandsins.

Manchester City
Auglýsing

David Rowland og sonur hans Jon­athan sem yfir­tóku starf­semi Kaup­þings í Lúx­em­borg skömmu eftir hrun eru sagðir við­loð­andi til­raunum Manchester City til að kom­ast fram­hjá fjár­mála­reglum evr­ópska knatt­spyrnu­sam­bands­ins. Þetta kemur fram í þýska fjöl­miðl­inum Der Spi­egel í öðrum hluta umfjöll­unar sinnar um spill­ingu í fót­bolta­heim­inum en RÚV greinir fyrst frá íslenskra miðla. 

Í frétt RÚV kemur fram að Kaup­þing í Lúx­em­borg hafi verið dótt­ur­fé­lag Kaup­þings á árunum fyrir hrun og gegnt mik­il­vægu hlut­verki í starf­semi bank­ans erlend­is. Það sjá­ist meðal ann­ars af því að bank­inn kom við sögu í öllum fjórum dóms­mál­unum sem sér­stakur sak­sókn­ari höfð­aði gegn stjórn­endum Kaup­þings eftir hrun. 

„Þegar Kaup­þing fór á haus­inn í vik­unni í októ­ber 2008 þegar hver íslenski bank­inn féll á fætur öðrum var íslenski hlut­inn end­ur­reistur og gengur nú undir nafn­inu Arion banki. Erlend starf­semi bank­ans skilin frá hon­um. Þar á meðal var Kaup­þing í Lúx­em­borg,“ segir í frétt­inn­i. 

Auglýsing

Feðgarnir David og Jon­athan Rowland tóku yfir Kaup­þing í Lúx­em­borg eftir hrun og breyttu nafn­inu í Banque Havil­l­and. „Afrakst­ur­inn varð Banque Havill­and, og upp­taln­ing á dótt­ur­fé­lögum þess hljómar eins og ferða­hand­bók fyrir fjár­festa sem vilja kom­ast hjá óþægi­legum spurn­ingum og skatta­skil­um: Lúx­em­borg, Liect­hen­stein, Baham­a­seyjur og Svis­s,“ segir í grein Der Spi­egel í dag. 

Í umfjöll­un­inni kemur fram að feðgarnir hafi hjálpað stjórn­endum og eig­endum Manchester City að fara á svig við reglur evr­ópska knatt­spyrnu­sam­bands­ins (UEFA) um fjár­mál fót­boltaliða. Regl­urnar eiga að koma í veg fyrir að lið eyði meira fé en þau afla en þær eru bæði hugs­aðar til að sporna við því að lið lendi í fjár­hags­vanda og koma í veg fyrir að auð­menn geti skekkt sam­keppn­is­stöðu liða á vell­in­um.

Í frétt RÚV segir að til að bregð­ast við þessu hafi stjórn­endur City komið sér upp áætlun sem kall­að­ist Lang­bogi. „Með henni átti að tryggja að fé bær­ist frá Mansour bin Zayed Al Nahyan, eig­anda liðs­ins, til félags­ins en að þær væru dul­búnar svo ekki kæm­ist upp um svik­in. Þetta full­yrðir fjöl­mið­ill­inn hið minnsta og byggir umfjöllun sína á tölvu­póst­sam­skipt­um. Þar segir að Rowland feðgarnir hafi verið fengnir að borð­inu til að byggja upp „kast­ala úr lyg­um“. Það hafi verið gert með því að stofna félög á aflandseyjum til að halda utan um rétt­inda­mál og greiðslur til leik­manna Manchester City. 

Það á meðal ann­ars við um fyr­ir­tækið Fordham Sports Mana­gement, að sögn blaðs­ins. Það var notað sem skjól til að leyna því að eig­endur City í Abu Dhabi lögðu lið­inu til mun meira fé en þeim var heim­ilt.­Kaup­þing kemur við sögu í fjár­mála­hneyksli sem teng­ist auð­mönnum og eign þeirra á fót­bolta­liðum í umfjöllun þýska fjöl­mið­ils­ins Der Spi­egel í dag. ­Fjöl­mið­ill­inn hóf í gær umfjöllun sína í fjórum hlutum um hvernig eig­endur og stjórn­endur Manchester City hafa kom­ist hjá reglum um fjár­mál knatt­spyrnu­fé­laga. Þar segir að við sögu komi risa­fjár­fram­lög til bresks stjórn­mála­flokks og íslenskur banki sem fór á hausinn, en ekki kom fram í fyrstu grein­inni um hvaða banka væri að ræða,“ segir í frétt­inni.

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiErlent