Demókratar styrkja stöðu sína í þinginu með meirihluta í fulltrúadeildinni

Repúblikanar misstu meirihlutann í fulltrúadeildinni til Demókrata í miðkjörtímabilskosningunum í Bandaríkjunum. Álitsgjafar eru þó á því, að Demókratar eigi langt í land með að ná upp nægilegum styrk til að halda Trump forseta betur við efnið.

Donald Trump
Auglýsing

Demókratar styrktu stöðu sína á Banda­ríkja­þingi með því að ná meiri­hluta í full­trúa­deild­inni í mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­un­um. 

Þetta veikir stöðu Repúblik­ana og Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, þar sem erf­ið­ara verður fyrir for­set­ann og flokk­inn að ná málum í gegn.

Eins og staða mála hefur verið frá því Trump tók við sem for­seti í byrjun árs í fyrra, eftir kosn­ingu í nóv­em­ber 2016, hafa Repúblikanar meiri­hluta í báðum deildum og hafa því átt auð­veld­­ara með að koma málum í gegn, þar á meðal fjöl­­mörgum umdeildum stefn­u­­málum Trumps Banda­­ríkja­­for­­seta.

AuglýsingÖld­unga­­deildin er efri deild Banda­­ríkja­­þings en neðri deildin er full­­trú­a­­deild­in. Lög­­gjaf­­ar­­vald­inu í þing­inu eru þannig skipt milli þess­­ara deilda. Til að lög telj­ist gild þarf að sam­­þykki beggja deilda.

Kosið var um öll 435 sætin í full­­trú­a­­deild og 35 sæti af 100 í öld­unga­­deild­inn­i. Sam­kvæmt tölum þegar þetta er skrif­að, er því spáð að Demókratar nái 230 sætum í full­trúa­deild­inni en Repúblikanar 205. 

Í öld­unga­deild­inni verða Repúblikanar með traustan meiri­hluta. 

En hvað stendur upp úr eftir kosn­ing­arn­ar, þegar þetta er skrifað (04:23),og hvað þýðir þetta fyrir hið póli­tíska lands­lag í Banda­ríkj­un­um?- Nið­ur­stað­an, það er á heild­ina lit­ið, er í takt við kann­anir og þá einkum spá vefs­ins FiveT­hir­tyEight. Þetta eru ekki óvæntar nið­ur­stöð­ur, en breyta miklum um völdin í þing­inu. Trump hefur haft sterka stöðu með Repúblik­ana í meiri­hluta í báðum deildum þings­ins, og því hefur verið auð­velt að koma málum í gegn­um. Þetta breyt­ist nún­a. 

- Eitt af því sem skiptir miklu máli er að full­trúa­deildin hefur mikil völd, þegar kemur að rann­sóknum og ýmsu sem snýr að innra starfi þings­ins. Demókratar hafa sagt - og lof­uðu því fyrir kosn­ingar - að halda Trump við efn­ið, meðal ann­ars með því að kalla eftir skatta­gögnum hans og rann­saka hvort hann hafi svikið und­an­skatt­i. 

- Kosið var um 36 rík­is­stjóra af 50, en nið­ur­stöður liggja ekki fyrir þegar þetta er skrif­að. Repúblikanar unnu mik­il­væga sigra í Flor­ída, Texas og Ohio, en kann­anir sýndu í aðdrag­anda kosn­inga að til­tölu­lega jafnt yrði á munum í þessum ríkj­um. Það reynd­ist rétt, en full­trúar Repúblik­ana höfðu bet­ur. Rík­is­stjórar eru í mik­il­vægu emb­ætti, þegar kemur að kosn­ing­um, þar sem þeir ráða miklum um kjör­dæma­skipan innan ríkj­anna, sem getur skipt miklum máli fyrir heild­ar­mynd­ina. 

- Konur styrktu stöðu sína veru­lega í þing­inu og eru nú orðnar meira en 20 pró­sent af heild­ar­fjölda í full­trúa­deild, í fyrsta skipti. Góður árangur kvenna skipti sköpum fyrir Demókrata.

- Lík­legt er að Repúblikanar muni þurfa að semja í meira mæli við Demókrata um fram­gang mála í þing­inu.

- Fylgi við Demókrata er - líkt og 2016 - mun meiri á borg­ar­svæðum í Banda­ríkj­unum heldur en Repúblikanar ná. Heild­ar­at­kvæða­fjöldi virð­ist ætla að vera tölu­vert meiri hjá Demókröt­um. Þeir styrktu einnig stöðu sína í úthverf­um, en dreif­býlið er áfram helsta vígi Repúblik­ana. Þetta mynstur heldur áfram birtast, eins og í und­an­förnum kosn­ingum í Banda­ríkj­un­um.

- Þrátt fyrir að Demókratar nái sterk­ari stöðu, er staða Repúblikana, og Trumps for­seta, ennþá sterk. Útkoman sýndi einnig, að þar sem Trump steig inn á sviðið - í aðdrag­anda kosn­inga - þá virð­ist sem ræður hans og sam­komur hafi skipti miklu máli við að safna fylgi við full­trúa Repúblik­ana. Þetta átti við um Flór­ída, Ohio og Texas, meðal ann­ars. Don­ald Trump hefur þegar tjáð sig á Twitt­er, og seg­ist ánægður með útkom­una. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent