Icelandair óskar ekki eftir undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu

Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. Samkeppniseftirlitið hefur því allt að 114 virka daga til þess að taka afstöðu til kaupa.

Icelandair og WOW air
Auglýsing

Icelandair Group hyggst ekki sækja um und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum til þess að láta kaup félags­ins á WOW air koma til fram­kvæmda á meðan Sam­keppn­is­eft­ir­litið rann­sakar þau. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur því allt að 114 virka daga, rúma fjóra mán­uði, til þess að taka afstöðu til kaupa. Frá þessu er greint í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Til­kynnt var að stjórn Icelandair Group hefði gert kaup­­samn­ing um kaup á öllu hlutafé í flug­­­fé­lag­inu WOW air á mánu­dag­inn. Kaupin voru meðal ann­­ars gerð með fyr­ir­vara um sam­­þykki hlut­hafa­fundar Icelandair Group, sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og nið­­ur­­stöðu áreið­an­­leika­könn­un­­ar. Kaupi eru tal­in  björg­un­ar­að­gerð til þess að bregð­ast við erf­iðri fjár­hags­stöðu WOW air, sem gat illa lifað af liðin mán­aða­mót. Ef ekki hefði verið gripið til aðgerða nú hefði rekstur WOW air lík­ast til stöðvast.
Auglýsing

Ekk­ert fast í hendi

Þegar WOW air tók yfir rekstur Iceland Express haustið 2012 fengu félögin und­an­þágu til þess að yfir­takan gæti komið til fram­kvæmda á meðan á máls­með­ferð Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins stóð með þeim rökum að mikil óvissa ríkti um rekstr­ar­hæfi Iceland Express. Hætta væri á því að rekst­ur­inn myndi fljót­lega stöðvast ef kaupin næðu ekki fram að ganga.

Það getur komið til skoð­unar í sam­runa­máli Icelandair og WOW air hvort síð­ar­nefnda félagið sé á fallandi fæti í skiln­ingi sam­keppn­is­réttar segir Heimir Örn Her­berts­son, sér­fræð­ingur í sam­keppn­is­rétti við Háskól­ann í Reykja­vík. Sam­kvæmt Heimi ber sam­keppn­is­yf­ir­völdum að sam­þykkja sam­runa ef slík sjón­ar­mið eigi við þótt leiða megi rök að því að sam­keppni minnki í kjöl­far sam­run­ans.

„Hins vegar er slík nið­ur­staða háð afar ströngum skil­yrð­um. Það er ekk­ert fast í hendi að hver sem er megi kaupa félag þó svo að það sé illa statt fjár­hags­lega,“ nefnir Heimir Örn í sam­tali við Mark­að­inn.

Gætu þurft að sann­færa eft­ir­litið að Icelandair Group hafi verið eini raun­hæfi kaup­and­inn

Heimir Örn segir jafn­framt við­búið að Sam­keppn­is­eft­ir­litið muni vilja leggja mat á sam­keppn­is­leg áhrif sam­run­ans. Það þýðir að eft­ir­litið þarf að skil­greina mark­aði máls­ins og meta stöðu félag­anna á þeimn og búast má við því að félögin leggi áherslu á þau sé litlir keppi­nautar á stórum mark­aði fyrir flug á milli áfanga­staða vest­an­hafs og aust­an­hafs segir Heim­ir. Hann segir jafn­ramt að hugs­an­lega vilji eft­ir­litið hins vegar skil­greina mark­að­ina heldur þrengra. Eftir því sem mark­aðir eru skil­greindir þrengra eru meiri leikur á nið­ur­stöðu um skað­leg áhrif sam­runa á sam­keppni, meðal ann­ars með hlið­sjón af hárri mark­aðs­hlut­deild sam­runa­að­ila og fleira.

Ef Icelandair Group og WOW air byggja á því í mála­til­bún­aði sínum fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu að síð­ar­nefnda félagið sé á fallanda fæti, eins og líkur benda til, og því beri að heim­ila yfir­tök­una, þá þurfa félögin meðal ann­ars að sann­færa eft­ir­litið um að eng­inn raun­hæfur mögu­leiki hafi verið á því að selja WOW air til ann­arra félaga en Icelandair Group. Frá þessu er greint í umfjöllun Mark­að­irns

Krafan um að fara í við­ræður við Icelandair Group um kaup á WOW air kom frá lán­ar­drottnum félags­ins, m.a. þeim sem höfðu tekið þátt í útboð­inu sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. ­Arion banki er helsti lán­ar­drott­inn WOW air hér­lendis og hefur því án efa leikið lyk­il­hlut­verk í þeirri kröfu­gerð. Arion banki hefur ekki viljað upp­lýsa um hvort hann, eða sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækið Stefn­ir, hafi tekið þátt í skulda­bréfa­út­­­boð­inu hjá WOW air.

Sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins muni for­svars­menn WOW air gera eft­ir­lit­inu grein fyrir ýmsum mis­heppn­uðum við­ræðum sem þeir hafi und­an­farið átt við fjár­festa um kaup á hlutafé í flug­fé­lag­inu. Til­raunir til þess að fá fjár­festa að borð­inu séu þannig full­reynd­ar. 

Mögu­legt að leita heim­ilda til greiðslu­stöðv­unar

Einn hugs­an­legur mögu­leiki í stöð­unni fyrir WOW air er að leita heim­ilda til greiðslu­stöðv­unar á meðan Sam­keppn­is­eft­ir­litið rann­sakar kaup Icelandair á flug­fé­lag­inu sam­kvæmt Arn­ari Þór Stef­áns­son, hæsta­rétt­ar­lög­maður á LEX. Slíkt úrræði er almennt hugsað til þess að veita félögum skjól frá kröfu­höfum til þess að vinna úr sínum mál­um. Sam­kvæmt Arn­ari er það hins vegar spurn­ing hvort og að hvaða marki það úrræði henti í þessu til­vik­i. 

„Á meðan félag er í greiðslu­stöðvun geta kröfu­hafar að meg­in­stefnu ekki beitt neinum van­efnda­úr­ræðum gagn­vart því, til dæmis ekki gert fjár­nám hjá því eða knúið það í gjald­þrot, og stjórn­völd geta heldur ekki beitt neinum þving­un­ar­úr­ræð­u­m.Það er sér­stak­lega mælt fyrir um það í lögum um gjald­þrota­skipti að ákvæði í samn­ingum eða rétt­ar­­reglum um afleið­ingar van­efnda, til dæmis gjald­fell­ing­ar­á­kvæði, taki ekki gildi gagn­vart skuld­ar­anum á þeim tíma sem greiðslu­stöðvun stendur yfir, sem getur í mesta lagi verið sex mán­uð­ir,“ segir Arnar Þór í sam­tali við Mark­að­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent