Kosið um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Kosið verður um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í dag. Ef af sameiningunni verður þá verður félagið þriðja stærsta stéttarfélag landsins með 10.300 félagsmenn.

1-mai_13896336560_o.jpg
Auglýsing

Kosn­ing um sam­ein­ing­u S­FR og Starfs­manna­fé­lags Reykja­vík­ur­borgar hefst á hádegi í dag. Verði sam­ein­ingin sam­þykkt þá verða félags­menn sam­ein­aðs félags 10.300 tals­ins, sem er nærri helm­ingur félags­manna BSRB og þriðja stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

SFR og Starfs­manna­fé­lag Reykja­vík­ur­borgar eru langstærstu félögin innan BSRB en BSRB eru heild­ar­sam­tök stétt­ar­fé­laga starfs­manna í al­manna­þjón­ust­u. ­Fyrr á árum höfðu félögin aug­ljósa aðgrein­ing­u, S­FR, ­stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu, var félag rík­is­starfs­manna og samdi við ríkið en Starfs­manna­fé­lag Reykja­vík­ur­borgar var félag borg­ar­starfs­manna og samdi við borg­ina. Skipt­ingin hefur riðl­ast nokk­uð, m.a. vegna færslu verk­efna frá ríki til sveit­ar­fé­laga og stofn­unar opin­berra hluta­fé­laga um rekstur opin­berra ­stofn­ana. Nú ­gera félögin mis­mun­andi samn­inga við sömu við­semj­end­ur. Bæði félögin eru blönduð félög, með ófag­lærða og háskóla­menntað fólk og allt þar á milli.

For­menn félag­anna tala fyrir sam­ein­ingu 

For­menn félag­anna tala ákveðið fyrir sam­ein­ingu en þeir telja að sam­ein­ingin býður upp á hag­kvæmni í rekstri en félögin eru nú þegar með­ ­skrif­stofu á sömu hæð í BSRB hús­inu. Ásamt því hafa félögin átt í marg­þættu sam­starfi í rúm 20 ár og að sögn for­manna er það ástæðan fyrir því að umræður hófust um sam­ein­ingu. Sam­starfið felst meðal ann­ars í sam­eig­in­legri þjálfun trún­að­ar­manna, nám­skeiða­haldi og síð­ast sam­ein­uðu félögin félags­blöðin sín í eitt.

Auglýsing

Árni Stefán Jóns­son, for­mað­ur­ S­FR, segir að sam­ein­ing geti verið liður í því að styrkja þau í kjara­bar­áttu og verja rétt­indi félags­manna. Hann segir félög sem eru með í kringum 5.000 félaga vera þokka­lega sterk en með sam­ein­ingu verði þau mun öfl­ugri. „Það hefur sýnt sig að gott er að hafa fjöld­ann á bak við sig til að halda hlutum gang­and­i,“ segir Garðar Hilm­ars­son, for­maður Starfs­manna­fé­lags­ins í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Ef af sam­ein­ing­unni verður þá verða opin­berir starfs­menn komnir með þriðja stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins. Sam­kvæmt for­mönn­unum hafa áformin verið kynnt á fjölda funda og á heima­síðu félag­anna. Raf­ræn atkvæða­greiðsla hefst síðan á hádegi í dag og lýkur á hádegi nk. föstu­dag. 

Skiptar skoð­anir um sam­ein­ing­una

Árni Stefán segir að þær kann­anir sem gerðar hafa verið benda til að mik­ill meiri félags­manna styðji sam­ein­ing­una. Efa­semd­araddir hafa þó látið í sér heyra innan raða beggja félag­ana en þar á meðal er vara­for­maður Starfs­manna­fé­lags Reykja­vík­ur­borgar Ing­unn H. Þor­láks­dótt­ir. Ing­unn segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að henni  hugn­ast þessi sam­ein­ingu. Hún telur að ekki sé mik­ill spenn­ingur fyrir mál­inu í félag­inu og ótt­ast að lít­il þátt­taka verði í atkvæða­greiðsl­unn­i. 

Ing­unni finnst félagið verða of stórt og of dreift um allt land, hún telur að sam­einað félag yrði of mikið bákn innan BSRB. Starfs­manna­fé­lögin á Sel­tjarn­ar­nesi og Akra­nesi sam­ein­uð­ust Starfs­manna­fé­lagi Reykja­víkur fyrir nokkrum árum. Telur Ing­unn að það hefði verið betra fyrir hags­muni félags­manna að leita eftir sam­ein­ingu við starfs­manna­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í nágrenn­in­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent