Íslandsbanki fjárfestir í Meniga

Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 410 milljónir króna í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. Íslandsbanki er þriðji bankinn til að fjárfesta í Meniga á árinu.

Höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í Reykjavík
Auglýsing

Íslands­banki hefur fjár­fest fyrir 3 millj­ónir evra, eða sem nemur um 410 millj­ónum króna, í íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Meniga. Ís­lands­banki er þriðji bank­inn til að fjár­festa í Meniga á árinu. Í apríl var til­kynnt um þriggja millj­óna evra fjár­fest­ingu nor­ræna við­skipta­bank­ans Swed­bank í fyr­ir­tæk­inu og í júní var greint frá því að alþjóð­legi bank­inn Unicredit hefði fjár­fest í Meniga fyrir sömu upp­hæð. 

­Sam­kvæmt til­kynn­ingu bank­ans verður fjár­fest­ingin notuð til að styrkja sam­starfið við ­Meniga enn frekar og til að bjóða við­skipta­vinum betri not­enda­upp­lifun í gegn­um ­snjall­síma og neta­banka. Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka segir þetta vera hluti af star­frænu veg­ferð bank­ans til að efla þróun fjár­tækni­lausna fram­tíð­ar­innar enn frek­ar. 

Auglýsing

Meniga var stofnað árið 2009 og er hug­bún­aður sem á að auð­velda fólki að hafa yfir­lit yfir heim­ils­fjár­mál­um. Hug­bún­að­ur­inn sækir og flokkar sjálf­virkt allar færslur úr bank­anum þín­um. ­Meðal við­­skipta­vina ­Meniga eru margir stærstu banka heims en þeirra á meðal eru Sant­and­er, Commerz­­bank, ING Direct­ og Intes­a San­pa­olo. Hug­­bún­aður Meniga hef­ur verið inn­­­leidd­ur hjá yfir 80 fjár­­­mála­­stofn­un­um og er hann aðgeng­i­­leg­ur yfir 65 millj­­ón manns í 30 lönd­­um. Ís­lands­banki gerð­ist fyrsti við­skipta­vinur Meniga árið 2009 þegar bank­inn inn­leiddi heim­il­is­bók­halds lausnir Meniga. 



Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent