Kosið um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Kosið verður um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í dag. Ef af sameiningunni verður þá verður félagið þriðja stærsta stéttarfélag landsins með 10.300 félagsmenn.

1-mai_13896336560_o.jpg
Auglýsing

Kosning um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hefst á hádegi í dag. Verði sameiningin samþykkt þá verða félagsmenn sameinaðs félags 10.300 talsins, sem er nærri helmingur félagsmanna BSRB og þriðja stærsta stéttarfélag landsins. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar eru langstærstu félögin innan BSRB en BSRB eru heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu. Fyrr á árum höfðu félögin augljósa aðgreiningu, SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, var félag ríkisstarfsmanna og samdi við ríkið en Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar var félag borgarstarfsmanna og samdi við borgina. Skiptingin hefur riðlast nokkuð, m.a. vegna færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga og stofnunar opinberra hlutafélaga um rekstur opinberra stofnana. Nú gera félögin mismunandi samninga við sömu viðsemjendur. Bæði félögin eru blönduð félög, með ófaglærða og háskólamenntað fólk og allt þar á milli.

Formenn félaganna tala fyrir sameiningu 

Formenn félaganna tala ákveðið fyrir sameiningu en þeir telja að sameiningin býður upp á hagkvæmni í rekstri en félögin eru nú þegar með skrifstofu á sömu hæð í BSRB húsinu. Ásamt því hafa félögin átt í margþættu samstarfi í rúm 20 ár og að sögn formanna er það ástæðan fyrir því að umræður hófust um sameiningu. Samstarfið felst meðal annars í sameiginlegri þjálfun trúnaðarmanna, námskeiðahaldi og síðast sameinuðu félögin félagsblöðin sín í eitt.

Auglýsing

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að sameining geti verið liður í því að styrkja þau í kjarabaráttu og verja réttindi félagsmanna. Hann segir félög sem eru með í kringum 5.000 félaga vera þokkalega sterk en með sameiningu verði þau mun öflugri. „Það hefur sýnt sig að gott er að hafa fjöldann á bak við sig til að halda hlutum gangandi,“ segir Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélagsins í samtali við Morgunblaðið.

Ef af sameiningunni verður þá verða opinberir starfsmenn komnir með þriðja stærsta stéttarfélag landsins. Samkvæmt formönnunum hafa áformin verið kynnt á fjölda funda og á heimasíðu félaganna. Rafræn atkvæðagreiðsla hefst síðan á hádegi í dag og lýkur á hádegi nk. föstudag. 

Skiptar skoðanir um sameininguna

Árni Stefán segir að þær kannanir sem gerðar hafa verið benda til að mikill meiri félagsmanna styðji sameininguna. Efasemdaraddir hafa þó látið í sér heyra innan raða beggja félagana en þar á meðal er varaformaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Ingunn H. Þorláksdóttir. Ingunn segir í samtali við Morgunblaðið að henni  hugnast þessi sameiningu. Hún telur að ekki sé mikill spenningur fyrir málinu í félaginu og óttast að lítil þátttaka verði í atkvæðagreiðslunni. 

Ingunni finnst félagið verða of stórt og of dreift um allt land, hún telur að sameinað félag yrði of mikið bákn innan BSRB. Starfsmannafélögin á Seltjarnarnesi og Akranesi sameinuðust Starfsmannafélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Telur Ingunn að það hefði verið betra fyrir hagsmuni félagsmanna að leita eftir sameiningu við starfsmannafélögin á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenninu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent