Íslandsbanki fjárfestir í Meniga

Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 410 milljónir króna í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. Íslandsbanki er þriðji bankinn til að fjárfesta í Meniga á árinu.

Höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í Reykjavík
Auglýsing

Íslands­banki hefur fjár­fest fyrir 3 millj­ónir evra, eða sem nemur um 410 millj­ónum króna, í íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Meniga. Ís­lands­banki er þriðji bank­inn til að fjár­festa í Meniga á árinu. Í apríl var til­kynnt um þriggja millj­óna evra fjár­fest­ingu nor­ræna við­skipta­bank­ans Swed­bank í fyr­ir­tæk­inu og í júní var greint frá því að alþjóð­legi bank­inn Unicredit hefði fjár­fest í Meniga fyrir sömu upp­hæð. 

­Sam­kvæmt til­kynn­ingu bank­ans verður fjár­fest­ingin notuð til að styrkja sam­starfið við ­Meniga enn frekar og til að bjóða við­skipta­vinum betri not­enda­upp­lifun í gegn­um ­snjall­síma og neta­banka. Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka segir þetta vera hluti af star­frænu veg­ferð bank­ans til að efla þróun fjár­tækni­lausna fram­tíð­ar­innar enn frek­ar. 

Auglýsing

Meniga var stofnað árið 2009 og er hug­bún­aður sem á að auð­velda fólki að hafa yfir­lit yfir heim­ils­fjár­mál­um. Hug­bún­að­ur­inn sækir og flokkar sjálf­virkt allar færslur úr bank­anum þín­um. ­Meðal við­­skipta­vina ­Meniga eru margir stærstu banka heims en þeirra á meðal eru Sant­and­er, Commerz­­bank, ING Direct­ og Intes­a San­pa­olo. Hug­­bún­aður Meniga hef­ur verið inn­­­leidd­ur hjá yfir 80 fjár­­­mála­­stofn­un­um og er hann aðgeng­i­­leg­ur yfir 65 millj­­ón manns í 30 lönd­­um. Ís­lands­banki gerð­ist fyrsti við­skipta­vinur Meniga árið 2009 þegar bank­inn inn­leiddi heim­il­is­bók­halds lausnir Meniga. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent