Demókratar styrkja stöðu sína í þinginu með meirihluta í fulltrúadeildinni

Repúblikanar misstu meirihlutann í fulltrúadeildinni til Demókrata í miðkjörtímabilskosningunum í Bandaríkjunum. Álitsgjafar eru þó á því, að Demókratar eigi langt í land með að ná upp nægilegum styrk til að halda Trump forseta betur við efnið.

Donald Trump
Auglýsing

Demókratar styrktu stöðu sína á Banda­ríkja­þingi með því að ná meiri­hluta í full­trúa­deild­inni í mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­un­um. 

Þetta veikir stöðu Repúblik­ana og Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, þar sem erf­ið­ara verður fyrir for­set­ann og flokk­inn að ná málum í gegn.

Eins og staða mála hefur verið frá því Trump tók við sem for­seti í byrjun árs í fyrra, eftir kosn­ingu í nóv­em­ber 2016, hafa Repúblikanar meiri­hluta í báðum deildum og hafa því átt auð­veld­­ara með að koma málum í gegn, þar á meðal fjöl­­mörgum umdeildum stefn­u­­málum Trumps Banda­­ríkja­­for­­seta.

AuglýsingÖld­unga­­deildin er efri deild Banda­­ríkja­­þings en neðri deildin er full­­trú­a­­deild­in. Lög­­gjaf­­ar­­vald­inu í þing­inu eru þannig skipt milli þess­­ara deilda. Til að lög telj­ist gild þarf að sam­­þykki beggja deilda.

Kosið var um öll 435 sætin í full­­trú­a­­deild og 35 sæti af 100 í öld­unga­­deild­inn­i. Sam­kvæmt tölum þegar þetta er skrif­að, er því spáð að Demókratar nái 230 sætum í full­trúa­deild­inni en Repúblikanar 205. 

Í öld­unga­deild­inni verða Repúblikanar með traustan meiri­hluta. 

En hvað stendur upp úr eftir kosn­ing­arn­ar, þegar þetta er skrifað (04:23),og hvað þýðir þetta fyrir hið póli­tíska lands­lag í Banda­ríkj­un­um?- Nið­ur­stað­an, það er á heild­ina lit­ið, er í takt við kann­anir og þá einkum spá vefs­ins FiveT­hir­tyEight. Þetta eru ekki óvæntar nið­ur­stöð­ur, en breyta miklum um völdin í þing­inu. Trump hefur haft sterka stöðu með Repúblik­ana í meiri­hluta í báðum deildum þings­ins, og því hefur verið auð­velt að koma málum í gegn­um. Þetta breyt­ist nún­a. 

- Eitt af því sem skiptir miklu máli er að full­trúa­deildin hefur mikil völd, þegar kemur að rann­sóknum og ýmsu sem snýr að innra starfi þings­ins. Demókratar hafa sagt - og lof­uðu því fyrir kosn­ingar - að halda Trump við efn­ið, meðal ann­ars með því að kalla eftir skatta­gögnum hans og rann­saka hvort hann hafi svikið und­an­skatt­i. 

- Kosið var um 36 rík­is­stjóra af 50, en nið­ur­stöður liggja ekki fyrir þegar þetta er skrif­að. Repúblikanar unnu mik­il­væga sigra í Flor­ída, Texas og Ohio, en kann­anir sýndu í aðdrag­anda kosn­inga að til­tölu­lega jafnt yrði á munum í þessum ríkj­um. Það reynd­ist rétt, en full­trúar Repúblik­ana höfðu bet­ur. Rík­is­stjórar eru í mik­il­vægu emb­ætti, þegar kemur að kosn­ing­um, þar sem þeir ráða miklum um kjör­dæma­skipan innan ríkj­anna, sem getur skipt miklum máli fyrir heild­ar­mynd­ina. 

- Konur styrktu stöðu sína veru­lega í þing­inu og eru nú orðnar meira en 20 pró­sent af heild­ar­fjölda í full­trúa­deild, í fyrsta skipti. Góður árangur kvenna skipti sköpum fyrir Demókrata.

- Lík­legt er að Repúblikanar muni þurfa að semja í meira mæli við Demókrata um fram­gang mála í þing­inu.

- Fylgi við Demókrata er - líkt og 2016 - mun meiri á borg­ar­svæðum í Banda­ríkj­unum heldur en Repúblikanar ná. Heild­ar­at­kvæða­fjöldi virð­ist ætla að vera tölu­vert meiri hjá Demókröt­um. Þeir styrktu einnig stöðu sína í úthverf­um, en dreif­býlið er áfram helsta vígi Repúblik­ana. Þetta mynstur heldur áfram birtast, eins og í und­an­förnum kosn­ingum í Banda­ríkj­un­um.

- Þrátt fyrir að Demókratar nái sterk­ari stöðu, er staða Repúblikana, og Trumps for­seta, ennþá sterk. Útkoman sýndi einnig, að þar sem Trump steig inn á sviðið - í aðdrag­anda kosn­inga - þá virð­ist sem ræður hans og sam­komur hafi skipti miklu máli við að safna fylgi við full­trúa Repúblik­ana. Þetta átti við um Flór­ída, Ohio og Texas, meðal ann­ars. Don­ald Trump hefur þegar tjáð sig á Twitt­er, og seg­ist ánægður með útkom­una. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent