Demókratar styrktu stöðu sína á Bandaríkjaþingi með því að ná meirihluta í fulltrúadeildinni í miðkjörtímabilskosningunum.
Þetta veikir stöðu Repúblikana og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, þar sem erfiðara verður fyrir forsetann og flokkinn að ná málum í gegn.
Eins og staða mála hefur verið frá því Trump tók við sem forseti í byrjun árs í fyrra, eftir kosningu í nóvember 2016, hafa Repúblikanar meirihluta í báðum deildum og hafa því átt auðveldara með að koma málum í gegn, þar á meðal fjölmörgum umdeildum stefnumálum Trumps Bandaríkjaforseta.
BREAKING: Democrats will win enough seats to gain control of the House, @ABC News projects. https://t.co/QF15MHa8Bu #ElectionNight pic.twitter.com/PMTt4dZhbM
— ABC News (@ABC) November 7, 2018
Öldungadeildin er efri deild Bandaríkjaþings en neðri deildin er fulltrúadeildin. Löggjafarvaldinu í þinginu eru þannig skipt milli þessara deilda. Til að lög teljist gild þarf að samþykki beggja deilda.
Kosið var um öll 435 sætin í fulltrúadeild og 35 sæti af 100 í öldungadeildinni. Samkvæmt tölum þegar þetta er skrifað, er því spáð að Demókratar nái 230 sætum í fulltrúadeildinni en Repúblikanar 205.
Í öldungadeildinni verða Repúblikanar með traustan meirihluta.
En hvað stendur upp úr eftir kosningarnar, þegar þetta er skrifað (04:23),og hvað þýðir þetta fyrir hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum?
- Niðurstaðan, það er á heildina litið, er í takt við kannanir og þá einkum spá vefsins FiveThirtyEight. Þetta eru ekki óvæntar niðurstöður, en breyta miklum um völdin í þinginu. Trump hefur haft sterka stöðu með Repúblikana í meirihluta í báðum deildum þingsins, og því hefur verið auðvelt að koma málum í gegnum. Þetta breytist núna.
- Eitt af því sem skiptir miklu máli er að fulltrúadeildin hefur mikil völd, þegar kemur að rannsóknum og ýmsu sem snýr að innra starfi þingsins. Demókratar hafa sagt - og lofuðu því fyrir kosningar - að halda Trump við efnið, meðal annars með því að kalla eftir skattagögnum hans og rannsaka hvort hann hafi svikið undanskatti.
- Kosið var um 36 ríkisstjóra af 50, en niðurstöður liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Repúblikanar unnu mikilvæga sigra í Florída, Texas og Ohio, en kannanir sýndu í aðdraganda kosninga að tiltölulega jafnt yrði á munum í þessum ríkjum. Það reyndist rétt, en fulltrúar Repúblikana höfðu betur. Ríkisstjórar eru í mikilvægu embætti, þegar kemur að kosningum, þar sem þeir ráða miklum um kjördæmaskipan innan ríkjanna, sem getur skipt miklum máli fyrir heildarmyndina.
- Konur styrktu stöðu sína verulega í þinginu og eru nú orðnar meira en 20 prósent af heildarfjölda í fulltrúadeild, í fyrsta skipti. Góður árangur kvenna skipti sköpum fyrir Demókrata.
- Líklegt er að Repúblikanar muni þurfa að semja í meira mæli við Demókrata um framgang mála í þinginu.
- Fylgi við Demókrata er - líkt og 2016 - mun meiri á borgarsvæðum í Bandaríkjunum heldur en Repúblikanar ná. Heildaratkvæðafjöldi virðist ætla að vera töluvert meiri hjá Demókrötum. Þeir styrktu einnig stöðu sína í úthverfum, en dreifbýlið er áfram helsta vígi Repúblikana. Þetta mynstur heldur áfram birtast, eins og í undanförnum kosningum í Bandaríkjunum.
- Þrátt fyrir að Demókratar nái sterkari stöðu, er staða Repúblikana, og Trumps forseta, ennþá sterk. Útkoman sýndi einnig, að þar sem Trump steig inn á sviðið - í aðdraganda kosninga - þá virðist sem ræður hans og samkomur hafi skipti miklu máli við að safna fylgi við fulltrúa Repúblikana. Þetta átti við um Flórída, Ohio og Texas, meðal annars. Donald Trump hefur þegar tjáð sig á Twitter, og segist ánægður með útkomuna.
Tremendous success tonight. Thank you to all!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 7, 2018