Jeff Sessions er hættur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Í umfjöllun New York Times segir að hann hafi í reynd verið rekinn, það er þvingaður til að segja af sér.
Maðurinn sem hefur tekið við af Sessions, tímabundið, er þekktur fylgismaður Trumps, Matthew Whittaker, sem hefur starfað í dómsmálaráðuneytinu.
We are pleased to announce that Matthew G. Whitaker, Chief of Staff to Attorney General Jeff Sessions at the Department of Justice, will become our new Acting Attorney General of the United States. He will serve our Country well....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 7, 2018
Í umfjöllun New York Times segir að Trump hafi að undanförnu beitt vaxandi þrýstingu á Sessions, vegna rannsóknar Roberts Muellers, saksóknara, sem nú er sögð teygja anga sína að persónulegum fjármálum Trumps og fjölskyldu hans.
Rannsókn Muellers beinist meðal annars að því hvort Rússar hafði haft einhver tengsl við framboð Trumps árið 2016, og hvort þeir hafi beitt sér með óeðlilegum hætti til að ýta undir möguleikann á sigri Trumps.
If the Democrats think they are going to waste Taxpayer Money investigating us at the House level, then we will likewise be forced to consider investigating them for all of the leaks of Classified Information, and much else, at the Senate level. Two can play that game!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 7, 2018
Trump hefur kallað rannsóknina nornaveiðar, og hefur meðal annars kennt Sessions um hversu umfangsmikil hún er orðin. Sessions hefur sagt að hann muni ekki hafa afskipti af rannsóknum, á meðan hann er dómsmálaráðherra.
Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í gær, og eru meðal annars í stöðu til að hefja rannsóknir og krefjast gagna um forsetann og fjármál hans.
Þá þarf samþykkti bæði fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar til að ná fram samþykki laga í þinginu.