Vind­orka sker sig úr öðrum orkukostum vegna hag­kvæmni og sveigj­an­leika

Samkvæmt nýrri skýrslu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um nýjar aðferðir við orkuöflun eru einkum þrír orkukostir sem nú standa öðrum framar og unnt er að hrinda í framkvæmd samhliða öðrum á næstu árum.

orka endurnýjanleg rusl loftslagsmál h_50330735.jpg
Auglýsing

Miðað við tækni­legan áreið­an­leika og upp­lýs­ingar um hag­kvæmni eru einkum þrír orku­kostir til að mæta fyr­ir­sjá­an­legri raf­orku­þörf Íslend­inga sem nú standa öðrum framar og unnt er að hrinda í fram­kvæmd sam­hliða öðrum á næstu árum. Þetta er orku­fram­leiðsla með vind­orku, litlum vatns­orku­verum og varma­dæl­um. Hver þess­ara þriggja aðferða hentar best til­teknum aðstæðum en þær geta einnig farið vel sam­an. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra um nýjar aðferðir við orku­öflun sem birt var í dag.

Í skýrsl­unni kemur fram að vind­orka skeri sig úr öðrum kostum vegna hag­kvæmni og sveigj­an­leika. Hún geti hentað til orku­fram­leiðslu þar sem þörf er fyrir lítið upp­sett afl, til að mynda innan við 10 mega­vött, og einnig til að mæta þörf sem er yfir 200 mega­vött í stóru vind­orku­veri. Þarna á milli séu ótal mögu­leik­ar, meðal ann­ars upp­bygg­ing í hag­kvæmum áföng­um.

Auglýsing

Jafn­framt segja skýrslu­höf­undar að eft­ir­spurn eftir raf­orku sé nú umfram fram­boð. Ef unnt á að vera að mæta auk­inni almennri eft­ir­spurn næstu ára­tugi vegna fólks­fjölg­un­ar, tækni­þró­un­ar, nýrra umhverf­is­vænna atvinnu­hátta og orku­skipta þá þurfi að auka raf­orku­fram­boð. Miðað við orku­spá til árs­ins 2050 gæti ný orku­þörf orðið um 3.800 gíga­vatt­stundir á ári umfram það sem nú er. Þetta svarar til um rúm­lega einni og hálfri Búr­fells­stöð sem er stórt orku­ver með 270 MW upp­sett afl og 2.300 GWst orku­vinnslu­getu á ári. „Ef hefð­bundnum kostum í jarð­varma og vatns­afli fer fækk­andi er tíma­bært að huga að nýjum end­ur­nýj­an­legum kostum til að mæta fyr­ir­sjá­an­legri þörf,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unni.

Skýrslan er samin að beiðni Alþingis og fjallar sem áður segir um nýjar aðferðir við orku­öfl­un. Einkum er fjallað um nýt­ingu vind­orku, sjáv­ar­orku og varma­orku með varma­dæl­um. Einnig er stutt umfjöllun um aðra mögu­leika sem skipt geta auknu máli við orku­öflun á kom­andi árum. Gerð er grein fyrir stöðu og lík­legri fram­tíð­ar­þróun hag­nýt­ingar þess­ara orku­gjafa og fjallað um marg­vís­leg tækni­leg og umhverf­is­leg úrlausn­ar­efni sem huga þarf að. Þau snerta meðal ann­ars nátt­úru­far, stað­ar­val, rekstur og förg­un.

Einnig er fjallað um lög og laga­legt umhverfi leyf­is­veit­inga. Skýrslan var unnin í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu með aðkomu Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, Orku­stofn­un­ar, Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, Sam­orku og fyr­ir­tækja innan vébanda þeirra.

Bygg­ing vind­orku­vera aft­ur­kræf

Allir þættir sem lúta að umhverf­is­þátt­um, hönn­un, bygg­ingu, rekstri og förgun vind­orku­vera eru vel þekktir og segir í skýrsl­unni að bygg­ing vind­orku­vera sé aft­ur­kræf. „Vind­orku­ver vinna með vind­hraða á bil­inu 3–25 m/sek. en með­al­nýt­ing er um 35 pró­sent og mið­ast við fræði­lega hámarks­nýt­ingu sem sam­svarar því að vindur væri ávallt við hámarks­vind­hraða,“ segir í skýrsl­unni. Ekki sé þó hægt að reka raf­orku­kerfi sem bygg­ist ein­göngu á vind­orku. Annar stöð­ugur orku­gjafi, eins og vatns­orka, þurfi að tryggja grunnafl og mæta álagstopp­um. Þegar vind­orkan kemur inn minnki vatns­orku­fram­leiðslan jafnt og þétt.

Fram­boð af vind­orku er mest að vetri, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um, þegar vatns­staða í lónum er lág en minnst á sumri til þegar vatns­bú­skapur er góð­ur. Þessa tvær fram­leiðslu­að­ferðir fara því vel sam­an.

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að afhend­ingar­ör­yggi raf­orku sé ekki nægi­lega gott. Veik­leikar séu í flutn­ings­kerf­inu og þörf sé á auk­inni raf­orku­fram­leiðslu í nokkrum lands­hlut­um. Aukin nýt­ing vind­orku geti gjör­breytt þess­ari kröppu stöðu með litlum og með­al­stórum vind­orku­ver­um. „Bygg­ing­ar­tími vind­orku­vers er til­tölu­lega stuttur og unnt er að auka orku­fram­leiðslu í áföngum eins og þörf er á til að mæta auk­inni eft­ir­spurn. Sjóð­andi lágvarmi og lítil og með­al­stór vatns­orku­ver geta styrkt þetta sam­spil orku­öfl­unar enn frek­ar.“

Styrkur í að kanna smærri virkj­un­ar­kosti

Í skýrsl­unni kemur fram að um allt land hafi vaknað áhugi á virkj­unum vatns­falla sem eru allt frá nokkrum kíló­vöttum og upp í fáein mega­vött. Tugir hug­mynda hafi komið fram enda eru virkj­anir undir 1 mega­vatti und­an­þegnar ákvæðum raf­orku­laga um leyfi til að reisa og reka raf­orku­ver sem ein­faldar aðkomu lít­illa fram­leið­enda. Að auki þurfi þær ekki að tengj­ast flutn­ings­kerfi raf­orku og því geti verið styrkur í því að horfa til stað­bund­inna lausna og kanna smærri virkj­un­ar­kostir sem kunna að vera í boði.

Skýrslu­höf­undar segja að orku­fyr­ir­tæki hafi sýnt þessum litlu fram­leið­endum áhuga enda fari hags­munir þeirra sam­an, þ.e. að bæta úr brýnni svæð­is­bund­inni þörf fyrir aukið afhend­ingar­ör­yggi sem víða standi í vegi fyrir far­sælli atvinnu- og búsetu­þró­un. Þrátt fyrir að smáar vatns­afls­virkj­anir hafi ekki mikið að segja þegar á heild­ina er litið þá sé mik­il­vægi þeirra þeim mun meira í svæð­is­bundnu sam­hengi.

Nýta má lág­hita til raf­orku­fram­leiðslu

Víða um land er að finna jarð­hita sem er um og rétt yfir 100°C. Hann hefur verið not­aður í stað­bundnar hita­veitur en nokkuð lengi hefur verið ljóst að þennan lág­hita má einnig nýta til raf­orku­fram­leiðslu, segir í skýrsl­unni. Þá séu önnur efni, sem eru með lágt suðu­mark og mik­inn gufu­þrýst­ing við lágt hita­stig, nýtt til að bæta afköst. Þetta séu einkum amm­on­íak og efna­sam­bönd vetnis og kolefn­is. Úr verði sjóð­andi lág­hiti í svoköll­uðu tví­vökva­kerfi.

Fram­leiðsla raf­orku úr lág­hita virð­ist vera að fá aukið vægi sem bæta muni nýt­ingu jarð­hita­auð­lind­ar­inn­ar. Varma­dælur eigi mögu­leika á að vinna sér veiga­mik­inn sess í svæð­is­bundnu sam­hengi og í heild­ar­orku­fram­leiðslu lands­ins. Þær geti átt þátt í að tryggja hag­kvæma orku­fram­leiðslu og orku­ör­yggi. Varma­dælur geti til dæmis leyst af hólmi raf­kyntar hita­veitur sem kosta rík­is­sjóð nú um 200 millj­ónir króna á ári.

Varma­dælur byggj­ast á þekktri og marg­próf­aðri tækni

Varma­dælur byggj­ast á þekktri og marg­próf­aðri tækni við fram­leiðslu hita­orku, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um. Varmi er fluttur frá stórum varma­lindum sem búa yfir frekar lágum hita. Með varma­dælu er hit­inn hækk­aður og fluttur til smærri og heit­ari varma­þega. Þannig er unnt að flytja varma­orku með minni raf­orku en þyrfti til að hita varma­þeg­ann beint og spara þar með­raforku hlut­falls­lega.

Nýt­ing varma­dælna er sögð fyrst og fremst til að mæta kröfu um orku­skipti við hús­hitun á stöðum þar sem hita­veita er ekki til staðar og hita þarf með nið­ur­greiddu raf­magni, eða þar sem hita­veita annar ekki auk­inni eft­ir­spurn. Í skýrsl­unni kemur fram að síð­ari kost­ur­inn sé sér­stak­lega hag­kvæmur þar sem til­tölu­lega hátt upp­hafs­hita­stig lækki kostnað við hita­hækk­un­ina. Sama gildi þar sem unnt er að nýta bak­vatn í lok­aðri hringrás hita­veitu. „Í raun má segja að ekk­ert upp­hafs­hita­stig í varma­lind­inni sé tækni­lega úti­lokað en því lægra sem það er því hærri verður kostn­að­ur­inn við hita­hækk­un­ina.“

Orka sjávar mikil en umhverfið tær­andi

Enn önnur virkj­un­ar­leið er nefnd í skýrsl­unni en þróun tækni til að virkja sjáv­ar­orku á hag­kvæman hátt hefur sam­kvæmt henni vaxið fiskur um hrygg síð­ustu ára­tugi. „Fjöldi þró­un­ar­verk­efna er í gangi og ótal útfærslur hafa litið dags­ins ljós. Sjáv­ar­falla­virkj­anir sem nýta straum í afmörk­uðum far­vegi eru einu full­þró­uðu sjáv­ar­orku­verin og eru nokkur slík starf­rækt í sjó. Þær byggj­ast á hreyfi­orku þar sem hverf­ill er settur í straum (straum­virkj­un) eða stöðu­orku þar sem straum­rás er stífluð og hæð­ar­munur virkj­aður (stíflu­virkj­un),“ segir í skýrsl­unni.

En jafn­framt kemur fram að þótt orka sjávar sé mikil sé umhverfið tær­andi og slít­andi fyrir allan búnað sem setur þró­un­inni nokkrar skorður auk fleiri þátta. Fram­tíð sjáv­ar­orku­virkj­ana sé nokkuð óljós vegna sam­keppni frá öðrum kost­um.

Þróa þarf áfram end­ur­nýj­an­legt elds­neyti

End­ur­nýj­an­legt elds­neyti eins og líf­dís­ill eða met­anól eru nokkuð sér á báti í þess­ari umfjöllun enda ætlað til notk­unar í sam­göngum fremur en til raf­magns­fram­leiðslu fyrir heim­ili eða fyr­ir­tæki. Engu að síður er skýrslu­höf­undum ljóst að þróa þurfi áfram fram­leiðslu þess hér á landi einkum þegar unnt er að nota inn­lendar upp­sprettur eins og sorp­hauga og búfjár­úr­gang. Sama gildi um föngun og hag­nýt­ingu koltví­sýr­ings sem til verður í málm­vinnslu og jarð­hita­virkj­un. Í fram­tíð­inni muni sam­göngu­tæki lík­lega verða drifin áfram af end­ur­nýj­an­legu elds­neyti, raf­magni og vetni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent