Kosið um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Kosið verður um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í dag. Ef af sameiningunni verður þá verður félagið þriðja stærsta stéttarfélag landsins með 10.300 félagsmenn.

1-mai_13896336560_o.jpg
Auglýsing

Kosn­ing um sam­ein­ing­u S­FR og Starfs­manna­fé­lags Reykja­vík­ur­borgar hefst á hádegi í dag. Verði sam­ein­ingin sam­þykkt þá verða félags­menn sam­ein­aðs félags 10.300 tals­ins, sem er nærri helm­ingur félags­manna BSRB og þriðja stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

SFR og Starfs­manna­fé­lag Reykja­vík­ur­borgar eru langstærstu félögin innan BSRB en BSRB eru heild­ar­sam­tök stétt­ar­fé­laga starfs­manna í al­manna­þjón­ust­u. ­Fyrr á árum höfðu félögin aug­ljósa aðgrein­ing­u, S­FR, ­stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu, var félag rík­is­starfs­manna og samdi við ríkið en Starfs­manna­fé­lag Reykja­vík­ur­borgar var félag borg­ar­starfs­manna og samdi við borg­ina. Skipt­ingin hefur riðl­ast nokk­uð, m.a. vegna færslu verk­efna frá ríki til sveit­ar­fé­laga og stofn­unar opin­berra hluta­fé­laga um rekstur opin­berra ­stofn­ana. Nú ­gera félögin mis­mun­andi samn­inga við sömu við­semj­end­ur. Bæði félögin eru blönduð félög, með ófag­lærða og háskóla­menntað fólk og allt þar á milli.

For­menn félag­anna tala fyrir sam­ein­ingu 

For­menn félag­anna tala ákveðið fyrir sam­ein­ingu en þeir telja að sam­ein­ingin býður upp á hag­kvæmni í rekstri en félögin eru nú þegar með­ ­skrif­stofu á sömu hæð í BSRB hús­inu. Ásamt því hafa félögin átt í marg­þættu sam­starfi í rúm 20 ár og að sögn for­manna er það ástæðan fyrir því að umræður hófust um sam­ein­ingu. Sam­starfið felst meðal ann­ars í sam­eig­in­legri þjálfun trún­að­ar­manna, nám­skeiða­haldi og síð­ast sam­ein­uðu félögin félags­blöðin sín í eitt.

Auglýsing

Árni Stefán Jóns­son, for­mað­ur­ S­FR, segir að sam­ein­ing geti verið liður í því að styrkja þau í kjara­bar­áttu og verja rétt­indi félags­manna. Hann segir félög sem eru með í kringum 5.000 félaga vera þokka­lega sterk en með sam­ein­ingu verði þau mun öfl­ugri. „Það hefur sýnt sig að gott er að hafa fjöld­ann á bak við sig til að halda hlutum gang­and­i,“ segir Garðar Hilm­ars­son, for­maður Starfs­manna­fé­lags­ins í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Ef af sam­ein­ing­unni verður þá verða opin­berir starfs­menn komnir með þriðja stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins. Sam­kvæmt for­mönn­unum hafa áformin verið kynnt á fjölda funda og á heima­síðu félag­anna. Raf­ræn atkvæða­greiðsla hefst síðan á hádegi í dag og lýkur á hádegi nk. föstu­dag. 

Skiptar skoð­anir um sam­ein­ing­una

Árni Stefán segir að þær kann­anir sem gerðar hafa verið benda til að mik­ill meiri félags­manna styðji sam­ein­ing­una. Efa­semd­araddir hafa þó látið í sér heyra innan raða beggja félag­ana en þar á meðal er vara­for­maður Starfs­manna­fé­lags Reykja­vík­ur­borgar Ing­unn H. Þor­láks­dótt­ir. Ing­unn segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að henni  hugn­ast þessi sam­ein­ingu. Hún telur að ekki sé mik­ill spenn­ingur fyrir mál­inu í félag­inu og ótt­ast að lít­il þátt­taka verði í atkvæða­greiðsl­unn­i. 

Ing­unni finnst félagið verða of stórt og of dreift um allt land, hún telur að sam­einað félag yrði of mikið bákn innan BSRB. Starfs­manna­fé­lögin á Sel­tjarn­ar­nesi og Akra­nesi sam­ein­uð­ust Starfs­manna­fé­lagi Reykja­víkur fyrir nokkrum árum. Telur Ing­unn að það hefði verið betra fyrir hags­muni félags­manna að leita eftir sam­ein­ingu við starfs­manna­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í nágrenn­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent