Demókratar styrkja stöðu sína í þinginu með meirihluta í fulltrúadeildinni

Repúblikanar misstu meirihlutann í fulltrúadeildinni til Demókrata í miðkjörtímabilskosningunum í Bandaríkjunum. Álitsgjafar eru þó á því, að Demókratar eigi langt í land með að ná upp nægilegum styrk til að halda Trump forseta betur við efnið.

Donald Trump
Auglýsing

Demókratar styrktu stöðu sína á Banda­ríkja­þingi með því að ná meiri­hluta í full­trúa­deild­inni í mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­un­um. 

Þetta veikir stöðu Repúblik­ana og Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, þar sem erf­ið­ara verður fyrir for­set­ann og flokk­inn að ná málum í gegn.

Eins og staða mála hefur verið frá því Trump tók við sem for­seti í byrjun árs í fyrra, eftir kosn­ingu í nóv­em­ber 2016, hafa Repúblikanar meiri­hluta í báðum deildum og hafa því átt auð­veld­­ara með að koma málum í gegn, þar á meðal fjöl­­mörgum umdeildum stefn­u­­málum Trumps Banda­­ríkja­­for­­seta.

AuglýsingÖld­unga­­deildin er efri deild Banda­­ríkja­­þings en neðri deildin er full­­trú­a­­deild­in. Lög­­gjaf­­ar­­vald­inu í þing­inu eru þannig skipt milli þess­­ara deilda. Til að lög telj­ist gild þarf að sam­­þykki beggja deilda.

Kosið var um öll 435 sætin í full­­trú­a­­deild og 35 sæti af 100 í öld­unga­­deild­inn­i. Sam­kvæmt tölum þegar þetta er skrif­að, er því spáð að Demókratar nái 230 sætum í full­trúa­deild­inni en Repúblikanar 205. 

Í öld­unga­deild­inni verða Repúblikanar með traustan meiri­hluta. 

En hvað stendur upp úr eftir kosn­ing­arn­ar, þegar þetta er skrifað (04:23),og hvað þýðir þetta fyrir hið póli­tíska lands­lag í Banda­ríkj­un­um?- Nið­ur­stað­an, það er á heild­ina lit­ið, er í takt við kann­anir og þá einkum spá vefs­ins FiveT­hir­tyEight. Þetta eru ekki óvæntar nið­ur­stöð­ur, en breyta miklum um völdin í þing­inu. Trump hefur haft sterka stöðu með Repúblik­ana í meiri­hluta í báðum deildum þings­ins, og því hefur verið auð­velt að koma málum í gegn­um. Þetta breyt­ist nún­a. 

- Eitt af því sem skiptir miklu máli er að full­trúa­deildin hefur mikil völd, þegar kemur að rann­sóknum og ýmsu sem snýr að innra starfi þings­ins. Demókratar hafa sagt - og lof­uðu því fyrir kosn­ingar - að halda Trump við efn­ið, meðal ann­ars með því að kalla eftir skatta­gögnum hans og rann­saka hvort hann hafi svikið und­an­skatt­i. 

- Kosið var um 36 rík­is­stjóra af 50, en nið­ur­stöður liggja ekki fyrir þegar þetta er skrif­að. Repúblikanar unnu mik­il­væga sigra í Flor­ída, Texas og Ohio, en kann­anir sýndu í aðdrag­anda kosn­inga að til­tölu­lega jafnt yrði á munum í þessum ríkj­um. Það reynd­ist rétt, en full­trúar Repúblik­ana höfðu bet­ur. Rík­is­stjórar eru í mik­il­vægu emb­ætti, þegar kemur að kosn­ing­um, þar sem þeir ráða miklum um kjör­dæma­skipan innan ríkj­anna, sem getur skipt miklum máli fyrir heild­ar­mynd­ina. 

- Konur styrktu stöðu sína veru­lega í þing­inu og eru nú orðnar meira en 20 pró­sent af heild­ar­fjölda í full­trúa­deild, í fyrsta skipti. Góður árangur kvenna skipti sköpum fyrir Demókrata.

- Lík­legt er að Repúblikanar muni þurfa að semja í meira mæli við Demókrata um fram­gang mála í þing­inu.

- Fylgi við Demókrata er - líkt og 2016 - mun meiri á borg­ar­svæðum í Banda­ríkj­unum heldur en Repúblikanar ná. Heild­ar­at­kvæða­fjöldi virð­ist ætla að vera tölu­vert meiri hjá Demókröt­um. Þeir styrktu einnig stöðu sína í úthverf­um, en dreif­býlið er áfram helsta vígi Repúblik­ana. Þetta mynstur heldur áfram birtast, eins og í und­an­förnum kosn­ingum í Banda­ríkj­un­um.

- Þrátt fyrir að Demókratar nái sterk­ari stöðu, er staða Repúblikana, og Trumps for­seta, ennþá sterk. Útkoman sýndi einnig, að þar sem Trump steig inn á sviðið - í aðdrag­anda kosn­inga - þá virð­ist sem ræður hans og sam­komur hafi skipti miklu máli við að safna fylgi við full­trúa Repúblik­ana. Þetta átti við um Flór­ída, Ohio og Texas, meðal ann­ars. Don­ald Trump hefur þegar tjáð sig á Twitt­er, og seg­ist ánægður með útkom­una. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent